Ég skrifaði þessa gagnrýni fyrir nokkrum mánuðum í öðrum tilgangi en huga. Datt í hug að henda henni hingað inn.

Metal gear solid 4: Guns of the Patriots sjöundi leikurinn sem Hideo Kojima gefur út sem er partur af aðalsögu leikjaseríunnar (ef þið eruð að pæla af hverju það eru 7 þá eru portable ops sem gefinn var út á PSP og MSX leikirnir sem gefnir voru út á 9.áratug 20.aldar partar af aðalsögunni). Metal gear kom fyrst út árið 1987 og varð sá leikur frekar vinsæll í Japan. Það vinsæll að hann var endurgerður fyrir Nintendo og kom þá einnig út í Bandaríkjunum árið 1988 og varð hann einnig vinsæll þar. Eftir að leikurinn hafði verið þetta vinsæll ákvað Kojima að gera Metal gear 2 á MSX vélina sem varð líka þokkalega vinsæll árið 1990. Svo gerðist það ekki fyrr en 8 árum seinna að hann endurlífgaði Solid Snake með gerð leiksins Metal gear Solid sem kom út á Playstation árið 1998. Leikurinn var mjög vinsæll og seldist vel sem leiddi til að gerðir voru metal gear solid 2, 3 og loksins 4.

Til að njóta Metal gear solid 4 til fulls tel ég æskilegt að þú hafir spilað eða lesið þig til um söguna í eldri leikjunum. Því annars mun leikurinn ekki næstum því þýða eins mikið fyrir þig og hann myndi ef þú hefði spilað eldri leikina.

Leikurinn byrja í mið-austulöndunum þar sem Solid Snake , keðjureykjandi gamalmennið á að stöðva erkióvin og tvíburabróður sinn Liquid Snake. Liquid Snake er reyndar þekktur í þessum leik sem Liquid Ocelot vegna atburða sem gerðust í fyrri leikjunum. Solid Snake þjáist af einhvernskonar hrörnunarsjúkdómi og eldist hans mjög hratt og á því ekki mikinn tíma eftir. Þetta er síðasti leikurinn í seríunni og síðasta ævintýri hins aldraða Solid Snake sem er oft kallaður “Old Snake”.
Þessi leikjagagnrýni verður án spilla eða “spoilers” og fer ég þá ekki mjög djúpt í söguna.



Gameplay-ið ættu aðdáðendur eldri leikja að kannast við en samt er búið að fínpússa það og bæri við fleiri möguleikum. Þú átt að læðast framhjá óvinum þínum án þess að vera séður. Þannig er leikurinn allvega auglýstur en þú getur auðvitað gert það sem þér sýnist og drepið alla óvini þína með látum. En það fer rosalega eftir erfileikastigi sem þú velur sem er einn kosturinn við þennan leik. Erfileikastigin eru: very easy, easy, normal, hard og extreme. Þannig ef þú ert í hard eða extreme þá er erfiðara að skjóta sér leið í gegnum leikinn. En eins og í eldri leikjunum eru “alert phases”. Þau virka þannig að ef þú ert séður þá kalla óvinir þínir á liðsauka og þá eru góð ráð dýr. Annaðhvort feluru þig, eða berst við alla sem koma. Í hard og extreme þarftu yfirleitt að vera snjall, læðast um og fela þig annars er líklegt að gamli Snake láti lífið. Erfileikastigin easy og very easy er annað mál. Very easy er örugglega bara hannað með 3-6 ára börn í huga þar sem það er alveg hlægilega auðvelt. Þá ættiru ekki að vera í vandræðum með nokkra óbreytta hermenn.



