Þegar jólin biluðu - Jólasagnasamkeppni
1. Hluti: Polkinton

“Komdu Saga mín, við erum að fara!”
“Bíddu pabbi, ég er alveg að koma…”
“Drífðu þig elskan.”

Þetta voru dæmigerð jól hjá McBecket fjölskyldunni. Mamma og pabbi voru tilbúin að fara löngu áður en athöfnin byrjaði, og Saga fékk ekki tíma til að klæða sig í sparifötin og hafa sig til. Róland litli fékk ekki að koma með í þetta sinn, þar sem að hann var aðeins eins árs, of ungur fyrir athöfnina.

Svona hafði þetta alltaf verið í bænum Polkinton á enda veraldar. Klukkuhátíðin var haldin á miðtorginu klukkan sex. Á miðtorginu var risastór bygging, og efst á henni var risastór og falleg klukka. Klukkan taldi niður dagana, klukkutímana og mínúturnar sem voru í jólin, og klukkan sex á jóladag sló hún, og trekkti sig aftur upp! Jólin komu ekki án klukkunnar.
Svona hafði þetta alltaf verið! Enginn vissi hvar og hvenar klukkan var byggð, ekki einu sinni hver byggði hana. Svona hafði þetta bara… verið!

McBeket fjölskyldan var mjög virðuleg fjölskylda. Ford McBeket og Marissa McBeket fengu vanalega að sitja á svölum í turninum þegar klukkan sló. Saga McBeket mátti ekki fara með þeim. Hún mátti aðeins vera niðri og horfa á þessa yndislegu klukku, og þurfti síðan að fara beint heim að skreyta jólatréð. Þegar foreldrar hennar voru svo komnir heim hófst hátíðin!

“Ég er til,” sagði Saga og renndi sér niður handriðið.
“Þú mátt ekki renna þér svona Saga mín,” sagði mamma hennar. “Það er hættulegt.”
Saga ranghvolfdi augunum og hljóp út á undan fjölskyldu sinni. Það snjóaði, og snjórinn lenti mjúklega á fallega, brúna hári Sögu, og bráðnaði þar. Bærinn leit yndislega út. Það var kolniðamyrkur og öll hús voru vel skreytt. Það glytti í stjörnurnar á himninum. Þessi veröld var einstök!

Saga sast uppí bílinn og beið eftir foreldrum sínum.
“Allir klárir?” spurði pabbi, og hinir kinkuðu kolli.

“10, 9, 8..”
Saga stóð á torginu og taldi niður með bæjarbúum.
“7, 6, 5…”
Þetta var yndisleg tilfinning. Allir sáu á klukkuna (enginn vissi af hverju, en meira að segja blindir gátu séð á klukkuna) og hlökkuðu til jólanna.
“4, 3, 2, 1…”
“Nú er komið að því,” hugsaði Saga. “Nú koma jólin!”
En jólin komu ekki…

Fólkið starði á klukkuna. Sekúnduvísirinn hreyfðist ekki. Klukkan var stopp. Tíminn var stopp. Allir störðu á klukkuna, sem hafði talið niður í jólin í meira en 1000 ár, en hún bærðist ekki.

“Uhhh… Góðir bæjarbúar,” byrjaði borgarstjórinn, en það var ekki til neins. Borgarstjórinn skildi ekki neitt í þessu heldur. Smám saman byrjaði fólkið að týnast burtu, en Saga stóð ennþá þarna og starði á klukkuna. Þetta var það versta sem hafði komið fyrir hana. Klukkan var biluð, jólin voru biluð!

Saga sat í sófa í litlu-setustofunni (en það voru þrjár stærðir af setustofum þar sem að McBeket fjölskyldan átti glæsilegt setur) og starði út í loftið.
Þrjár vikur… Þrjár vikur síðan jólin áttu að hafa komið. Tíminn hafði staðið í stað þennan tíma. Það var ennþá sama nóttin, og sama lognið, sama snjókoman, og sömu skreytingarnar. Bæjarbúar héldu víst ennþá í vonina. Þeir héldu að klukkan slægi að sjálfu sér þegar henni fannst vera komin tími til. Saga var ekki það auðtrúa.
Róland litli hafði vælt og vælt nánast allan þennan tíma. Hann hafði bara upplifað ein jól, og saknaði þeirra nú þegar!

Saga var ákveðin í að lesa sér til um þessa klukku, en hafði ekki fundið neitt. McBeket fjölskyldan átti risastórt bókasafn, og Saga hafði lesið meira en helminginn af bókunum í leit sinni að bók um klukkuna. Ekki einn stafur.

