Sælir hugarar.

Mig langar aðeins að deila smá sögu og gera þetta jafnframt að smá minningargrein um elskulega félaga sem féll frá fyrir stuttu 5 mánaða gamal og ég fékk bara viku til að kynnast og eiga.

Ég eignaðist minn fyrsta hund föstudaginn fyrir tvem vikum síðan, fallegan Golden Retriever hund. Hann var 5 mánaða fékk hann gefins frá vinkonu minni sem er að rækta þá og hún gaf mér hann sökum þess hvað hann fitnaði illa og hún vildi ekki láta hann hverjum sem er. Jæja ég fékk hann í hendunar voða ánægður og fór með hann í bólusetingu (sína næst síðustu) hann sýndi engin merki um annað en að vera mjög heilbrigður hundur, fyrir utan þetta litla vandamál að geta ekki fitnað. Ég var sosem ekkert mikið að pæla í því, dýralæknirinn í Borganesi gat ekki fundið neitt að honum. Tvem dögum seinna byrjar hann æla og ég ráðfærði mér við dýralæknirinn í Borganesi og hann segir að þetta sé bara að hann er smá veikur eftir sprautuna og segir mér bara að gefa honum soðinn fisk og hrísgrjón í tvo daga, þetta væri mjög eðlilegt hjá hundum að veikjast eftir sprautuna. Ég fór að læknisráði og gaf honum ekkert nema soðinn fisk og hrísgrjón ekki dugði það. ég hringdi í þetta skipti í Víðidal og þeir sögðu mér að athuga hvort hann sé með hita og ef svo væri þá þurti ég að koma með hann og fá sýklalyf og hann væri þá með vírus en ef svo ekki væri að skipta um fóður þá. Ekki var hann með hita svo ég skipti um fóður en hann hélt áfram að æla og æla og það tók mjög á mig að sjá greyjið þjást svona í hvert skipti sem ég gaf honum að borða. Laugardeginum vikuna eftir fer ég með hann í skyndi í Víðidal og læt kíkja á hann. Þeir gerðu ýtarlegar ransóknir og komust loks að þeirri niðurstöðu að hann væri með ofstórt Vélinda að maturinn s.s. samnaðist saman í poka í Vélindanu og hann síðan þurfi að æla honum aftur upp. Það stafaði líka hversu grannur hann væri og æti eftit með að fitna. Ekkert sé hægt að gera og það yrði að lóga greyjinu. Ég spurði hvort það væri ekki einkvað sem þeir gætu gert, væri sama hvað það kostaði (ég var ekki búinn að tryggja hann enda bara búinn að eiga hann í viku) en svarið var bara þvert nei hann æti hvort sem er ekki mikið eftir ólifað hefði ég ekki komið með hann. Ég tók erfiðustu ákvöðrun sem ég hef þurt að taka að leyfa lækninum að svæfa hann

ég sagði Rottie frá þessu og hún sagði svo við mig að vinkona hennar æti rottweiler hund með svipað vandamál þ.e.a.s. Hundurinn væri með of stórt vélina og ældi því síðan upp en ekki alltaf eins og minn hundur gerði og ráðlagði mér að tala við dýralæknana í garðabæ sem ég gerði og ég sagði þeim frá vandamáli hunds míns og þeir sögðu að það hefði verið hægt að bjarga honum með aðgerð en það sé ekkert hægt að gera í því núna. Ég hefði að sjálfsöðu viljað vita þessar upplýsingar fyrr því mér var ráðlagt að fara ekki með hundinn á dýralæknastofuna í garðabæ þeir væru bara bölvaðir fávitar. Ég er á þeirri skoðun að dýralæknanir í víðidal séu vísvitandi að lóga dýrum séu ekki að vinna vinnuna sína sem skildi og ég hef heyrt fleyri dæmi um að dýralæknanir í víðidal séu ekki eins hæfir og þeir vilja gefa sig út fyrir að vera


Vil ég afþakka öll skítköst varðandi málfræði og stafsetningarvillur og vil ég benda öllum þeim sem kunna að vilja koma með svoleðis komment eða önnu skítakoment að sleppa því að hafa fyrir því að skrifa og spara okkur öllum smá tíma. =D

http://tinypic.com/r/2yphr0g/4 (mynd af besta vini minum og félaga sem ég fék bara að eiga og kynnast í viku en samt sem áður elskaði þessa dúllu eins og litla barnið mit)
stoltur golden retriever eigandi!