Mørket ; 15 - Fyrsti hluti: Æskuástin dofnar *SPOILER*SPOILER*SPOILER*

Hérna er úrdráttur úr köflum fyrri hluta bókar númer 15 í bókaflokknum Ríki Ljóssins. Þetta er önnur bókin af þeim sem ekki voru þýddar og hef ég skrifað niður jafn óðum og ég les hvað er að ske. Fyrir þá sem ekki vilja vita, ekki lesa lengra, fyrir hina: skemmtið ykkur vel :)

P.s það er mikið sem ekki er útskýrt hér þótt langar útskýringar séu í bókinni. Þá er bara að spyrja :) ég man þetta allt ;)

———————————

Aftan á bók stendur (lauslega þýtt):

Bruggið sem skyldi bjarga heiminum, var tilbúinn. Um leið og manneskjurnar og vesener (ég les þetta sem verur, en ekki orðabókin, hún meikar ekkert sens) í Ríki Ljóssins og úti í Myrkrinu hefðu drukkið af því, yrði allt tilbúið til þess að oppsøke (eins með þetta, orðabókin segir eitthvað sem meikar ekkert sens en ég tel þetta vera eitthvað í líkindum við “heimsækja” eða “leita uppi”) manneskjurnar úti á yfirborði jarðarinnar.

En í Ríki Myrkursins, í þéttum galdraskógi með lítilli tjörn umkringedri af hvítum blómum, beið vondur kraftur eftir útsendurum Ríki Ljóssins - sérstaklega Elenu…

———————————

Bók 15:

Þau höfðu brotið niður svörtu fjöllin og miðpunkt þeirra, hjarta þeirra. En Myrkrið hafði einnig hjarta. Enginn í Ríki Ljóssins vissi af því, því enginn hafði verið þar. Kannski mátti kalla það auga frekar? Því auga fannst þar, lítil, slétt skógartjörn, í skjóli hárra trjáa. En tjörnin var ekki það mikilvægasta heldur lítill blettur sem rúmaði alla fegurð náttúrunnar. Falleg lýsing á því hvernig trén bíða þess eins að syngja um dapurleika sinn í þessum litla, gleymda dal. Því hjarta Myrkursins var af annarri gerð en svörtu fjallanna. Þar var engin illska, engin árásargirni. Bara einmannaleiki.
Eða næstum. . . það var eitthvað annað. Eitthvað sem beið og þráði það sem hafði verið þar og horfið. Aldrei kom neinn frá Ríki Ljóssins til Hjarta Myrkursins. Staðurinn hafði beðið í þúsund ár. Það var löngun svo óendanlega sterk, sorgleg – og hættuleg!

Amalie og Rafael tala við Berengariu um ferðina og hjálpa henni að pakka. Biðja hana um að haga sér vel og ekki leika sér að tilfinningum strákanna, sérstaklega Aramasar.
Leiðangurinn leggur af stað í stórum gondól og stefnan er tekin á fæðingarstað Gondagils. Móri hefur áhyggjur af því að Berengaria láti Armas (sem er enn í sárum eftir ástina sem hann missti svo hræðilega í Svörtu Fjöllum) ekki í friði. Móri efast einnig um getu Sössu til annars en að vera fyrir.

Gondagil og Helgi eru með í byrjun, til Tímonanna. Berengaria hugsar um karlmennina í ferðinni. Hvenær Armas ætli að gleyma Kari og taka eftir henni, um að Goram sé ekki svo slæmur…. hún dæsir hátt.
Goram heyrir það, en hann hefur um annað að hugsa, honum líður illa yfir að særa Lilju, en hann elskar hana ekki.

Hjarta myrkursins, sál þess, bíður.