Þú getur staðið, beygt þig, skriðið, legið á maganum og bakinu, hangið, hallað þér upp að vegg, kíkt fram fyrir horn og notað byssu að eigin vali til að nota úr öllum þessum stöðum til að koma óvinum þínum fyrir kattarnef. Það eru svo margir valmöguleikar í leikjaspiluninni að ómögulegt væri að telja þá alla.
Close quarters combat eða CQC leyfir þér að drepa/rota/svæfa andstæðinga þína á mismunadi hátt í návígi. Þú læðist aftan að óvini tekur hann í hálstak og ákveður síðan örlög óvinar þíns. Þetta er mín uppáhaldsleið til að eiga við óvini Solid Snake og manni líður mjög “pro” eftir að hafa tekið nokkra óvini með þessum hætti.
Það er ákveðin þema í þessum leik sem er að þú ert oftast að læðast um á vígvöllum þar sem tveir aðillar berjast yfir svæðunum sem Snake þarf að komast í gegnum. Snake getur vingast við aðra hliðina á vígvellinum til að auðvelda honum verkerfni sitt með því að drepa/svæfa/rota hermenn á annari hliðinni. Ef þú gerir það verður hin hliðin skiljanlega frekar sátt með þig og þín verk.
Óvinahermenn eru gáfaðri en í fyrri leikjum. Í stað þess að fylgja alltaf sama mynstri þá hafa þeir margir sjálfstæðan vilja og geta komið þér á óvart. Þetta er mjög góður kostur.
Snemma í leiknum hittir maður persónu að nafni Drebin. Drebin er byssusali og getur maður verslað við hann hvenær sem og fengið allar mögulegar gerðir af byssum eins og: Assault rifla, Snipers, haglabyssur, skambyssur, deyfibyssur, sub-machine byssur ásamt aukahlutum eins og: laser sight, scopes, flash light og allskonar grip til að þú ræður betur við byssuna. Þú kaupir ekki byssur með peningum heldur verslar þú með “Drebin points”. Til að fá Drebin points þá hirðir þú upp byssur af vígvellinum og dauðum hermönnum og skiptir þeim fyrir Drebin points sem þú skiptir síðan fyrir aðrar byssur eða skotfæri.

Svo þegar þú ert búinn að læðast eitthvað, skjóta, drepa og spila leikinn eins og eðlilegt er þá kemur oft að því að þú þarft að kljást við endakall eða “bossa”. Það er eitt að því besta við þennan leik að mínu mati. Það eru frábærir “boss” bardagar. Í Metal gear leikjunum hafa alltaf verið hópur af bossum með í einhverju bræðralagi eins og: Foxhound úr Mgs1, Dead cell ú Mgs2 og The Cobra unit úr Mgs3. Í þessum leik nefnist hópurinn “Beauty and the beast”. Það er hópur fjögurra stríðskvenna sem bera nöfnin Laughting Octopus, Raging Raven, Crying Wolf og Screaming Mantis. Allar bera þær codename sem endakallarnir í Metal Gear Solid höfðu með sér og bætir það við smá nostalgískum sjarma við þær. En þær hafa alveg nógu mikinn sjarma með útlitinu undir stríðbúningunum sem þú berst við þær í. En Hideo Kojima reddaði sér fjórum módelum til að “portaita” þessa fjóra bossa.
En ef þú hefur valið erfileikastig sem samræmir þínum hæfileikum þá eru þessir boss bardagar ótrúlega flottir og spennandi. Mjög stór plús þar á ferð.




