Æviágrip

Johannes Brahms fæddist í Hamborg árið 1833.
Móðir hans var sautján árum eldri en faðir hans, en þegar hún dó 1865 giftist hann stúlku sem var átján árum yngri en hann.

Brahms stundaði nám í píanóleik frá því hann var sex ára gamall. Faðir hans, sem var kontrabassaleikari kenndi honum fyrst, síðan lærði hann hjá Otto Cossel og Eduard Marxsen sem einnig kenndi honum tónsmíðar og veitti honum allsherjar tónlistarþjálfun.
Á unglingsárum sínum hóf Brahms að semja tónverk og kom hann reglulega fram til að afla sér fjár á kostnað sakleysis síns á sjómannakrám.

Þegar Brahms var einungis tveggja ára gamall ritaði Robert Schumann “Gyðjur og hetjur stóðu vörð yfir vöggu hans og veröldin mun minnast snilli hans.” Má kalla Robert Schumann velgjörðarmann Brahms, Robert og kona hans Clara Schumann tóku Brahms eiginlega upp á arma sína þegar hann var rétt tvítugur og var hann meira en minna á heimili þeirra um tíma. Skömmu síðar rauf Schumann tíu ára þögn sína í fræga tónlistartímaritinu sínu, Die Neue Zeitscrift für Musik sem hann stofnaði árið 1834, og sagði að Brahms væri “örninn sem þyrfti að fá að fljúga”. Og með “erninum” var hann að miða við sjálfan Beethove. Eftir sjálfsvígstilraun Schumanns árið 1854, flutti Brahms inn til Clöru. Schumann var vistaður á hæli, og stóð Brahms ætíð eins og klettur við hlið Clöru og heimsótti Schumann fyrir hennar hönd, ekki lítil byrgði á rétt tvítugum manni. Schumann dó árið 1856, eftir að hafa verið þunglyndur í 23 ár. Þó svo Brahms væri ástfanginn af Clöru giftust þau ekki, en voru vinir alla ævi.
Næstu ár dvaldi Brahms oft hjá Joseph Joachim, fiðlusnillingi, sem hann var kynntur fyrir í Hannover árið 1853, en hann átti eftir að vera mikill áhrifavaldur í lífi hans. En Clara átti ætíð sérstakan stað í hjarta hans og ferðuðust þau mikið saman. Hann átti í fjölda ástarævintýra en kvæntist þó aldrei. Eitt sinn komst hann nálægt því að giftast ungri söngkonu, að nafni Agatha Von Siebold sem hann kynntist árið 1858. Hann vildi svo fresta giftingunni þar til hann fengi fasta stöðu.
Árið 1869, ári eftir glæstann frumflutning á frægu kórverki hans í Bremen, Ein Deutsches Requiem, flutti Brahms til Vínarborgar og settist að þar að það sem eftir var ævinnar.

Brahms vann sem kórstjóri í Hamborg og Vín en hann var þó talinn betri píanisti en stjórnandi. Samt sem áður gegndi hann mörgum hljómsveitarstöðum á 7. og 8. áratugnum. Frá 1880 heimsótti Brahms margsinnis hressingarhæli Bad Ischl, en hann var orðinn heldur heilsutæpur.

Clara Schumann lést árið 1896. Lagði Brahms á sig 40 klukkustunda ferð til að geta verið við útför hennar, en það varð til þess að heilsa hans, hrakaði svo um munaði. Ári síðar lést Brahms, en hann var með lifrarkrabbamein.



Tónlistarsagan

Brahms var upp á Rómantískatímabilinu eins og áður hefur verið sagt, en lög hans einkennast mjög af þeim tíðaranda sem þá var, í samblandi við klassísk áhrif, hann þróaði Klassíkina með rómantískum áhrifum.
Stíll Brahms þróaðist snemma og breyttist hann lítið. Hann var með ólíkindum nostursamur og leyfði ekki að verk hans væru birt nema hann væri fullkomnlega ánægður með það.
Árið 1854 hóf hann að semja sínu fyrstu sinfóníu, eftir fimm ár kom sinfónían út í endurrituðu formi sem 1. píanókonsertinn, en árið 1876 lauk hann loks við verkið og gaf út 1. sinfóníuna sína eftir fjórtán ára vinnslu. Sú sinfónía var fljótt uppnefnd „tíunda Beethovens“ en margar neikvæðar raddir sögðu að Brahms væri í raun aðeins að herma eftir Beethoven.
Á þessum tímapunkti hafði Brahms ná fullkomnum tökum á tónsmíðum hljómsveitarverka og á næstu níu árum kom fiðlu konsert og 2. píanókonsert til viðbótar við þrjár sinfóníur sem var hver annarri betri. Síðasta hljómsveitarverk Brahms var Konsert fyrir fiðlu og selló frá 1887, en hann var saminn fyrir Joseph Joachim og átti að marka sættir við hann eftir ósætti þeirra á milli til sjö ára, en ósættið stafaði af því að Brahms hafði tekið málstað Amelie, konu Joachims þegar þau skildu.
Brahms samdi aðallega hljóðfæratónlist og dansa og má þar nefna Ástarvalsinn og þjóðadans Ungverja.


Tónlistarsnillingurinn Brahms.

Til er lítil saga af því þegar Brahms var að leika fiðlusónötu með fiðluleikara sem hafði alveg pottþétt tóneyra. Þeir voru að spila í sal þar sem píanóið hafði fallið um hálftón, Brahms var ekkert að víla því neitt fyrir sér heldur spilaði hann bara hálftóni ofar beint af blaði.

Til er líka saga af því þegar Brahms samdi vögguvísuna Wiegenlied. Hann hafði verið að stjórna kór og í kórnum var kona sem Brahms var mjög hrifinn af. Þegar konan eignaðist barn samdi hann til hennar vögguljóðið við lag sem kórinn hafði verið að æfa. Þess vegna er lagið sem er spilað undir vögguljóðinu svo frábrugðin laglínuni eins og raun ber vitni.


Kveðja Kvkhamlet :)