Annar kafli byrjar í húsi gamals Tímona sem væringja (var það ekki orðið yfir flokk Gondagils og Helga?) sem heitir Ivan og konu hans Mörju. Í sem stystu máli: hann kemur fram við konuna sína eins og skít og gerir lítið úr veikindum hennar sem eru mikil en lætur hana stjana við sig.
Leiðangurinn kemur í þorpið og útskýrir málið fyrir íbúunum. Ivan kvartar um það hvort þau geti linað kvalir hans, deilt þeim með öðrum. (hann er leiðinda nöldurseggur!) Prakkarinn kemur upp í Marco því hann sér kvalir Mörju og hann biðst til að færa kvalir Ivans yfir á Mörju og hennar yfir á hann. Þau ganga að húsinu, Ivan gerir lítið úr Mörju og vorkennir sjálfum sér á meðan. Marco tekur eftir að Marja (sem þegir) þarf að pína sjálfa sig til að komast áfram.
Marco útskýrir heima hjá þeim að í nokkrar mínútur skipti þau um tilfinningar, sjón, heyrn, lyktarskyn og allt nema líkamlega eiginlega. Ivan talar um að nú verði yndislegt að kerlingin hans fái að finna fyrir kvöl sinni.
Marco fremur litla athöfn og skyndilega breytast þau. Kvalið andlit Mörju fyllist létti á meðan Ivan öskrar í krampa og grípur um höfuðið og engist, útaf slæmu baki um leið og hann öskrar “ég dey! Ég dey!”. Eftir smá stund skiptu þau aftur, en Mörju leið betur núna, vitandi að Ivan skildi hennar kvöl og að vita að brátt kæmi sól sem myndi láta henni líða vel.

Gondagil og Helgi voru í sjokki, flestir jafnaldrar þeirra dánir og aðrir orðnir eldgamlir. Gondagil langar heim til Miröndu og sonarins sem hafði fengið nafnið Haram, eftir vininum sem hann hafði neyðst til að drepa.

Í einu húsi ríkir þó engin gleði heldur ringulreið. Foreldrar binda fyrir munn barnsins síns því enginn má finna hann (hann er þroskaheftur, orðinn unglingur, en lögin segja fyrir um að þroskaheft ungabörn skuli drepa við fæðingu) og flýja til skógar.
Helgi spyr um parið (Elis og Natasju), höfðinginn segir barnið hafa fæðst andvana en Helgi segir það ekki hafa verið þannig. Hann hafi séð Natösju með barnið þegar hann flúði til Ríki Ljóssins. Höfðinginn, tveir úr bænum, Marco og Berengaria fara í húsið þeirra. Hjónin eru horfin en allt er gert fyrir 3 (lagt á borð fyrir þrjá, þrír stólar o.s.frv.) svo þau leita í húsinu og finna fljótt leynihurð á bak við ofninn. Þau stynja öll þegar þau sé veruna sem situr þar saman hnipruð með bundið fyrir munnvikin.

Berengaria fer að gráta þegar hún sér strákinn. Hendurnar voru bara litlir stubbar og fæturnir líka, bara eins og niður á hné á eðlilegum manni. En það versta var að hann hafði ekki augu, þar var bara venjuleg húð.

Höfðinginn fer fram með drenginn og Marco skoðar hann og sér að hann hefur augu og svarar við ljósi. Hann þurfi bara í aðgerð í Ríki Ljóssins til að fjarlægja húðina. Elis og Natasja koma heim og missa sig af hræðslu. En allir fullvissa þau um að sonurinn verði ekki drepinn, honum verði hjálpað. Þau drekka mjöðinn en Marco fer ráðvilltur út, efins um að hæfileikar hans geti hjálpað stráknum.
Berengaria fer út til hans, nær í Móra sem nær í Þengil hinn góða sem nær í Shiru heim í Riki Ljóssins. Shira talar við Marco og hann fær sjálfstraustið aftur og ákveður að hjálpa guttanum. Enginn fær þó að vera viðstaddur nema andarnir og Berengaria.

