Eftir að hafa horft á þennan leik og skoðað umrædd atvik fram og aftur verð ég að segja að mér er vægast sagt brugðið. Ég er alveg sammála Chelsea mönnum í því að úrslitaleiknum hafi verið stolið af þeim. Ótrúleg ósanngirni sem átti sér stað í miklu mæli á Stamford Bridge síðastliðinn miðvikudag.

Ég verð að viðurkenna að það var ekki sjón að sjá Barcelona senda boltann á milli sín á leiðinlegan hátt og eiga engin svör við vörn Chelsea liðsins og áttu aðeins 1 skot á mark Chelsea manna. Þetta verða að teljast vonbrigði, sérstaklega eftir þessa veislu í Madrid þar sem við fengum að sjá fallegan sóknarbolta í hæsta gæðaflokki. Chelsea menn komu hinsvegar á óvart með góðum skyndisóknum og að þessum leik að dæma og spiluðu þeir að mínu mati miklu skemmtilegri knattspyrnu en Börsungar þennan dag.´

Í venjulegum leikjum er kannski 1 vafaatriði hvað varðar dómgæslu og kannski 2 í mestalagi.
Í þessum leik voru allavega 4 atriði sem varla er einu sinni hægt að telja til vafaatriða þau voru svo augljós. Svo er hægt að bæta við 3 auka atriðum sem gætu talist til vafaatriða.

Ég ætla að fjalla um hvert atvik.

Malouda hindrað af Alves:
Vissulega byrjar Alves að brjóta á honum fyrir utan vítateig en samt sem áður á aðal hindrunin sér stað innan vítateigs. Eins og kollegi minn Jamie Redknapp orðaði það þá flautar dómarinn eftir að brotið inn í teignum á sér stað og á það þar af leiðandi að vera vítaspyrna. Dómarinn hreinlega færir brotið um stað.

Drogba sleppur einn inn fyrir eftir sendingu Lampards, Abidal kemur í hliðina:
Þarna kemst Drogba einn inn fyrir og fær Abidal í hliðina. Abidal er nokkru fyrir aftan hann og togar vel í treyjuna hans Drogba auk þess að bregða fyrir honum fæti. Dómarinn er í frábæru sjónarhorni og getur peysutogið vart farið framhjá honum. Ein af þessum augljósu vítaspyrnum.

Rautt spjald á Abidal:
Þetta atvik er að eyðileggja úrslitaleikinn fyrir manni. Það virðist sem að Anelka missi jafnvægið og detti sjálfur. Abidal rétt snertir hendina á honum sem getur varla verið nóg til að taka svona fullvaxta mann úr jafnvægi þetta var það lítil snerting og á aldrei hafa verðskuldað rautt spjald.

Hendin á Pique:
Er hægt að ræða þetta eitthvað? Bæði línuvörðurinn og dómarinn í góðu sjónarhorni. Anelka vippar boltanum í hendina á Pique. Það er eins og að það hafi verið eintómur ásetningur dómarans að dæma ekki á þetta.

Hendin á Eto'o:
Þarna var dómarinn einungis í nokkura metra fjarlægð og þar að auki með fullkomið sjónarhorn, eins og að það hafi verið ásetningur að dæma ekki vitandi að þetta væri hendi enda sáuði viðbrögðin frá Ballack. Þetta var augljóst atriði ef menn setja hendina upp í loft og boltinn fer í hendina þá er það víti og hefur það alltaf verið þannig.

Toure heldur í Drogba og tæklar svo í hliðina á honum en nær boltanum í leiðinni:
Þarna var búin að vera mikil barátta á milli Drogba og Toure. Drogba náði hinsvegar að snúa Toure af sér en Toure nær haldi á hendinni hans Drogba og heldur í hann alla leið að vítateignum þar sem hann tæklar í gegnum Drogba til að ná til boltans.

Toure togar Anelka niður í teignum:
Þarna er Anelka á hlaupunum og nær Toure til hans og togar vel í höndina á Anelka og tekur hann úr jafnvegi áður en hann ýtir honum í jörðina.

Þetta eru þau atriði sem ég hvet ykkur öll til að skoða.

http://www.youtube.com/watch?v=LeJM2rqGI9g

og

http://www.youtube.com/watch?v=SASM_NzheK0

Þessi tvö myndbönd sýna öll þau atvik sem ég hef verið að ræða um hér.