Sælir allir

Ég var að horfa á þátt á gametrailers.com sem kallast Epic battlecry sem er leikjatölvu þættir, og þeir voru að tala um Activison og það sem þeir eru að gera þessa dagana.

Það sem þeir voru að tala um var að Activision kom framm og tilkinnti að þeir ætla að hækka verðið á MW2 og komu með EINGA sérstaka ástæðu fyrir því, sko þetta er BARA SLÆMMT!
Það sem Activision eru að gera, er að þeir eru að gefa okkur gamerum STÓRANN PUTTA Í ANDLITIÐ, og það er í raun bara ein ástæða fyrir því að þeir eru að hækka verðið á MW2, afþví að fyrri leikurinn var RUGLAÐ vinnsæll og þeir vita að miljónir manns vilja þennan leik, og ég giska að þeir vita að við MUNUM kaupa þennan leik SAMA hvað, bókstaflega!

MW2 er öruglega mest beðinn eftir leikur þetta haust, og það er ástæða fyrir því, en, hvað helldur þú að það séu mörg önnur tölvuleikja fyrirtæki sem eru að fylgjast með þessari frétt frá þeim og þá sérstaklega þegar leikurinn kemur út, hversu mörg eintök seljast, þrátt fyrir það að Activision hækkuðu verðið á honum?

Ýmindaðu þér bara, ef önnur fyrirtæki sjá að MW2 selst vel og þau mundu picka upp þessar hefðir til að græða meiri pening, hvernig mundi þér lýtast þá á að þurfa að borga meira til að geta spilað leiki eins og Zelda, Halo, Mario, Metroid, Gran turismo and Forza, Killzone 3 og öll hin stóru leikjanöfnin í leikjatölvu heiminum?
Hvernig mundi þér lýka ef þú gætir bara spilað lélega leiki út af því að allir góðu leikirnir eru of dýrir?

Ef þessi leikur sellst vel, MUNU öll hin fyrirtækin sjá þetta sem tækifæri til að misnota, auðvitað.
Öll leikjatölvufyrirtæki eru í þessum bransa útaf peningunum, OKKAR PENINGUM!

Þannig að, ef þú ferð útí búð og kaupir MW2 á því verði sem Activision setti á leikinn þá ertu í raun að segja: já, já mig langar að borga meira fyrir leiki, já mig langar að gefa fyrirtækjum meiri pening fyrir einga sérstaka ástæðu.

Ef ég tala fyrir sjálfann mig, þá læt ég ekki bjóða mér svona hegðun og ég MUN EKKI kaupa MW2 fyrr en Activision lækkar verðið niður í venjulegt verð, og ég seigi, þú ættir líka að ýhuga að gera það sama.
Í raun, það ættum við allir að gera, afþví að þessi leikur gæti mjög lýklega breitt framtíðar verðálagningum á leikjum það sem eftir er.

Ef þú ert ekki að fýla hvernig Activison eru að hegða sér, þá ættiru einnig að sleppa því að kaupa leikinn og segja vinum þínum að gera það sama, og segja vinum þínum að segja vinum sínum að ekki kaupa MW2 og afhverju.
Ef Activison sér að sölurnar á þessum leik droppa niður dramantískt sjá þeir sig ekki fært á annað en að lækka verðið á leiknum, þá mun ég kaupa hann.

Þangað til þá, segi ég að þetta er okkar tími til að mótmæla svona hegðun og gefa þeim puttan til baka.
Ég meina, þrátt fyrir allt, þá er SLATTI af öðrum góðum leikjum að koma á nákvæmlega sama tíma, þannig að ég mæli ÖLLUM til að stiðja við önnur fyrirtæki en Activision þetta haust.

Hérna er video af manni sem er einn af okkur sem er ekki sáttur!
http://www.gossipgamers.com/the-boycott-against-activision-growing-strong-8173-signed/

Hérna geturu mótmælt við gjörðum Activision
http://www.gossipgamers.com/wp-content/plugins/wordpress-toolbar/toolbar.php?wp-toolbar-tourl=http://www.petitiononline.com/cod6/petition.html&wp-toolbar-fromurl=http://www.gossipgamers.com/the-boycott-against-activision-growing-strong-8173-signed/&wp-toolbar-fromtitle=The