Eftir helvíti gott spjall um að reyna lífga upp á kvikmyndagerðaráhugamálið
í “hvað finnst þér” þræðinum (http://www.hugi.is/kvikmyndagerd/threads.php?page=view&contentId=6522350) Höfum við ákveðið að halda stuttmyndakeppni !

Keppnin mun byrja 1.mars, þá má byrja að senda inn myndir.
Ef einhver á mynd sem var gerð á árinu má senda hana inn,
myndin má ekki vera lengri en 5mínútur og ekki styttri en 1mínóta

Myndin má vera um hvað sem er og allt er leyft, það er að segja ef frændi þinn er Baltasar Kormákur má hann leika í myndinni, ef pabbi þinn á Sagafilm máttu fá fullt af flottum búnaði hjá honum til að gera myndina. En myndin þarf að vera eftir þig. Það er ekkert aldurstakmark

Ragnar Bragason (Börn, Foreldrar, Dagvaktin) og Gunnar Björn Guðmundsson (Astrópía ) munu dæma myndirnar en ég er að leita að þriðja dómaranum ennþá, mun tilkynna hann um leið og hann finnst

Keppni lýkur 31.mars og úrstlit verða kynnt 1.Apríl þannig að það er heill mánuður til stefnu !

Til að senda inn myndir þarf einfaldlega að uploada myndinni sinni inná Youtube.com eða Vimeo.com og slýkar síður, senda linkinn á mig hér á Huga
og ég mun útbúa svæði þar sem hægt verður að skoða myndirnar og commenta á þæ
Sleepless In Reykjavik