Saga gekk þungum skrefum inná bókasafn.
“Hér byrjar það aftur…” muldraði hún og reif bók niður úr einni hillunni. Saga las og las í um 7 klukkutíma. Hún varð orðin rauðeygð, pirruð, og þreytt.
“Ekki neitt, ekki neitt, ekki neitt, EKKI NEITT”!
Saga þrusaði bókinni sem hún hélt á í gólfið, og sparkaði síðan fast í eina bókahilluna. Hún gekk út og lokaði dyrunum.
BÚMM!

“Ónei,” hugsaði Saga. Hún hefði líklega sparkað of fast. Allt hefði hrunið! Saga opnaði dyrnar hægt og rólega og fór inn. Þar var alls ekki neitt. Allar bækurnar voru horfnar :O
“Hvernig má þetta vera,” hugsaði hún. Þá tók hún eftir litlum samanbrotnum miða sem lá út í einu horninu. Hún slétti úr honum og las:

Klukkan stopp og engin jól,
Bara myrkur, engin sól!
Enga vísbendingu finnur,
nema þessa, ef þú vinnur!
Leysir þessa ljótu þraut,
allar áhyggjur á braut.”


“Og, hver var svo vísbendingin,” hugsaði Saga. Síðan steinsofnaði hún út á miðju gólfi.

Hana dreymdi að hún væri á Norðurpólnum. Hún var alein úti í snjóstormi og var að frjósa úr kulda. Allt í einu lægði bylurinn. Beint fyrir framan hana var hlið. Hliðið var opið upp á gátt, og á skilti við hliðina á því stóð: “Jólasveinninn”.
Sara gekk inn og sá beina götu. Við báðar hliðar götunnar var röð af litlum húsum. Við enda götunnar var stórt hús sem að merkt var: “Verkstæði Jólasveinsins”.
Allt í einu byrjuðu húsin að brenna. Þau brunnu upp á örfáum mínútum og urðu að engu. Snjóbylurinn kom aftur og Saga hjúfraði sig niður á jörðinni. Henni fannst vindurinn hvísla að sér:

“Engin klukka,
engin jól,
engin jólasveinn.”


Saga vaknaði á ísköldu bókasafnsgólfinu með blaðið í hendinni. Hún slétti það út, og henni til mikillar furðu hafði það breyst. Á því stóð:

“Ég bíð eftir þér…”

Saga brosti…


2. Hluti: Norðurpóllinn

Og þangað var hún einmitt komin. Jólasveinninn hafði gert þessa klukku. Jólasveinninn hafði gert hana til að hún gæti hringt inn fæðingu Krists á nákvæmlega réttum tíma. Jólasveinninn einn vissi hvað var að henni.

Saga stóð fyrir utan stóra hliðið sem hún hafði séð í draumi sínum. Hún hafði strokið að heiman og tekið lest til Cottonwood City þar sem að hægt var að fljúga til Norðurpólsins. Hún hafði tekið nóg af peningum með sér, og leigt sér hundasleða til að komast að bænum.

Saga opnaði hliðið og gekk inn í bæinn. Það var ekki eitt einasta ljós kveikt þarna. Jólaseríurnar voru bara þarna, ekki í sambandi. Að öðru leiti var þetta alveg eins og Saga hafði dreymt.
Hún labbaði eftir götunni og að stóra húsinu. Dyrnar lukust upp áður en hún snerti þær. Hún ætlaði að ganga inn, en þá var gripið í öxlina á henni.

“Þetta myndi ég ekki gera ef að ég væri þú,” var sagt.
Saga sneri sér við, og sá þar Jólasveininn sjálfan í fullum klæðum!
“Hví ekki, herra Sveinki?” spurði Saga.
“Þegar jólin biluðu réðust svartálfar á bæinn og ráku alla álfana burt. Það er ekki gáfulegt að abbast upp á þá!”
“Hvað meinarðu eiginlega? Eru jólin virkilega biluð?”
“Uss stelpa, komdu með mér!”

Jólasveinninn fór með Sögu á sleðann sinn og flaug af stað. Þetta var frábær tilfinning. Saga hafði aldrei trúað að hreindýr gætu flogið, hún hafði ekki einu sinni trúað á Jóla gamla!

