Kynfæragöt kvenna Kynfæragöt eru að verða algengari og algengari og því ákvað ég að fara í gegnum kynfæragöt kvenna.
Því miður get ég ekki sett myndir með því það er bannað. Þannig að þið verðið bara að google-a myndirnar sjálf.


VCH(Vertical Clitoral Hood ) (4-8 vikur að gróa)

Algengasta kynfæragat kvenna, flestar konur geta fengið sér þetta gat.
Ef að þú getur sett eyrnapinna undir snípshettuna þannig að bómullinn fari alveg undir hettuna getur þú borið þetta gat.

Staðsetning:
Það er stungið lóðrétt í snípshettuna, ef að gatið er rétt staðsett þá á ein kúlan að liggja ofan á snípshettunni og hin kúlan liggur ofan á snípnum. Í þetta gat er oftast notaður beygður pinni.

Eftirmeðhöndlun:
Þetta gat er fljótt að gróa og oftast auðvelt að hugsa um það. Best er að þrífa það í sturtu með sápu með lágu sýrustigi.

Þú mátt stunda kynlíf um leið og þú ert tilbúin til þess, en best er að nota smokk og þrífa sig vel eftir á.

Kostir:
Ef að gatið er rétt staðsett þá getur það örvað snípinn. Staðsetningin er þæginleg og það fer lítið fyrir gatinu í daglegu lífi.




HCH(Horizontal Clitoral Hood) (6-8 vikur að gróa)

Mjög algengt gat. Fínt gat fyrir þær konur sem að eru ekki byggðar fyrir VCH.
Ef að snípshettan nær ekki alveg yfir snípinn þá getur þú borið þetta gat.

Staðsetning:
Það er stungið lárétt í gegnum snípshettuna. Í þetta gat er oftast notaður hringur með kúlu á, ef að gatið er rétt staðsett á kúlan af hringnum að liggja ofan á snípnum.

Eftirmeðhöndlun:
Þetta gat er fljótt að gróa og oftast auðvelt að hugsa um það. Best er að þrífa það í sturtu með sápu með lágu sýrustigi.

Þú mátt stunda kynlíf um leið og þú ert tilbúin til þess, en best er að nota smokk og þrífa sig vel eftir á.

Kostir:
Ef að gatið er rétt staðsett þá getur það örvað snípinn. Staðsetningin er þæginleg og það fer lítið fyrir gatinu í daglegu lífi.




Princess Diana (4-8 vikur að gróa)

Tilturlega nýtt gat.
Ef að þú ert með frekar lausa snípshettu og nóg pláss beggja megin við snípinn getur þú borið þetta gat.

Staðsetning:
Þetta gat er á sama stað og VCH nema í staðin fyrir að liggja ofan á hettunni og ofan á snípnum er það staðsett á hliðunum. Best er að nota beygðan pinna. Ef það er rétt staðsett á efri kúlan að vera á annarihvorri hliðinni á snípshettunni og neðri kúlan liggur hliðiná snípnum.

Eftirmeðhöndlun:
Þetta gat er fljótt að gróa og oftast auðvelt að hugsa um það. Best er að þrífa það í sturtu með sápu með lágu sýrustigi.

Þú mátt stunda kynlíf um leið og þú ert tilbúin til þess, en best er að nota smokk og þrífa sig vel eftir á.

Kostir:
Ef það er rétt staðsett getur það örvað snípinn.
Staðsetningin er þæginleg og það fer lítið fyrir gatinu í daglegu lífi.




Triangle (8-12 vikur að gróa)

Ekki mjög algengt gat, maður þarf að vera sérstaklega byggður í þetta gat.
Ef að þú getur klipið laust í snípinn og lift honum upp þá getur þú borið þetta gat.

Staðsetning:
Gatið er stungið lárétt undir snípinn og best er að nota opinn hring sem er með nógu breytt gat til hringurinn geti legið þæginlega meðfram húddinu.

Eftirmeðhöndlun:
Þetta gat er fljótt að gróa og oftast auðvelt að hugsa um það. Best er að þrífa það í sturtu með sápu með lágu sýrustigi.

Þú mátt stunda kynlíf um leið og þú ert tilbúin til þess, en best er að nota smokk og þrífa sig vel eftir á.

Kostir:
Ef gatið er rétt staðsett örvast snípurinn aftan frá í staðin fyrir fram á eins og með önnur göt. Með réttum lokki er þetta þæginlegt gat í daglegu lífi.




Clitoris (4-6 vikur að gróa)

Frekar óalgengt gat og mjög áríðandi að fagmaður geri það.
Ef að þú ert með stóran sníp og lausa snípshettu getur þú borið þetta gat.

Staðsetning:
Gatið er stungið lárétt í gegnum snípinn og er oftast notaður lítill hringur.

Eftirmeðhöndlun:
Þetta gat er fljótt að gróa og oftast auðvelt að hugsa um það. Best er að þrífa það í sturtu með sápu með lágu sýrustigi.

Áríðandi er að hugsa vel um það því maður vill ekki að það fari eitthvað úrskeiðis.

Þú mátt stunda kynlíf um leið og þú ert tilbúin til þess, en best er að nota smokk og þrífa sig vel eftir á.