Marco ákveður að reyna að lengja og laga hendurnar og fæturna hans en skilja augun eftir fyrir bestu lækna Ríki Ljóssins. Berengaria spjallar við strákinn til að róa hann og fær að vita að hann heitir Michail, kallaður Mischa. Marco svæfir hann.
Marco lagaði hendurnar og myndaði fingur (með hjálp Þengils og Shiru) en það tók hann marga klukkutíma. Svo vakti hann Mischa á meðan Berengaria náði í foreldrana. Marco þakkaði fyrir að Mischa var blindur því annars hefði hann orðið ástfanginn af Berengariu.
Foreldrarnir trúa ekki sínum eigin augum um leið og Mischa er strax orðinn “háður” Berengariu.

Sál Myrkursins bíður. Þessi langvarandi sorg. Þessi mikli söknuður.
Kannski, kannski yrði því lokið fljótt?
Mjög fljótt.

Þau ákveða að fljúga til baka daginn eftir. Til að koma Mischa á sjúkrahús og segja Mardrögunum frá því hversu vel bruggið virki. Móri lofar höfðingjanum að koma sól til þeirra eins fljótt og hægt er.
Þau eru lögð af stað. Mischa er kominn með nýja fætur og er víst hávaxinn og myndarlegur með ljóst hár.
Elis og Natasja eru hrædd en um leið spennt því þau eru að fara til Ríki Ljóssins. Þegar Natasja sér Ríki Ljóssins óskar hún þess að Mischa fái að sjá það líka, það sé svo fallegt.

Mischa er kominn á sjúkrahúsið til Jaskara þegar Marco kemur með bruggið til hans, það hafði gleymst að gefa honum. Hann drekkur og er svo einn aftur. Einn og honum líður yndislega inn í sér.

Það er haldinn fundur í Höll Marcos þar sem fólkinu er raðað í pör sem eiga að dreifa sér til að flýta fyrir.
Þetta varð útkoman:
Jaskari og Elena : í gömlu borgina til fólks Tsi
Armas og Berengaria : þýski landsbærinn
Jóri og Sassa: fjallbæirnir þrír, næst fjallveggi Sissu
Goram og Lilja: fjallafólkið næst væringjunum
Móri, Ram og Indra: ófreskjurnar við vegginn

Hjarta Myrkursins skynjaði óróa. Hvað er það sem skeður í skóginum mínum? Hver er að koma, sem nálgast minn einmannalega falda dvalarstað? Er það sá sem ég hef beðið eftir svo lengi?
Skógurinn stóð hljóður í kringum auga Myrkursins. Hjarta Myrkursins. Sál Myrkursins.

Jaskari reddar sér fríi daginn eftir fundinn og ákveður að fara með Elenu út að rústum gömlu borgarinnar og um leið reyna að yfirstíga Gríseldu vandann.
Þau fara að bænum óséð, (Elena er að springa úr biturleika og talar ekki við Jaskara) en á meðan þau standa og spá í leið til að koma drykknum í vatnsbólið finna tveir verðir þau.
Jaskari platar verðina til að drekka spritt með brugginu útí (96% alcohol) sem var í sjúkrakassanum hans. Þeir fyllast strax góðmennsku og hjálpsemi og vellíðan að þeir bjóðast til að gefa öllum hinum í leynd til að þeir verði góðir líka.
Jaskari og Elena halda sátt heim á leið eftir að hafa gefið þeim litla sól til að setja upp þegar allir hafa drukkið.
Á leiðinni heim talar Jaskari við Elenu. Hann vill snerta hana, elska hana, sofa hjá henni. En hún hellir sér yfir hann, hellir úr skálum biturleikans. Öskrar og segist aldrei vilja hann meir, ekki tala við hann, ekki snerta hann og alls ekki sofa hjá honum.
Eftir ferðina fer Jaskari til afa síns (Móra) og biður um að fá að fara með út í Myrkrið. Það er vel þegið því Armas bað um félagaskipti svo Berengaria var stök, þar með voru tvö pör breytt.
Jaskara finnst aðstæðurnar frosnar, ekkert muni breytast. En Elena r ekki sammála, hún vill að Jaskari þjáist lengi fyrir svik sín.

