Jæja, þá er það staðfest, Kaka er á leiðinni til Real Madrid fyrir metfé, ca. 65m evra.
Þetta er vissulega mikill missir fyrir ítalska boltann en maður skilur Berlusconi og félaga svosem að hafa samþykkt þetta tilboð þar sem það er enginn leikmaður virði svona mikils penings.
Og þar að auki hefur Kaka verið reglulega meiddur undanfarið en þegar hann er í sínu besta formi þá er hann vafalaust einn af þremur bestu sóknarmönnum í heimi.

En ég held að þetta eigi eftir að vera gott fyrir Milan þar sem Leonardo fær þá nógan pening til að byggja upp nýtt og yngra lið. Vonandi nýtir hann peninginn vel og byrji á því að kaupa Edin Dzeko frá Wolfsburg en fréttir herma að Milan séu á góðri leið með að næla í hann.