Núna hafa rásirnar #q3ctfpickup.is og #q3tdmpickup.is verið þónokuð vinsælar, enda leikirnir sem þar eru sóttir ágætis æfing, þó ekki jafn góð og alvöru leikir. En það er einn galli við þetta, margur maðurinn sem er að sækja þessa leiki kann ekkert á teamplayið, og vill svo til að þetta eru bæði liðaleikir þar sem liðsheildin skiptir máli annað en fólk virðist vera að læra í CA. Eflaust er þetta fólk þangað komið til að læra á leikin en þegar það er bara chaos á server lærir það ekkert meira en fyrri daginn og verða jafn lélegir í teamplayinu í næsta leik á eftir. Sökum þessa hef ég ákveðið að skirfa hér grein(sem eflaust verður send á korkin afþví að ég kann ekki stafsetningu) til að útskýra fyrir nýbyrjendum hvernig á að hegða sér ‘ingame’ til þess að leikurinn verið skemmtilegri fyrir alla.

Byrjum á að útskýra CTF.
Liðið í CTF skiptist í þrjú megin hlutverk, sem hafa svo “undir hlutverk”, það eru Vörnin sem ég fer fyrst yfir, miðjan og svo síðast en ekki síst, sóknin.
Hlutverk varnarinnar er að halda baseinu hreinu, og halda óvinum úr því(segir sig eginlega sjálft), vörnin á einnig að taka Mega og RA. Oft eru amk 2 í vörn og geta þeir skipt þessum itemum á milli sín, en þá er mikilvægt að hver time'i sitt item svo að óvinurinn taki það ekki og hafi þar með HP advantage yfir vörninni. Æskilegt er að varnamenn haldi sér í base og eru ekki að fara mikið lengra en miðjan þar sem miðju menn eiga að taka við, ef að varnamenn fara of langt út er auðveldara fyrir óvin að koma sér fyrir í baseinu og raila sært nýspawnaða menn og þar með nánast lamað lið. Það þekkist líka að oft kemur óvinurinn inn, sækir flaggið og beilar, þá elta varnamennirnir hann útúr base og það tæmis. Þá geta aðrir óvinir komið sér vel fyrir beðið eftir að flagginu er skilað eða að cappað sé, tekið flaggið aftur og endurtekið söguna. Þetta á ekki að gerast, miðjumenn eiga að sjá um að særa/hægja á/stöðva alveg enemy flagg carrier og sóknin svo að endanlega skila flagginu ef að miðjan nær því ekki. Ef að um 2 manna sókn er að ræða og bæði lið hafa flag óvinar síns, er hægt að skipta út einum varnamanni fyrir flag carrier svo að flag carrier sé í vörn og einn varnar maður til að vernda hann, og þá fer hinn varnar maðurinn með sóknarmanni að sækja flaggið.

Miðjan, Miðjan er ósköp einfalt hlutverk, það gengur útá að halda miðjunni hreinni svo að þegar flag carrier kemur hlaupandi þá mætir hann ekki múr óvina sem fjór-rail'a hann og skila, einnig á miðjan að reyna að taka enemy flag carrier sem ætlar þar í gegn. Miðjan á líka að vera avail til að aðstoða bæði vörn eða sókn ef því sem við á, en má helst ekki vera of lengi frá miðjunni svo að óvinurinn nái ekki yfirráðum þar.

Sóknin. Helst þurfa að vera amk 2 í sókn eða fleiri, þá er oft gott að skipa í hlutverk. þ.e. að hafa einn “runner” sem sér bara um að að fara með flaggið á milli og stoppa sem allra minnst nema það sé nauðsin, Svo dekkarar sem sjá um að passa uppá runnerinn, með því að “kasta” sér fyrir rocket, tefja enemy tailer'a sem eru að elta flagg carrier, og drepa enemy flagg carrier ef að hanns skyldi mæta. Æskilegt er að flag carrier sé aldrei einn og ef að “fylgdarsveinn” deyr þá skal annaðhvort næst laus maður koma í hanns stað, eða hann að koma sér til flag carriersins sem fyrst
Sóknin á rétt á öllum Power Up's. þ.e. Regen, Heist, Quad og invisibility(sjaldgæft).Þetta er svo að þeir séu ávalt sterkir í combat, þá annaðhvort með meira líf, eða hærri damage factor.

Allt liði, Æskilegt er að allir liðsmenn komi rétt fram við náungan. þ.e. vörn tekur ekki PU frá sókn og öfugt, ef þú ert með t.d. RL og bara eitt eða 2 rocket og ert á leiðinni að grípa þér nýjan RL og sérð einhvern annan sem þarf öruglega meira á honum að halda nalgast sama RL þá læturu hann hafa hann, betra er að hafa 2 menn með RL og fá skot, en einn með mörg skot ef að óvinur skyldi koma. Vopnaburður liðsfélaga er samt ekki eins mikilvægur í ctf og í TDM vegna lítils respawn tíma vopna…


Já TDM…
TDM er meira svona “pro”. og gengur útá að halda sér á lífi og drepa. Liðsheidlin í TDM skiptir veruelga miklu máli, að sá sem á lítið líf fái HPin að teamate aðstoði við að drepa einhvern sama hver fær fraggið sjálft svo lengi sem það bjargi lífi teamatesins. Þetta er ekki CS og er ekki til neitt sem heitir “Frag Steal”, bara “björgun”.
Í TDM skiptir miklu máli að liðið haldist saman, 2 byssur eru ávalt betri en ein og 3 betri en 2. Þetta á sérstaklega vel við þegar sækja skal til PU's, RA's eða MH's. Þá þarf annaðhvort einn gaur úr liðinu að taka að sér að time'a RA, MH, og PU og láta svo alla vita þegar á að mæta á staðinn þar sem þetta spawnar, eða þá að allir time'i það og mæti fullir ábyrgðar á staðin svo að liðið nái þessu. Sá sem nær t.d. Quad þarf ekki að drepa marga óvini svo lengi sem óvinurinn fær ekki Quad. Maður þarf að vera frekur og taka eins mikið frá óvinum og maður getur, og helst ekki skilja góða byssu eftir á glámbekk, heldur láta team vita svo að liðsfélagi geti sótt hana eða taka hana sjálfur ef að maður þarf á henni að halda. Sem þar með kemur að það er stranglega bannað að hlaupa um allt borðið, taka PU, MH, RA, RL, RG, GL, PG, SG, og LG fragga alveg nokkra óvini og halda að maður sé búinn að sigra heimin, því að þó þetta haldi þínu neti uppi bitnar það verulega á liðinu, það er ekkert stolt í því að vera með +50 í net ef að maður tapar með 20 stiga mun afþví að liðsfélagar manns gátu aldrei bjargað sér sökum skorts á vopnum og healths.

Þetta er svona nokkurnveginn það sem ég vildi sagt hafa.
Ég ætla samt að taka það fram að leikurinn minn er ekki fullkominn em ég reyni samt að fara eftir þessu sem ég hef hér ritað eftir bestu getu. Ég vil einnig biðjast fyrirgefningar ef að textinn er óskiljanlegur sökum þess að ég tala í hringi eða þess að stafsetningin er eins og pizzudeig með engu hveiti.

Einnig skal athuga að þetta á við um pickup, og er hægt að gera miklu meira þegar kemur að stratti í leikjum með liði sem spila skal mikið saman… Einnig vil ég biðja þá sem telja sig “pro” og finnst eithvað vera að þessu um að bæta við breyta og bæta að vil… svo lengi sem þetta hefur áhrif á leikin til hins betra.

–Kristmundur F. Guð.
—-Theory, The one that explains them all