Barokk
Orðið “baroque” er líklega dregið af Portúgalska orðinu barocco eða mislaga perla og getur einnig merkt eitthvað óreglulegt. Líklegt er að notkun orðsins í tónlist hafi komið inn vegna skilgreiningar þess á skrautstíl í ítalskri myndlist sem á sautjándu öld var allsráðandi. En greina má einnig áhrifa þessa skrautstíls í tónlistinni, því barokk tímabilið, sem er miðað við frá árinu 1600 til 1730, er þekkt fyrir mikið flúr og skraut. Það var hæfni listamannsins sem skipti máli og til að mæta þeirri þróun fóru tónsmiðir að setja “fermötu” eða dráttarboga reglulega yfir nóturnar og var það val flytjanda eða stjórnanda hvernig skraut kæmi.
Allt var þetta spurning um tilfinningu flytjanda á verkinu og stíl hans. Líkt og á rómantíska tímbilinu var mikið um dramatík og smám saman fór verkið sjálft að skipta minna máli en skrautið og tilfinningin skipti aðalmáli. Textinn spilaði gífurlega stórt hlutverk og oft var sama setning endurtekin aftur og aftur, einungis með litbrigðablæ í röddinni og hvernig hver setning var túlkuð.
Þó nokkur munur var á milli landa. Ítalir voru róttækari í tjáningunni og var það Monteverdi sem kom með þessa tilfinningatjáningu inn í óperurnar. Frakkar, Englendingar og Þjóðverjar voru ekki eins róttækir og mátti þar frekar gæta áhrifa klassíkarinnar sem síðar kom, en barokk er fyrirrennari klassíska tímabilsins. Helstu tónlistarmenn Englendinga og Þjóðverja voru Händel og Bach en var Lully fremstur í flokki í Frakklandi.
Var þetta tími mikilla umbrota í þjóðfélaginu. Frelsisandi endurreisnarinnar sveif yfir vötnum og voru menn ekki alls kostar sáttir við afstöðu kirkjunnar. Kirkjunnar menn voru áhyggjufullir, og snerust til varnaðar af mikilli hörku og má segja að barokk tíminn hafi hafist með aftöku Gioranos Brunos. Bruno hélt því fram að heimssýn kirkjunnar væri röng og var því brenndur á báli árið 1600.
Þessi heimssýn kirkjunnar stangaðist á við það sem vísindamenn komust að, til dæmis það að sólin snerist í kringum jörðina og að hún væri flöt. Uppreisn þessa tímabils snerist um það að losna undan því andlega helsi sem kirkjan hafði á mönnum og má greina þessa spennu í barokk tónlist