6. nóvember 2008 - 22:47

Hjálparsveit | Litlanefndin

Ferð Ungliða- og Litlunefndar
Hér með auglýsa Ungliða- og Litlanefndirnar, í samstarfi við Hjálparsveit, ferð sem nefndirnar fara helgina 14. - 16. nóvember n.k. Allir eru velkomnir með, hvort sem um er að ræða félagsmenn eða aðra.




Ferðatilhögun




Hópurinn hittist allur á Select við Vesturlandsveg föstudagskvöldið 14. nóvember kl. 18:00. Lagt verður af stað kl. 19:00 stundvíslega. Farið verður í Hólaskóg ofan Þjórsárdals og gist þar. Eldhús verður opið þar um kvöldið en annars enginn sameiginlegur matur. Gert er ráð fyrir að menn taki daginn snemma á laugardeginum og verður því ró komin á húsið í síðasta lagi um miðnætti.




Á laugardeginum skiptist hópurinn í tvennt




1. Ungliðarnir og aðrir sem vilja fylgja þeim halda í skála ferðaklúbbsins, Setrið og gista þar um nóttina. Þessa leið fara einungis meira breyttir bílar, það er að segja bílar að lágmarki 35'' breyttir og undir 2 tonnum (þ.e.a.s bílar á 35'' verða að vera undir 2 tonnum), allt þar fyrir ofan er í lagi.

Þegar komið er í Setrið koma menn sér fyrir og kveikt verður upp í grillinu. Hver og einn kemur með sinn mat.




Á sunnudeginum 16. nóvember er ræs kl. 9:00 hjá Ungliðum í Setrinu. Menn taka sig til og allir taka þátt í að ganga frá og þrífa skálann. Heimleið verður valin eftir veðri, færð og aðstæðum.




2. Á laugardeginum mun Litlanefndin finna skemmtilegar leiðir í nágrenni Hólaskógar, en mjög fjölbreytt úrval leiða er á þeim slóðum. Leiðaval verður eftir aðstæðum og ákvörðun fararstjóra. Litlunefndarhópurinn heldur til Reykjavíkur að kvöldi laugardagsins.




Athugið að Litlunefndarhópurinn er fyrir lítið breytta og óbreytta jeppa, en allir eru velkomnir með.




Námskeið

Hjálparsveit ferðaklúbbsins verður með námskeið í tengslum við þessa ferð. Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði í jeppamennsku á fjöllum að vetri. Farið verður yfir ýmsan útbúnað, fjarskipti, spottanotkun, staðsetningartækni, töppun dekkja og fleiri praktísk atriði. Allir sem ætla að taka þátt í ferðinni eru hvattir til að mæta.




Námskeiðið verður haldið í húsnæði klúbbsins að Eirhöfða 11, miðvikudagskvöldið 12. nóvember n.k. kl. 20:00 og kostar ekkert.




Verð og skráning

Þeir sem taka þátt í Litlunefndarferðinni (1 nótt), kr. 2.000 pr. þátttakanda.

Þeir sem taka þátt í Ungliðaferðinni í Setrið (2 nætur), kr. 3.700 pr. þátttakanda.




Til að skráning í ferðina teljist hafa átt sér stað verður að uppfylla 2 skilyrði:




1. Greiða þátttökugjaldið á reikning 0132-05-061900, Kt. 701089-1549 og senda staðfestingu á greiðslu úr netbankanum á litlanefndin@f4x4.is merkt bílnúmeri.

2. Senda tölvupóst á póstfang: litlanefndin@f4x4.is með eftirfarandi upplýsingum:

Nafn bílstjóra

Tölvupóstfang

Bíltegund

Bílnúmer

Dekkjastærð

Fjarskiptabúnaður

Staðsetningartæki Já eða nei

Félagsmaður í klúbbnum Já eða nei

Hversu margir í bíl með bílstjóranum

Í hvora ferðina Ungliða (2 nætur) eða Litlu (1 nótt)

Reynsla af vetrarferðum.




Skráningu lýkur fimmtudaginn 13. nóvember.




Úr ferðareglum klúbbsins

Athugið að hvorki fararstjórar né Ferðaklúbburinn 4x4 bera ábyrgð á þátttakendum eða eignum þeirra, þ.m.t. bifreiðum.




Bent skal á að í Umferðarlögunum nr. 50/1987, 88. gr. Stendur m.a. ‘Ábyrgðarmaður dráttartækis er skaðabótaskyldur ef tjón hlýst af þegar skráningarskylt vélknúið

ökutæki dregur annað ökutæki.’ Af þessum sökum getur bílstjóri neitað að draga annan bíl sem situr fastur í ferð. Reglan í ferðum okkar er þó þannig að þeim aðilum sem lenda í vandræðum er hjálpað. Þetta gildir hvort sem um minniháttar festu er að ræða, eða meiriháttar bilun. Þá er það heiðursmannasamkomulag að hver ber ábyrgð á tjóni á sínu ökutæki, en krefur ferðafélagana ekki um bætur vegna þess.




Í Ferðaklúbbnum 4x4 ökum við ekki utanvega svo tjón verði á landi.