Jæja þá ætti The Hope að vera kominn út, í dag var útgáfudagurinn og ég vona að sem flestir tónlistarunnendur hafa fjálfest í þessari glæsilegu plötu.
Ég fékk mitt eintak á föstudaginn var og um helgina búinn að vera að spila hana og melta og ég verð að segja að strákarnir okkar standa sig mjög vel á þessari plötu.
Hún er töluvert melódískari en fyrri platan Thank god for silence. og ég verð að segja að þetta er það besta sem ég hef heyrt frá þeim
Núna eru strákarnir í tónleikaferðalagi í bretlandi með Skid Row og munu spila 12 tónleika á 2 vikum sem er nokkuð gott, en útgáfutónleikarnir verða á NASA 1.desember n.k. og þar bjóra þeir Skid Row til landsins og munu spila þar saman og rokka upp pleisið. Miðasalan er hafin á midi.is, BT og í Skífunni. Ég hvet alla til að kíkja á þetta og kaupa diskinn til að hita upp :)