Haldinn er annar fundur í hvíta salnum í höll Marcos, ekkert nýtt kemur fram þar. Mischa fer í aðgerð til að hann sjái.
Elena og Miranda hittast úti á götu, Miranda er með Haram í vagninum sínum. Elena er bitur útí systur sína, finnst hún ekki eiga skilið að eiga Haram, hún ætti að vera sú sem ætti barn. Miranda furðar sig á því að Elena ætli ekki með Jaskara út í Myrkrið, hann ætli jú að fara.
Fyrst er Elena glöð , yfir að hafa sært hann svona mikið. En svo heyrir hún að hann fari með Berengariu og þá fyllist hún angist og vill fara með. En það er of seint, leiðangrarnir eru lagðir af stað.

Elena ákveður að taka við Jaskara þegar hann komi heim. Auðvitað skeði ekkert á milli hans og Bengu. Hann elski jú hana, bara hana að eilífu.
Elena fær símtal og hún er beðin um að koma á sjúkrahúsið og sitja yfir Mischa, sem hún gerir.

Móri, Ram og Indra eru komin á áfangastað. Þau ræða lengi um það hvernig hægt sé að gefa skepnunum bruggið og komast að því að eina leiðin sé að lokka þau í gildru, fanga eitt þeirra og neyða til að drekka. Indra verður beitan.
Í stuttu máli: Planið klikkar. Indra hleypur en Ram og Móri koma ekki. Hún heyrir í skepnunum fyrir aftan sig og fríkar út, reynir að komast undan en skepnurnar koma nær og nær!

Kemur ekki sá sem beðið er eftir fljótt?
Skógurinn grætur. Mosen (skil ekki alveg þetta orð, túlkaði sem mosinn, en það þýðir ekkert sem meikar sens miðað við orðabók) í kringum auga Myrkursins bíður. Mjúkur, sviksamlega mjúkur. Sorg.
Sorgin býr hér, sorgin og þráin og söknuðurinn. Tíminn er svo lengi að líða.
Í staðinn vex hatrið.

Elena situr á herbergi Mischa, hún er ennþá bitrari en áður því hann var að vonast eftir því að hún væri Berengaria. Hún er full biturðar og reiði út í alla, sérstaklega Bengu.
Hún hafði ekki drukkið drykk Mardraganna, hafði ekki fundist hún þurfa þess. En það var nákvæmlega það sem hún þarfnaðist. . . .

Armas er glaður með að sleppa við félagsskap Bengu og fá í staðinn að fara með Jóra og Sössu í landsbæina þrjá. Um leið og fólkið þar heyrir um ljósið sem það mun fá drekka allir bruggið góða og líður svo vel í framhaldið að þau slá upp veislu fyrir krakkana.
Jaskari og Benga tala um Mischa, sem er búinn í aðgerðinni og er víst með blá falleg augu. Benga segist ætla til hans um leið og þau komi heim og vera hjá honum þegar kemur í ljós hvort hann sér eða ekki. Jaskari er hræddur um það sama og Marco. Mischa er ungur maður sem hefur aldrei sé konu og það fyrsta sem hann mun sjá er Berengaria, það endar bara á einn veg. . .
Þau koma auga á Þýska landsbæinn. Þar er beðið eftir þeim (væringjarnir voru komnir þar á undan og búnir að segja frá brugginu góða) og allir í bænum kepptust við að fá að drekka sem fyrst. Þau halda heim á leið til að skila skýrslu um vel heppnaða ferð til Marcos. Þegar þangað er komið hitta þau Armas, Jóra og Sössu, en enn vantar Móra, Ram og Indru, Goram og Lilju. . .