Grafíkin… Var það ekki hann Pétur Jóhann í Næturvaktinni sem sagði svo vel “eigum við að ræða þetta eitthvað?”. Í Metal gear solid 4 má finna bestu grafík sem tölvuleikir hafa uppá að bjóða. In-game grafíkin er bara frábær “eigum við að ræða það eitthvað?”.
Svo eru það cutscene-in….Ótrúlega stór hluti leiksins fer í að segja söguna í gegnum cutscenes. Margir gagnrýnendur hafa sagt að það sé galli við leikinn og vilja þeir bara spila tölvuleikinn í staðin fyrir að horfa á bíómynd. Ég er svo langt frá því að vera sammála þessu að það er næstum kjánalegt. Ef þú hefur spilað eldri leikina þá eru þessi cutscene mest spennandi við leikinn. Ég hugsaði oft hvað ég vildi bara klára þetta svæði eins fljótt og ég get til að geta séð hvað gerist næst í sögunni. Ég veit að það eru ekki allir sammála mér varðandi þetta en þetta er mín skoðun.
Allt umhverfi í leiknum er frábærlega gert. Ótrúlegustu smámuni má finna á svæðum sem þú kemst á og ótrúlega margir hættir til að nýta þér þá. Allt frá sprengjutunnunum klassísku í slöngurnar sem þú getur skotið. Oft bjóðast mismunandi leiðir til að komast frá stað A til B. Þannig þegur þú spilar leikinn í annað skiptið eru mörg svæði sem þú átt eftir að skoða.
Talsetningin er frábær. David Hayter snýr aftur sem rödd Solid Snake og gerir það mjög vel. Svosem ekkert meira að segja um það.
Tónlistin verð ég að segja er mjög góð. Harry-Gregson Williams snýr aftur með dramatísku tónlistina og stefin sín. Þeir sem eru svo heppnir að hafa nælt sér í Special Edition af leiknum fengu Original soundtrackið úr leiknum og hafa örugglega hlustað eitthvað á það. En fyrir þá sem eiga það ekki þá hvet ég ykkur að hlusta vel eftir tónlistinni því hún er frábær.
Einnig eru öll hljóð(sound effects) mjög vel gerð.



Þá getum við næst farið að tala um endingu leiksins. Ég var áður búinn að nefna öll erfileikastigin sem hægt er að velja og hægt er að fara í gegnum leikinn aftur og aftur á mismunandi hátt. Sem betur fer er hægt að skippa cutscenes ef maður nennir ekki að horfa á þau í þriðja eða fjórða skiptið. Svo fylgir með leiknum skemmtilegt fyrirbæri sem kallast Metal gear online. Þetta er netspilunarútgáfan af leiknum. Hér getur spilað við aðra evrópubúa skotleik sem byggir á spiluninni í Metal gear solid 4. Þetta er frekar basic skotleikur með nokkrum undantekningum. Þú sérð sjálfan þig á skjánum eins og í leiknum sjálfum og er því í 3.persónu. Og svo er það sem mér finnst skemmtilegast er CQC. Segum að þú varst snipaður í þriðja skiptið. Þú tekur uppá því að læðast á bakvið sniperana og gerir við þá það sem þér sýnist. Tekur þá í CQC, skýtur þá beint í hausinn, rotar þá, svæfir. Þeir eru leir í höndunum þínum. Metal gear online er ágætis afþreyjing sem er alveg jafn ávanabindandi og frægir skotleikir á við Counterstrike og Cod4.

Þegar allt kemur til alls þá er Metal Gear Solid 4: Guns of the patriots frábær leikur með frábært gameplay, frábæra grafík, frábæra sögu, frábæra tónlist, frábæra endingu og er overall frábær. Hann er þó ekki fullkominn. Ég hefði t.d viljað hafa leikinn aðeins lengri. Læðupúkast aðeins lengur. Ég kláraði leikinn í Hard erfileikastiginu á 24klst sem verður að teljast ágætt en gæti verið mun lengri. Boss Bardagarnir eru í hæðsta gæðaflokki ásamt öllu gameplayinu og sögunni.
Ég get ýmindað mér náunga sem hefur ekki spilað eldri leikina og myndi gefa leiknum 7 í einkunn af 10 mögulegum. Ég myndi segja honum að spila eldri leikina fyrst þar sem þeir eru allir frábærir líka.
En nú tala ég sem maður sem hefur klárað alla eldri leikina þegar ég segji að Solid Snake endar ævintýri sín hér með stíl og gef ég því leiknum 9.5 af 10 mögulegum og er skildueign í safn allra Playstation 3 eigenda.