Leikmannaskipti í Premier League sumarið 2008 *The Big Four* Þetta er árleg grein hjá mér og ekki ætla ég að brjóta vanann núna svo hér eru öll leikmannaskiptin þetta sumarið eftir því sem ég og heimildirnar sem ég nota best vitum.
Gæti verið að það leynast einhverjar villur af minni hálfu eða þaðan sem ég fæ heimildirnar þannig ef þið sjáið einhverjar vitleysur ekki hika við að leiðrétta þær. Sjálfur vill ég frekar nota líklega uppjæð á leikmönnum eins og flestir fjölmiðlar nefna frekar en að gefa upp óuppgefna upphæð.
Ath. að allar upphæðir eru gefnar upp í pundum og aldur gefinn upp í sviga fyrir aftan nafn á hverjum leikmanni. Ef stjarna er fyrir framan nafn þá þýðir það að kaupverð getur farið upp í uppgefna upphæð.



Arsenal

Kaup
Samir Nasri (20) frá Marseille. Kaupverð 12m
Aaron Ramsey (17) frá Cardiff City. Kaupverð 5m
Mikaël Silvestre (31) frá Man Utd. Kaupverð ótilgreint
Amaury Bischoff (21) frá Werder Bremen. Kaupverð ótilgreint

Samtals: 4 leikmenn á 17m + X

Sölur
Aliaksandr Hleb (27) til Barcelona. Söluverð 11,8m
Justin Hoyte (23) til Middlesbrough. Söluverð 3m
Gilberto Silva (31) til Panathinaikos. Söluverð 1m
Mathieu Flamini (24) til AC Milan. Fór á frjálsri sölu
Jens Lehmann (38) til Stuttgart. Fór á frjálsri sölu

Samtals: 5 leikmenn á 15,8m

Lán inn/út
Nacer Barazite (18) til Derby
Kerrea Gilbert (21) til Leicester
Philippe Senderos (23) til AC Milan
Armand Traoré (18) til Portsmouth
Håvard Nordtveit (18) til Salamanca



Það veika við þessi skipti er að Arsenal misstu Gilberto og Flamini sem báðir eru varnarsinnaðir miðjumenn en fengu engan í staðinn.
Wenger notaði peninginn sem hann fékk fyrir Hleb í Nasri. Það er maður í manns stað hreinlega nema Nasri er ungur og gríðarlega efnilegur.
Annar efnilegur er Ramsey sem gefur Arsenal einhverja kosti úti á vinstri kanti en sá kostur hefur verið þunnur. Silvestre er augljóslega back-up fyrir vörnina og Bischoff er maður sem ég veit lítið um og hefur Wenger verið gagnrýndur af þýsku miðlunum fyrir þessi kaup því hann er sagður vera óstabíll, alltaf meiddur og hreinlega ekki það góður.
Í staðinn fyrir Lehmann kemur maður sem var fyrir í liðinu, hinn 23 ára gamli Lukasz Fabianski. Tiltölulega óreyndur en ekki slæmur varamarkvörður. Sambærilegur öllum hinum sterku varamarkvörðum sem finnast.
Það skrýtnasta hjá Wenger í ár fannst mér var það að lána Senderos burt. Fyrst meikaði það sense að kaupa Silvestre til að vera backup en svo lánar hann Senderos. Hann leggur því mikið traust á að byrjunarliðsvörnin spilar sem flesta leiki og meiðist ekki því hann á ekki marga aðra kosti þar sem hann lánaði Traoré líka. Traoré mun hinsvegar fá mikla reynslu og skiljanlegt að lána hann þar sem Clichy er fyrir í liðinu og Silvestre er líka vinstri bakvörður.
Eftir stendur þá 7 manna varnarlið með Silvestre, Djourou og Song til vara. Hinsvegar væri hægt að henda Eboue líka í bakvörð ef til þyrfti. Fyrir mér væri sérstaklega slæmt ef Gallas, Toure eða Sagna meiddust.
Auk þess má geta að hver einasti varnarmaður í liði Arsenal er með frönsku sem fyrsta tungumál.

