Beyond the Wasteland - Brain Police Daginn hér.
Langaði að henda inn smá grein í tilefni þess að í jólaboðum eyði ég tímanum í tölvunni í stað þess að spjalla við ættingja (ég er bara alls ekki svona people person). Mér datt því í hug að það gæti verið gaman að review-a einhverja íslenska hljómsveit og ég hef lengi haldið soldið uppá þessa plötu, svo hví ekki?

Þessi plata heitir Beyond the Wasteland og var það íslenska rokkbandið Brain Police sem gerði hana. Hún kom út árið 2007. Þeir tvo Svía til liðs við sig við upptökustjórn plötunnar, þá Stefan Boman og Chips K. Platan var tilbúin á aðeins 17 dögum og ég myndi eftir því og gæðum plötunnar segja að það samstarf hafi gengið vel.

Line-up var eftirfarandi:
Jenni – Vocals
Búi – Gítar
Höddi - Bassi
Jónbi – Trommur
Auk þess spilaði Þórir Baldursson sem gestaspilari á Hammond orgel.


1. Rooster Booster – Fyrsta lag plötunnar byrjar hægt en nokkuð rokkandi. Viðlagið er eilítið draumkennt að mínu mati og mjög eftirminnilegt. Jenni hljómar vel og ég fíla trommurnar mikið í þessu, þær grúva vel að mínu mati. Seinni hluti lagsins er talsvert kraftmeiri og overall er lagið frekar gott. 7/10

2. Hot Chicks & Hell Queens – Kraftmeira og hraðara lag, bassinn er frekar áberandi í þessu lagi, rífandi og þéttur. Get nú ekki sagt að textinn sé heimspekilegur en fer vel með laginu. Viðlagið er flott og frekar eftirminnilegt. Í laginu eru skemmtilegir instrumental kaflar og lagið endar á kraftmikinn hátt. 7/10

3. Black Tulip – Mér finnst byrjunin í þessu lagi alltaf jafntöff – sérstaklega trommurnar og röddin í Jenna er rosaleg! Í gegn er lagið svolítið einhæft en gott samt sem áður. Get svo svarið að mér fannst ég vera í grasvímu þegar ég hlustaði á þetta í headphones. . .endirinn er smá óvæntur og flottur, orgelið kikkar inn og passar bara vel segi ég. Verð bara að koma inná það hvað röddin er geðveik! 7/10

4. Thunderbird – Flott byrjun með samspili bassa og gítars þar sem trommurnar koma svo inn með skemmtilegum fill-um. Þegar söngurinn kemur inn í fæ ég svona tilfinningu eins og þetta lag eigi eftir að haldast með manni lengi…Viðlagið er mjög flott og Jenni ræður þar miklu en samspil bassans og gítarsins er enn mjög solid. Í því sem gæti kallast solo kafli eða brú er einhverskonar píp en að mínu mati væri þetta perfect staður fyrir eitt stk. rífandi gítarsóló. 8/10

5. Snake – Byrjar á wah-bassa og trommum, og söngur og gítar koma svo inn á sama tíma. Einhverra hluta vegna finnst mér þetta voðalega hvimleitt lag þó svo að viðlagið sé nokkuð töff. Í miðju laginu er kafli sem er soldið eins og blanda af the Doors og BP að mínu mati..frekar spes. 6/10

6. Mystic Lover – Byrjar á gítar og bassi, flottar trommur og söngur koma innan skamms inn. Ég verð nú að gefa þeim prik fyrir að laganöfn á þessari plötu eru afar flott, og að mínu mati sérstaklega þetta tiltekna lag. Flott lag og bassinn áberandi hér og þar. Viðlagið er enn og aftur eitthvað svo rétt bara..Verður kraftmeira og kraftmeira, bæði spil og söngur, og það helst að mestu leyti út lagið. 7/10

7. The Baron – Byggist enn á ný á samspili bassa og gítars sem spila identical riff, í viðlaginu er þó nokkuð nýr undirtónn en passar vel inní. Mér finnst að þeir hefðu geta gert riffið í versinu aðeins fjölbreyttara með smávegis variation en fyrir utan það gott. Jens virðist taka smá skref afturábak í þessu lagi, það er að segja að hann er ekki alveg jafn kraftmikill og í fyrri lögum, en það passar vel við lagið. Síðustu mínútuna kemur smávegis rólegri kafli en eftir hann klárast lagið á hressum nótum þar sem Hammond orgelið kíkir aftur í heimsókn! 8/10

8. Leo – Hægt lag, byggist á einföldu riffi og djúpum trommum. Viðlagið er hrátt og skítugt og rifinn söngurinn hentar afar vel. Einfalt lag en virkar ágætlega. Einhverjir hafa nefnt að þetta lag sé Soundgarden-legt en ég finn það ekki beint. Lagið er frekar langt og til lengdar fer mér að leiðast að hlusta aftur og aftur á þetta riff sem er grunnur lagsins. 6/10

9. Human Volume – BASSI! Djúpur, þykkir og skítugur byrjar lagið. Trommur og gítar koma svo inní og gefa þessu lagi mjög mikinn stoner rock tón. Viðlagið er flott og eftirminnilegt, sérstaklega söngurinn. Að mínu mati á Jenni mun meiri athygli skilið sem söngvari. Ég tók þó mjög eftir því hvað það vantaði hálfpartinn röddun, en það er bara personal preferance. 8/10

10. Beyond the Wasteland – Einfalt riff sem bassinn kynnir okkur lítillega fyrir áður en trommur og gítar koma inn í. Söngurinn hljómar vel, en í fyrstu línu versins þagna hin hljóðfærin og koma svo inn aftur. Töff. Viðlagið er auk þess mjög flott og eftirminnilegt og sánd í bæði bassa og gítar er fjölbreytt gegnum lagið. Jónbi stendur sig vel á trommunum sem passa vel. Instrumental kafli er í seinni hluta lagsins og hann er kraftmikill og byggir upp góða spennu. Gott lag. 7/10

11 Sweet Side of Evil – Flott lag með fantagóðum söng og svolítið öðruvísi riffum, ekki jafn stoner legum og er að mínu mati rosa gott lag til að negla síðasta naglann og loka plötunni. Í því er einnig rólegri kafli sem leiðir inn í kraftmikinn endi. Algjört tónleikalag. 8/10

Jæja, ég vona svo sannarlega að einhver geti haft gaman af þessu, ég veit að ég gerði það =)
Endilega skiljið eftir komment, varðandi plötuna, hljómsveitina eða þessa grein og ég mun svara eftir bestu getu. Tek fram að ég geri mér fulla grein fyrir að ég er ekki besti penni í heimi, svo það er alveg óþarfi að benda á það eða að vera með annars konar skítkast.
Aldrei að vita nema að maður geri fleiri review í framtíðinni.