Jæja, þetta er saga sem ég skrifaði bara úr leiðindum eiginlega. Ekkert spes, en klukkan var margt og ég var þreyttur (afsakanir for the win!). Njótið vel fólk og gleðileg jól.


Eitt sinn í skógi nokkrum var lítið grenitré, þetta tré hét Hreggviður. Hreggviður stóð allan liðlangan daginn á sama stað í skóginum af því að hann gat ekki fært sig, af því að Hreggviður var tré. Hreggviður hafði gaman af því að heyra fuglana syngja í skóginum og óskaði þess heitast að geta sungið með þeim, en Hreggviður gat það ekki, Hreggviður var tré. Stundum klifruðu örlitlir og sætir íkornar uppá Hreggvið og borðuðu hneturnar sínar og þeir voru svo litlir og saklausir að Hreggviður vildi bara grípa þá og faðma þá þétt að sér, en það gat Hreggviður ekki, hann var tré. Einn daginn þegar Hreggviður var bara að slaka á í skóginum sínum (hann gat lítið annað gert … hann var tré) heyrði hann einhvern skarkala rétt hjá sér. Hreggviður ætlaði að skimast í kringum sig og sjá hvað olli þessum skarkala, en þá mundi hann að hann var tré og gat ekki skimað í kringum sig. Allt í einu heyrði hreggviður skrítið hljóð fyrir neðan sig, og aftur og svo aftur.
“Hvað ætli þetta hljóð sé?” hugsaði Hreggviður með sér.
Síðan honum til mikillar undrunar féll hann til jarðarinnar.
“Ái” hugsaði Hreggviður. “Hvað er eiginlega í gangi hérna?”.
Maðurinn sem hafði höggvið Hreggvið niður lagði frá sér öxina og dró Hreggvið í átt að pallbílnum sínum. Hann setti tréð á pallinn og ók burt í átt að borginni. Hreggvið langaði að hrópa á hjálp, æpa að honum hefði verið rænt. En það gat Hreggviður ekki, hann var bara tré. Eftir hálftíma eða svo stoppaði bíllinn fyrir framan hús eitt og Hreggviður var tekinn upp og borinn inn í húsið, Hreggviður var afskaplega hræddur, hvað ætli yrði gert við hann? Honum langaði bara að komast aftur í skóginn sinn þar sem allt var rólegt og gott, en auðvitað gat Hreggviður ekkert gert. Hann var tré. Maðurinn bar Hreggvið inn í stofuna hjá sér og stillti honum vandlega upp á gólfinu. Síðan leit hann á Hreggvið og brosti ánægður og fór síðan burt og kom aftur eftir nokkar mínútur með kassa í hendinni. Hreggviður velti því fyrir sér hvað væri í kassanum. Maðurinn kallaði eitthvað sem Hreggviður skildi ekki og brátt gengu kona og tvö börn, stelpa og strákur, inn í herbergið. Maðurinn tók lokið af kassanum sem hann hafði borið inn og Hreggviður sá að það voru alls konar gerðir af kúlum ofan í honum.
“Hvað er hér eiginlega í gangi?” hugsaði hann með sjálfum sér.
Allir hópuðust í kringum kassann og tóku kúlur og byrjuðu að hengja þær á Hreggvið sem hafði enga hugmynd um hvað væri að ske.
Þegar allar kúlurnar voru búnar úr kassanum tók konan upp skringilegan langan silfurborða og vafði utan um Hreggvið. Síðan tók maðurinn upp litla skínandi stjörnu og setti hana á toppinn á Hreggviði. Svo fóru þau öll og Hreggviður var einn eftir í þessari nýju múnderingu sinni.
“Þetta er nú aldeilis skrítið, ég skil ekki upp né niður í þessu.” Hugsaði Hreggviður. “En rosalega lít ég nú vel út maður!”
Hreggviður slakaði á og beið á stofugólfinu hjá þessu skrítna fólki og hugsaði með sér hvað þetta væri með eindæmum skrítið.
Þegar það tók að kvölda fór fólkið allt í fín föt og það var lagt á borðið diskar og hnífapör og dýrindis matur. Hreggviður hefði gjarnan viljað fá að smakka, en auðvitað gat Hreggviður ekki borðað neitt af því að Hreggviður var tré. Síðan voru settir pakkar undir Hreggvið og nokkrir gestir létu sjá sig og seinna um kvöldið settust allir til borðs og átu matinn og drukku og skemmtu sér, Hreggviður skemmti sér líka þó að hann væri tré. Þegar fólkið var búið að borða opnaði það pakkana og dansaði í kringum Hreggvið og söng og þeim fannst gaman, Hreggviði fannst líka gaman þó að hann væri tré. Allt gamanið hélt áfram langt fram á kvöld þar til allir voru orðnir þreyttir, gestirnir fóru að tínast burt og hitt fólkið fór að sofa. Hreggviður hefði svo sem líka viljað fara að sofa, en hann gat það því miður ekki af því að hann var tré. En honum var alveg sama, þetta hafði verið æðislegur dagur og hann var ánægður með að vera tré.
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?