Kostir:
Ef að þú ert rétt byggð í þetta gat og það er gert rétt þá getur það örvað snípinn mjög mikið.
Staðsetningin er þæginleg og það fer lítið fyrir gatinu í daglegu lífi.




Inner labia (4-6 vikur að gróa)

Algengt gat sem að flestar konur geta borið.
Algengt er að konur fái sér nokkur svona göt.

Staðsetning:
Gatið er stungið lárétt hvar sem er í innri skapbörmunum og er best að nota hring í það.

Eftirmeðhöndlun:
Þetta gat er fljótt að gróa og oftast auðvelt að hugsa um það. Best er að þrífa það í sturtu með sápu með lágu sýrustigi.

Það er eðlilegt að það blæði pínu fyrst í stað úr gatinu. Það getur sviðið við að pissa og er mælt með því að drekka mikið vatn til að minnka sviða. Einnig er gott að hella smá vatni yfir gatið þegar maður er búin að pissa til að minnka sviða.

Þú mátt stunda kynlíf um leið og þú ert tilbúin til þess, en best er að nota smokk og þrífa sig vel eftir á. Hinsvegar ef það er staðsett mjög neðarlega er best að bíða með kynlíf fyrstu vikurnar á meðan það er ennþá bólgið.

Kostir:
Ef að gatið er staðsett frekar ofarlega þá getur það örvað snípinn, og ef það er staðsett mjög neðarlega getur það örvað bólfélagann.




Outer labia (8-12 vikur að gróa)

Algengt gat sem að flestar konur geta borið.
Algengt er að konur fái sér nokkur svona göt.

Staðsetning:
Gatið er stungið lárétt hvar sem er í ytri skapbörmunum og er oftast notaður hringur í þetta gat.

Eftirmeðhöndlun:
Oftast er auðvelt að hugsa um það. Best er að þrífa það í sturtu með sápu með lágu sýrustigi.

Þetta gat er aðeins lengur að gróa heldur en flest önnur kynfæra göt því að skinnið er mikið þykkara heldur en í hinum götunum.

Þú mátt stunda kynlíf um leið og þú ert tilbúin til þess, en best er að nota smokk og þrífa sig vel eftir á. Hinsvegar ef það er staðsett mjög neðarlega er best að bíða með kynlíf fyrstu vikurnar á meðan það er ennþá bólgið.

Kostir:
Ef að gatið er staðsett frekar ofarlega þá getur það örvað snípinn, og ef það er staðsett mjög neðarlega getur það örvað bólfélagann.




Fourchette (8-12 vikur að gróa)

Flestar konur eru ekki byggðar í þetta gat.
Ef að þú ert með auka skinn fyrir aftan legopið þá getur þú borið þetta gat.

Staðsetning:
Gatið er staðsett í spönginni og best að nota beygðan pinna.

Eftirmeðhöndlun:
Best er að þrífa það í sturtu með sápu með lágu sýrustigi.

Það þarf að hugsa vel um þetta gat því það er svo nálagt endaþarminum, einnig þarf að passa sig fyrst í stað þegar maður skeinir sér.

Best er að bíða með kynlíf fyrstu vikurnar á meðan það er ennþá bólgið.

Kostir:
Getur örvar bæði þig og bólfélagann.




Princess Albertina (6-8 vikur að gróa)

Mjög óalgengt gat og eru margir gatarar sem að mæla á móti þessu gati því það getur stuðlað að þvagfærasýkingum.
Ef að þú ert með nógu stórt þvagrásarop þá getur þú borið þetta gat.

Staðsetning:
Stungið er lóðrétt í gegnum þunn skinn sem liggur á milli þvagrásaropsins og legopsins. Best er að nota hring í þetta gat.

Eftirmeðhöndlun:
Best er að þrífa það í sturtu með sápu með lágu sýrustigi.

Það er eðlilegt að það blæði pínu fyrst í stað úr gatinu. Það getur sviðið við að pissa og er mælt með því að drekka mikið vatn til að minnka sviða. Einnig er gott að hella smá vatni yfir gatið þegar maður er búin að pissa til að minnka sviða.

Best er að bíða með kynlíf fyrstu vikurnar á meðan það er ennþá bólgið.

Kostir:
Ef að það er rétt staðsett og þú hefur gaman af því að örva þvagrásaropið þá getur þetta gat örvað þig.




Christina (8-12 vikur a gróa)

Er í rauninni ekki kynfæragat en ætla samt að láta það fylgja.
Ef að þú ert með þykkt skinn fyrir ofan snípshettuna þá getur þú borið þetta gat.

Staðsetning:
Gatið er stungið lóðrétt fyrir ofan snípshettuna, semsagt þar sem kynfærahárin vaxa. Best er að nota surface lokk en hjá sumum virkar að vera með beygðan pinna.

Eftirmeðhöndlun:
Það er auðvelt að hugsa um þetta gat. Best er að þrífa það í sturtu með sápu með lágu sýrustigi.

Þú mátt stunda kynlíf um leið og þú ert tilbúin til þess, en best er að nota smokk og þrífa sig vel eftir á.

Kostir:
Þetta gat örvar mann ekki kynferðislega, er einungis til skrauts.



Vona að þessi grein hafi hjálpað einhverjum :)
facebook.com/queeneliiin