Á miðjunni hafa þeir styrkst örlítið sóknarlega en veikst mjög varnarlega. Ómetanleg reynsla er farin og reynslulaus ungviður komin í staðinn.
Eboue er úti á hægri kanti og eru flestir sammála því að hann sé veiki hlekkur liðsins. Hinsvegar er hægt að segja það sama um Denilson því hann er alls ekki eins góður og forverar hans sem áttu að sjá um varnarlegu hliðina á miðjunni. Enda er hann sjálfur meira fyrir að sækja.

Þó að Wenger hafi ekki keypt neinn framherja að þá hafa þeir styrkst þar uppi á við. Carlos Vela er kominn með atvinnuleyfi og fær því að vera þarna. Van Persie byrjar ómeiddur og er eins gott fyrir Arsenal að hann haldist þannig. Walcott er að stækka ennþá og varaskeifan Bendtner er tilbúinn til að koma inná.

Yfir allt finnst mér liðið, sem var ekki spáð neinum spes árangri í fyrra því hópurinn þótti slakur, orðinn slakari. Móralslega séð held ég að hann sé búinn að batna en styrkingu vantar. Ekki er hægt að nota pening sem afsökun þar sem komið hefur fram hjá stjórnarmönnum Arsenal að Wenger myndi ekki vera neitað neitt fé ef hann vildi einhvern leikmann. Kannski var ástæðan fyrir kaupleysinu sú að ekki nógu margir frönskumælandi menn voru í boði. Hann gerði vel í að fá Ramsey framyfir hin liðin en hann hefði mátt gera betur á öðrum sviðum. Carling Cup er bikar sem gæti unnist en aðra titla sé ég ekki hjá þeim þar sem febrúar/mars muni reynast þeim aftur erfiður eins og venjulega.
Þrátt fyrir, að mínu viti, að veikja liðið að þá fór meiri peningur í leikmenn en að kom í kassann.




Chelsea

Kaup
José Bosingwa (26) frá Porto. Kaupverð 16,2m
Deco (31) frá Barcelona. Kaupverð 8m

Samtals: Tveir leikmenn á 24,2m

Sölur
Shaun Wright-Phillips (26) til Man City. Söluverð 8,5m
Steven Sidwell (25) til Aston Villa. Söluverð 5m
Tal Ben Haim (26) til Man City. Söluverð 5m
Andriy Shevchenko (31) til AC Milan. Söluverð ótilgreint
Claude Makélélé (35) til PSG. Fór á frjálsri sölu
Harry Worley (19) til Leicester. Fór á frjálsri sölu
Anthony Grant (21) til Southend. Fór á frjálsri sölu

Samtals: 7 leikmenn á 18,5m + X

Lán inn/út
Ben Sahar (19) til Porstmouth
Slobodan Rajkovic (19) til Twente.
Claudio Pizzaro (29) til Werder Bremen
Shaun Cummings (19) til MK Dons
Ryan Bertrand (19) til Norwich
Tom Taiwo (18) til Port Vale
Jimmy Smith (21) tij Sheff. Wednesday
Jack Cork (19) til Southampton
Lee Sawyer (18) til Southend



Ásamt þessum leikmannaskiptum urðu þjálfaraskipti. Avram Grant var rekinn og Luiz Felipe Scolari tók við.
Sölurnar einkenndust af mönnum sem gerðu mistök að fara til Chelsea. Tveir þeirra fóru aftur þaðan sem þeir komu. Chelsea aftur á móti losuðu sig við gífurlega launakostnað þannig að bilið á milli penings sem þeir eyddu og seldur fyrir er ekki nærrum því eins mikið og fyrri ár.
Hópurinn er í raun aðeins sterkari en í fyrra leikmannalega séð og enn sterkari þjálfaralega séð. Menn eins og Ben Haim, Sidwell og Wright-Phillips sem voru litlir fiskar eru farnir og skilur það ekki skarð eftir sig. Makélélé gæti gert það hinsvegar og var ekki bætt fyrir hann.
Styrkurinn var aukinn með öflugum Deco og betri hægri bakvörður var fenginn í honum Bosingwa. 8m samt kannski mikið fyrir 31 ára gamlan mann sem var kominn út í kuldann hjá liði sem var örvæntingafullt að selja.
Fram á við losuðu þeir sig við, líklegast lélegustu kaup fyrr og síðar á Englandi, Shevchenko. Scolari keypti engan framherja þó að Drogba sé meiddur heldur notast við Anelka á meðan og gefur ungu mönnunum Franco Di Santo og Scott Sinclair smá tækifæri. Þessir menn svo sem nóg þar sem þeir nota aðeins einn framherja.
Eins og venjulega eru þeir líklegir til sigurs í keppnunum sem þeir taka þátt í.