Ram og Móri uppgötuðu mistök sín um leið og Indra ( voða flókið, allt í sambandi við landslagið, þeir földu sig, en föttuðu svo að þá sáu þeir ekki dýrin í tíma koma og fleira tengt því). Þeir hlaupa af stað til að bjarga henni, heyra öskur og sjá sér til skelfingar að þeir (3 dýr) hafa náð henni, rotað hana og eru komir með hníf í lærið á henni. Ram skítur á eitt þeirra og hinir tveir flýja.
Þá takast þau á við nýtt vandamál. Hvernig eiga þau nú að fá þau til að drekka drykkinn? Og annað vandamál, þetta eru mannætur, því breytir drykkurinn ekki.
Goram var alls ekki glaður með að vera með Lilju í hóp, sem særði hana, en samt var hún glöð yfir að fá að vera nálægt honum.
Þau koma í bæ sem í eru afríkumenn. Verðirnir þeirra taka vel á móti þeim og fljótt eru þau komin í bæinn og farin að segja frá brugginu. Þar er þeim sagt að bæirnir séu fjórir en það þýðir ekkert að tala við Manx um drykkinn, hann sé of illur.
Þau biðja fólkið að segja sér frá Manx.
Manx er rasisti sem stelur konum þeirra og börnum til þrælahalds (finnst það vera hans réttur þar sem hann er hvítur en þau svört). Lilja drekkur bruggið til að sýna það sé save og Goram hugsar um að slökkva á allar tilfinningar hennar til hans (líkt og Kiro gerði með tilfinningar Sunnu tímabundið). Ákveður að bíða með það þar til þau koma heim. Í næsta bæ eru indíánar sem eru allir naktir. Þeir drekka strax. Í þriðja bænum búa svisslendingar. Þar er allt þrifið hátt og lágt á hverjum degi og bæjarstjórakonan er hrikalega ömurlegt snobbhænsn sem lítur niður á alla aðra (sérstaklega svarta og indíána…..).
Móra, Irmu og Ram gengur illa. Ein skepna liggur að því er virðist dauð og tvær eru hlaupnar burt til að segja frá. Þá rumskar skepnan á jörðinni og þau gefa henni drykkinn. Skeppnan vaknar og hatursblikið er horfið úr augunum. Hann vill vera vinur þeirra.
Móri fremur galdur sem gefur honum völd og samfæringarkraft og hann fer og fær öll hin til að drekka eitthvað sem í er bruggið. Móri lofar að hann fái að vera sá sem kemur með sólina og velja sér einn hlut úr Ríki Ljóssins til eignar í ferðinni þegar náð verður í sólina.
Þeim er boðið heim í bæinn. . . .

Auka Myrkursins beið.
Eitthvað nýtt var í skóginum. Eitthvað nálgaðist. Ekki ennþá. En kannski kæmi það þessa leið?
Til falda, eilíflega gleymda staðarins.
Og ef það kæmi…?

Þegar allt er að verða til fyrir ferðina til Manx þar sem höfðinginn (svarti) ætlar að plata Manx á fund og lauma í matinn hans bruggi, en þá skeður tvennt. Eitt fór leynt, bæjarstjórafrúin hljóp til Manx og varaði hann við launráðinu þar sem hún er systir hans! Og skyndilega muna bæjarbúar eftir einsetumanni í fjöllunum. Goram sendir Lilju þangað ásamt iníánanum Katawas sem er leiðsögumaðurinn hennar. Hinir leggja af stað til Manx.
Allt gengur vel hjá Lilju, einbúinn drekkur strax og ákveður að flytja aftur í bæinn. Hann hvíslar skyndilega að þeim að fela sig, hann heyri eitthvað. En það er of seint því hörð kvenmannsrödd öskrar, “Þarna er hún! Grípið hana sem ætlar að sitja fyrir bróður mínum!”
Þau eru yfirbuguð og á meðan þau eru leidd burtu eys kona bæjarstjórans yfir Lilju loforðum um vítiskvalir.
Hjá Gorami og þeim gengur ekki heldur vel. Planið er mjög lélegt og þeir vita það en geta ekkert annað en reynt. Goram fylgist með höfðingjanum tala við vaktmennina, en þá fer allt til fjandans.

