Blue Screen Nú ætla ég smávegins að kynna möguleika blue screen.
Í dag er þessi aðferð nauðsynleg í nútíma kvikmyndagerð alltaf(næstum) þegar þú sérð eitthver keyra bíl í
kvikmynd er hann í raun alveg kjur og ökumaðurinn sér bara blátt tjáld og svo eftirá þá er myndband látið
fylla útí þennan skjá svo að það virðist sem maðurinn sé að keyra.
Einnig er hægt að láta menn og hluti fljúga góð einföld leið til að
láta hluti fljúga er að binda með bláum þunnum þræði í hlutinn og
halda honum upp fyrir framan blátt tjald og svo hreyfiru hann bara
eftir eigin vilja. Síðan þá tekurðu video af himinum eða örðu of lætur hann
fylla í bláa tjaldið með klippiforritinu þínu eða After effects.
Mörg svona almennileg klippiforrit bjóða þetta en þannig að ef forritið
þitt fylgdi með firewire eða klippikortinu þínu sem kostaði 5.000kr þá
geturðu gleymt því að þetta sé mögulegt í því en hér mun ég reyna að
kenn hvernig skal nota þetta í Adobe Premiere 6.5 þar sem ég held að
flestir hér notist við það forrit(og ef svo er ekki þá er þetta svipað
í öllum premiere forritunum og svipað orðalag er notað í flest öllum
klippiforritunum).


Blue Screen:::

Þetta er aðeins einfaldasta leiðin.

Þegar þú ert búin(n) að mynda myndbandið fyrir framan blue screen skaltu importa
myndbandinu inní premiere í video track 2 eða ofar.

1.Hægriklikkaðu á myndbndið í track2 í timeline og farðu í VIDEO OPTIONS> TRANSPARENCY

2.Notaðu svo TRESHOLD sliderinn til að velja hversu sterkt blátt er skynnjað

3.Notaðu svo cutoff sliderinn til að sleppa svæðum sem gætu haft blátt í sér en ekki eins mikið og blue screenið sjálft

4.Ef þú vill mýkja áferðina þá ferðu í smooth og velur Low eða High

5.Þegar þú ert búin(n) að þessu þá seturðu bara hvaða video eða ljósmynd í bakgrunninn(settu það í track1)

Dæmi:
http://simnet.is/gargun/bluemynd.JPG

En þessi leið er langt frá því að vera sú besta enda ansi einföld því að margt annað er í
boði og er miklu flottar eins og t.d. þá eru til forrit sem gera þetta alveg fyrir þig
og svo eru til plugin fyrir premiere sem gerir þetta betra.


Ég vona að þetta hafi aðstoðað og ef þið hafið eitthverjar spurningar bara
senda svar á greinina.

Fullt af stafsetningavillum!!!!!
>>Ég býð mig framm sem stjórnenda á þetta áhugamál<<

Takk ég er Pottlok
Kv. Pottlok