Liverpool

Kaup
Robbie Keane (28) frá Tottenham. Kaupverð 19m
Javier Mascherano (24) frá MSI. Kaupverð um 18,5m
Albert Riera (26) frá Espanyol. Kaupverð um 7m
Diego Cavalieri (25) frá Palmeiras. Kaupverð 3m
David N’Gog (19) fá PSG. Kaupverð 1,5m
Andrea Dossena (26) frá Udinense. Kaupverð óuppgefið
Péter Gulácsi (18) frá MTK. Kaupverð óuppgefið
Vincent Weijl (17) frá AZ. Kaupverð óuppgefið
Philipp Degen (25) frá Borussia Dortmund. Kom á frjálsri sölu
Vitor Flora (18) frá Botafogo. Kom á frjálsri sölu
Emmanuel Mendy (18) frá Murcia Deportivo. Kom á frjálsri sölu.

Samtals: 11 leikmenn á 49m +X

Sölur
Peter Crouch (27) til Porstmouth. Söluverð 9m
John Arne Riise (27) til Roma. Söluverð 4m
Scott Carson (23) til WBA. Söluverð 3,25m
Danny Guthrie (21) til Newcastle. Söluverð 2,5m
Anthony Le Tallec (23) til Le Mans. Söluverð 1m
Steve Finnan (32) til Espanyol. Söluverð óuppgefið.
Harry Kewell (29) til Galatasaray. Fór á frjálsri sölu

Samtals: 7 leikmenn á 19,75m + X

Lán inn/út
Andriy Voronin (29) til Hertha Berlin
Sebastián Leto (22) til Olympiacos
Godwin Antwi (20) til Tranmere
Adam Hammill (20) til Blackpool
Craig Lindfield (20) til Bournemouth




Þrátt fyrir að hafa eytt mestum pening af stóru liðunum fjórum hedlur Benitez því fram að hann getur ekki unnið deildina á meðan Chelsea, Man Utd og Arsenal eyða svona pening. Ef ég væri Liverpool maður þá væri ég svekktur að heyra svona hluti strax í byrjun tímabils. Ef þetta er einhver sálfræðitaktík að þá er hún ekki nógu vel orðuð.
Það sem Liverpool hefur gert er að styrkja vinstri hliðina hjá sér og bæta við styrkleika fram á við. Við söluna á Crouch eru möguleikarnir fram á við hinsvegar færri og því spurning sem aðeins Keane getur svarað hvort að þetta hafi verið sniðug viðskipti.
Hins vegar finnst mér öll hin kaupin ekki neitt meira nema backup og ungir leikmenn. Degen og Dossena eru ekki í sama klassa og Evra, Cole og Clichy. Bridge og Silvestre finnst mér betri kostur frekar og líka Aurelio.
Spurning hvort að Riera sé e-ð betri en Babel. Það eru nú aðeins tvö ár síðan hann var í láni hjá Man City.
Síðan Benitez hefur komið hefur hann fengið til sín fjöldan allan af unglingum og er varaliðið og U-18 liðið ekki mikið skipað Englendingum. Flestir þeirra eru ennþá ósjáanlegir í hóp Liverpool nema kannski í 1-2 leik í Carling Cup. N’Gog, Plessis og El Zhar eru nú samt að fá fín tækifæri og bíð ég með að dæma þá e-ð. Það þarf meira en eitt tímabil í svona dómgæslu því menn muna alveg hvað varð t.d. um Mellor eð Le Tallec. Mellor setti glæsilegt sigurmark gegn Arsenal fyrir nokkrum árum en núna er hann í Preston.
Þrátt fyrir kaupin hjá Benitez hefur breiddin ekkert aukist. Tveir bakverðir fóru, tveir komu, framherji fór og annar kom, vinstri kantur fór og annar í staðinn og sömu sögu er að segja um varamarkvörð.
Liverpoll liðið var ekki líklegt í deildinni þegar línurnar fóru að skýrast í fyrra og held ég að sama verði á planinu í ár. Í Meistaradeildinni eru þeir hinsvegar óútreiknanlegir og aldrei er hægt að spá fyrir um bikarkeppnirnar tvær á Englandi. Þar virðist hugarfarið og heppnin ráða fram yfir leikmannahóp.




