Meistaradeildardrátturinn og leikmaður ársins í Evrópu A-Riðill

Chelsea (Eng)
Roma (Íta)
Bordeaux (Fra)
CFR Clujnapoca (Rúm)


B-Riðill

Inter (ÍTA)
Werder Bremen (Þýs)
Panathinaikos (Gri)
Anorthosis Famagusta (Kýp)


C-Riðill

Barcelona (Spá)
Sporting (Por)
Basel (Svi)
Shakhtar (Úkr)


D-Riðill

Liverpool (Eng)
PSV (Hol)
Marseille (Fra)
Atl. Madrid (Spá)


E-Riðill

Man Utd (Eng)
Villarreal (Spá)
Celtic (Sko)
AaB (Dan)


F-Riðill

Lyon (Fra)
Bayern Munchen (Þýs)
Steaua (Rúm)
Fiorentina (Íta)


G-Riðill

Arsenal (Eng)
Porto (Por)
Fenerbache (Tyr)
Dynamo Kiev (Úkr)


H-Riðill)

Real Madrid (Spá)
Juventus (Íta)
Zenit (Rús)
BATE (Hví-Rús)



Ef maður talar fyrst um ensku liðin að þá sluppu Arsenal vel. Liverpool fékk lið sem öll eru upp og niður í spilamennsku þannig að það er ekkert öruggt í þeim riðli þó að Liverpool séu mun sterkari í heildina og reynslulega séð.
Chelsea lenti í riðli sem þeir ættu að taka. Roma hafa ekki reynst enskum liðum erfið og Bordeaux og Crulj ættu ekki að vera með of mikla mótspyrnu.
Man Utd lenti í týpískum Meistaradeildarriðli. Villarreal voru mjög öflugir í fyrra og spurning hvernig þeim mun ganga. Celtic hafa verið mjög öflugir, sérstaklega heima fyrir. AaB eru þarna til að skemmta sér og maður fer ekkert að tippa á þá til sigurs í neinum leik.

Heilt yfir að þá finnst mér F-Riðill sterkastur og þar á eftir koma H og D. Barcelona lenti í djók riðli og eiga að vera búnir að tryggja sér áfram eftir fyrstu fjóra leikina. Arsenal riðillinn, eða G-riðill, fylgir þar á eftir í veikleika.


Svo að knattspyrna manni ársins í Evrópu.

Knattspyrnumaður ársins var að sjálfsögðu Cristiano Ronaldo en hann fékk lék viðurkenningu fyrir sóknarmaður ársins.
Frank Lampard var miðjumaður ársins, John Terry varnarmaður ársins og Petr Cech markvörður ársins. Þeir þrír allir leikmenn Chelsea.


Þessi Meistaradeild á eftir að vera eins skemmtileg og í fyrra og hef ég trú á að mínur menn í Manchester taki hana aftur þó að keppnin sé enn harðari í ár með tilkomu Bayern.

Skemmtilegt er að sjá að tvö lið frá Rúmenía og Úkraníu séu með ásamt dönsku liði og mestu undirhundunum frá Kýpur.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”