Rómantíska tímabilið

Rómantíska tímabilið (1810-1900) einkenndist mikið af fortíðarþrá. Var þá leitað mikið aftur til miðalda en sérstaklega í gömul þjóðlög. Má þar nefna til dæmis Brahms sem ferðaðist víða og safnaði þjóðlögum sem hann útsetti.

Hápunktur Klassíska tímabilsins var Mozart, og við honum tók Beethoven sem leiddi heimin inn í Rómantíkina. Hápunktur Rómantíska tímabilsins er svo hægt að marka með annars vegar óperunum á Ítalíu, með Verdi og Rossini í aðalhlutverki og ljóðasöngnum í Þýskalandi með Brahms, Hugo Wolf, Schubert og Shumenn í broddi fylkingar.

Rómantíkin leiddi saman listina svo óhætt er að segja að bókmenntir, tónlist og myndlist hafi haldist í hendur. Túlkun hvers og eins á tilfinningum, ást, hatri, sorg og gleði, allt sem misfórst í lífinu og valhopp á enginu með sól í hjarta og bros á vör.

Helstu breytingar frá Klassíkinni yfir í Rómantíkina var frelsið sem flytjendur fengu, það var ekki eins mikil áhersla lögð á formið á síðarnefnda tímabilinu heldur, eins og áður hefur verið sagt, tilfinning hvers og eins. Flutningur og túlkun fór að skipta meira máli en einungis flúr og háir tónar.
Einnig má nefna styrkleikabreytingarnar og taktbreytingarnar, þær merkingar hættu að vera jafnáberandi og þær höfðu verið.

Einnig skipti textinn orðið miklu máli, miklu meira máli en hann hafði gert á til dæmis klassíska tímabilinu.

Hayne var mikilsmetið ljóðskáld á Rómantíska tímabilinu og var vinsælt að semja lög við ljóð Hayne. Má einnig í þessu samhengi nefna rithöfundinn William Shakespeare, en til eru lög við ljóð hans.


Kveðja kvkhamlet