Mér finnst hreint með ólíkindum að þetta mikilvæga áhugamál hafi farið framhjá mér allan þennan tíma. Maður var kannski hættur að vona að einhver fleiri áhugamál kæmu til sögunnar. En svo er ekki.

Ég er einn af þeim sem fekk djassveiruna með því að hlusta á Miles Davis (eða Mel Davíðs einsog ég kalla hann á tyllidögum), hann var ekki lengi að smita mig sá.

En, að tilgangi greinarinnar, mig langar nefnilega að gá hvort fólk vilji ekki frekar nefna áhugamálið Djass frekar en Jazz. Ég veit að þetta er öfgafull smámunasemi í mér, en mér finnst það fallegra - þó það verði nú seint talið fallegt. Hvað finnst ykkur?

Ég veit að þetta er stutt og metnaðarlítil grein, en sjáið aumur á mér, ég bara missti næstum legvatnið við að uppgötva þetta kærkomna áhugamál (ég á s.s. poka fullan af legvatni, ég er ekki kvenmaður).