Ungleikur í Borgarleikhúsinu er sjálfstæður dagskráliður á Unglistarhátíðinni í Reykjavík. Hann er hannaður til þess að aðstoða ungskáldum og ungum leikurum að koma sér á framfæri.

Þann 6. nóvember næstkomandi heldur Ungleikur opnunarsýningu sína á Litla sviði Borgarleikhússins, hún verður skipuð af stuttverkum ungra leikskálda, á aldrinum 16-25 ára, og verða þau flutt af ungum leikurum á sama aldri. Opið er fyrir innsendum leikverkum ungskálda og verður það þangað til 15. september, efni skal sent á ungleikur@gmail.com, eftir að lokað er fyrir umsóknir er efni nafnlaust sent til fagdómnefndar. Hún er skipuð; Rúnari Guðbrandssyni, fyrsta prófsessor í leiktúlkun á Íslandi, leikara, leikskáldi, leikstjóra og stofnanda LabLoka, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, leikkonu, Lilju Sigurðardóttur, skáldi og einu víðþekktasta skáldi Íslands honum Andra Snæ Magnasyni. Við biðjum leikskáld að senda verk sín inn í réttu leikritaformi og mælum með forritinu Celtx til þess. Það er ókeypis hugbúnaður sem hægt er að sækja frítt á vefsíðunni, http://www.celtx.com.
Viku síðar, helgina 22-23. september  verða svo haldnar opnar áheyrnarprufur í Hinu húsinu, önnur dómnefnd meðal annars skipuð leikstóranum Marteini Þórssyni, Rokland, XL, heyrir á prufur leikara. Leikarar eru beðnir um að boða koma sína, auk þess að senda mynd af sér auk öðrum upplýsingum um sig (símanúmer, fullt nafn og þaðan af) á ungleikur@gmail.com.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Ungeik á Facebook-síðu okkar, https://www.facebook.com/pages/Ungleikur-%C3%A1-Unglist/349216478482935
Eða með því að senda okkur fyrirspurn á ofangreint netfang