Lilja og Katawas eru leidd inn í höllina og það fyrsta sem mætir þeim er öskur á súpu. Þegar Lilja sér svo að þau ganga framhjá súpu pottinum fær hún hugmynd. Hún segir Katawas að reyna að ná neðri talkubbinum af hendinni á henni (þau eru bæði bundin svo það er erfitt) það er kubbnum sem lætur aðra skilja hana. Hann nær því og hún kemur flöskunni til hans og hann nær að opna flöskuna. Þegar þau ganga framhjá súpupottinum öskrar Lilja og á meðan öll athyglin er á henni kastar Katawas allri flöskunni í pottinn.
Þá halda þau áfram og eru leidd fyrir Manx og systur hans. Manx dregur hana útá “svalirnar” á höllinni um leið og hann gefur skipum um að <<hengja apann>> og heldur Lilju fast (hann er stór, yfir 150 kg og eldrauður í andliti). Þegar út er komið öskrar Lilja til Gorams, “ekki gera neitt! Við komum heilli flösku í súpuna þeirra!” og þar sem hana vantaði annan talkubbinn skilur enginn hvað hún segir nema Goram.
Manx segir þeim að koma sér burt, hann viti um planið þeirra með drykkinn og það muni ekki ganga hjá þeim, aldrei! Ef þau fari ekki verði hún hengd með <<apanum>>.

En þá skeður það óvænta. Nokkrir af hermennum Manx urðu óþolinmóðir og fóru í súpuna (sem Manx fær annars alltaf fyrstur af) og konur og börn stelast líka. Þau verða góð og koma aftan að Manx og yfirbuga hann og hina hermennina, sem eru látnir drekka.
Goram þurfti að hóta að drepa Manx með geislabyssu svo hann drykki og systur hans þurftu fjórir menn að halda niðri og neyða ofan í hana súpu. Þrælar Manx finna ættingja sína í hópnum sem er með Goram og þau halda heim á leið sátt.

Kveikt er á fimm sólum um leið. Einni á hverjum leiðangursstað. Nú vilja <<skepnurnar>> láta kalla sig náttúrubörn og allir eru vinir. Þegar kveikt er á sólunum grípa allir fyrir augun á sér í birtunni sem ekki voru frá Ríki Ljóssins. Fólkið úr Myrkrinu sá ekkert í allri birtunni, en Lilja sá. Hún sá fallegt landslag sem hafði áður verið falið í myrkri.
Næst kom hitinn sem fylgir sólunum og allir úr myrkrinu fækkuðu fötum, nema indíánarnir, sem gátu það ekki. Næst grétu allir gleðitárum og föðmuðust.

Nú eiga allir að fara í leiðangur, um allt myrkrið, óþekktu svæðin. Elena fer til Jaskara til að segja honum að hún ætli með honum í þetta skiptið en hann svarar það sé ákveðið hann fari með Berengariu. Hún hlær og segir að auðvitað sé minnsta mál að breyta því en hann segist ekkert ætla biðja um það, honum detti það ekki í hug. Hún vill hann skilji að hún sé tilbúin að ‘taka við honum’ núna en það endar allt í einum stórum hnút og misskilningi með þeim lokum að hún hleypur burtu grátandi og hlustar ekki á Jaskara sem kallar á eftir henni.
Jaskari horfir á eftir henni og hugsar um gamlan málshátt <<Gammel kjærlighet ruster aldri>> (á íslensku ‘Æskuástin ryðgar aldrei’ myndi ég orða það en finnst meiningin koma betur fram á íslensku eins og ég skrifa hana í nafnið á fyrra hluta) og er ekki sammála. “Víst ryðgar hún, ó hún ryðgar”.