“Jæja, segðu mér allt!” sagði Saga.
“Ég smíðaði klukkuna,” svaraði Jóli.
“Ég gerði hana til þess að allir gætu minnst Jesú Krists á réttum tíma. Þegar klukkan hringir dreifir hún svokölluðum “Jólaanda” um heiminn. Þeir sem trúa á Krist fá fullt af þessum Jólaanda, og halda upp á fæðingu Krists. Klukkuhátíðin er hins vegar aðeins haldin í bænum þínum!”
“Vááá,” sagði Saga.
“Ekkert “vááá” við það. Það er einmitt þessari asnalegu Klukkuhátíð að þakka að klukkan sjálf er biluð!
“Hvernig má það vera?” spurði Saga.
“Sko, sjáðu til, Klukkuhátíðin fór að verða svo stór og mikilvæg að hún skyggði alveg á jólin sjálf! Veistu af hverju börnin eru látin fara heim og taka til fyrir jólin eftir að klukkan hringir? Svo að fullorðna fólkið geti skemmt sér og drukkið kampavín. Svo koma þau aftur heim og taka þátt í jólagleðinni, en þegar börnin eru sofnuð fara þau auðvitað aftur niður á torg og skemmta sér!”

“En hvernig getur þetta verið?” spurði Saga!
“Meira að segja fullorðna fólkið varð leitt þegar klukkan stoppaði!”
“Það er vegna þess að Klukkuhátíðin var ekki heldur byrjuð.” svaraði Sveinki.
“En nú hafa allir lært sína lexíu, getur þú ekki látið klukkuna ganga aftur?”
“Það er ekki undir mér komið. Kristur ræður yfir klukkunni!”

Allt í einu tók Jólasveinninn utan um Sögu og henti henni út af sleðanum. Saga öskraði, en staðnæmdist svo um það bil einum sentímetra frá jörðu. Hún var komin aftur heim!

“Hvar hefur þú verið elskan?” spurði mamma Sögu þegar hún strunsaði inn.
“Það skiptir ekki máli! Er pabbi heima?”
“Já, hann er uppi…”

Saga þaut upp stigann og fann þar pabba sinn sitjandi í sjónvarpsherberginu.

“Pabbi, þar sem að þú ert svo hátt settur hér í bæ, getur þú ekki komið því til skila að allir bæjarbúar eiga að hittast niður á torgi á morgun klukkan sex (að úratíma auðvitað).”
“Það get ég sjálfsagt, en til hvers elskan mín?”
“Það er nokkuð stórmerkilegt að fara að gerast.”

Daginn eftir voru allir bæjarbúar samankomnir á torginu. Pabbi Sögu var greinilega búinn að vinna sitt verk vel.
Saga lauk upp dyrunum að turninum og þaut upp stigann. Á fyrstu hæðinni var vörður.

“Börn mega ekki koma hingað upp, út með þig,” hreytti vörðurinn út úr sér.
“Núnú, börnum finnst líka gaman að drekka sig full og skemmta sér fram á nótt,” hreytti Saga þá út úr sér, og hélt áfram upp stigann.
Þegar Saga var kominn upp á topp turnsins stillti hún sér upp við hliðina á klukkunni og öskraði:

“Vitið þið hvað þið hafið gert? Á meðan þið skemmtuð ykkur og tilbáðuð klukkuna sjálfa hættuð þið að trúa á Jesú Krist og jólin! Skammist ykkar!”

Smám saman hætti kliðurinn. Fullorðna fólkið (og börnin) starði bara á Sögu eins og hún væri eitthvað sem þau hefðu aldrei séð áður. “Hvað veist þú um það?” kallaði einhver maður niður af torginu.
“Ég veit og ég hef séð. Á meðan börnin ykkar vinna hörðum höndum við að elda jólamat og skreyta, drekkið þið ykkur full og dansið, tilbiðjið klukkuna og gleymið jólunum alveg. Þetta er svívirðilegt!”

Fullorðna fólkið byrjaði að skvaldra svolítið, en þá öskraði Saga: “Ef að þið viljið nokkurn tímann sjá sólarljósið aftur, ef þið viljið nokkurn tímann halda jólin aftur, ef þið viljið nokkurn tímann halda þessa… heimsku klukkuhátíð ykkar aftur, þarfnist þið fyrirgefningar!”

Fólkið vissi greinilega ekkert hvað hún var að tala um, og Saga sá það. Þá byrjaði hún…
“Faðir vor, þú sem ert á himnum…”
Hún fór með Faðir vorið aftur og aftur og fullorðna fólkið starði bara á hana. Smám saman fór fólkið að taka undir, og loks voru allir farnir að hafa Faðir vorið aftur og aftur. Klukkan hreyfðist örlítið en stoppaði síðan aftur. Þá byrjaði Saga að syngja. Hún söng Heims um ból eins fallega og hún gat, og allir tóku undir með henni. Jafnvel Róland litli kyrjaði með þeim, þó svo að enginn skyldi hvað hann var að segja.

Saga renndi sér léttilega niður eftir einni af súlunum sem héldu turninum uppi.
BONG… BONG… Jólin voru loksins komin…


Þessi saga á að taka þátt í jólasagnasamkeppninni! -DrHaha