Manchester United

Kaup
Dimitar Berbatov (27) frá Tottenham. Kaupverð 30,75m

Samtals: 1 leikmaður á 30,75m

Sölur
Gerard Piqué (21) til Barcelona. Söluverð 7m
Louis Saha (30) til Everton. Söluverð óuppgefið
Mikaël Silvestre (31) til Arsenal. Söluverð óuppgefið
Chris Eagles (22) til Burnley. Söluverð óuppgefið
Kieran Lee (20) til Oldam. Fór á frjálsri sölu

Samtals: 5 leikmenn á 7m + X

Lán inn/út
Danny Simpson (21) til Blackburn
Frazier Campbell (20) til Tottenham
Febian Brandy (19) til Swansea City
Craig Cathcart (19) til Plymouth Argyle
Michael Barnes (20) til Shrewsbury Town
Lee Martin (21) til Nottingham Forest




Sjálfur hefði ég viljað sjá fleiri leikmenn koma, þá helst á miðjunni. Tvíburarnir Fabio og Rafael og landi þeirra Possebon ásam Angólanum Manucho komu allir í janúar og mega spila núna þannig að tæknilega séð eru þeir nýir. Fyrstu 3 eru hinsvegar mjög ungir og Manucho alveg óreyndur þó ég sé mjög ánægður með Brassana og taktarnir hjá Manucho í Afríkukeppninni lofa vel.
Berbatov eru klárlega góð kaup. Þetta vantaði í liðið og nema hann taki Luca Toni á EM á þetta að þá verður United enn sterkara en í fyrra.
Sölurnar hjá Ferguson er ég mjög sáttur með. Svekk að sjá Pique fara en þeir koma þó 7m í plús út á hann.
Saha varð að fara, Silvestre var á seinasta snúning hvað varðar að fá einhvern pening fyrir hann og Eagles átti enga framtíð fyrir sér lengur. Hreinlega betri leikmenn sem stóðu fyrir honum og nokkrar milljónir fyrir hann ekki slæmt.
Samt er ég pínu skeptískur á liðið. Í fyrra slapp Man Utd vel frá meiðslum að undanskildu fram á við og á smá tímabili í vörninni en miðjan hélt vel. Núna er hún hinsvegar í molum. Í leiknum gegn Portsmoth var enginn kantmaður til staðar. Það má því ekki við miklum meiðslum til lengdar eins og er að gerast einmitt núna. Hópurinn sjálfur er hinsvegar gríðarlega sterkur enda nánast sá sami og tók stóru tvennuna í fyrra. Ekkert lið hefur unnið núverandi Meistaradeild tvö ár í röð og spái ég því að Man Utd eigi ekki eftir að verða fyrstir til þess. Líklegir? Jájá, en ég held að þeir geri það ekki.
Þeir hafa hinsvegar alla burði til að taka deildina aftur og eru líklegustu kandídatarnir með tærnar rétt fyrir framan Chelsea.



Möguleg kaup eru framundan hjá þessum liðum í janúar og tímabilið verður án efa eins spennandi ef ekki meir en í fyrra.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”