Scarification Ég hef tekið eftir því að fleiri og fleiri eru farnir að heillast af scarification og er ég sjálf orðin mjög heilluð af þeim.
Þannig ég hef ákveðið að lýsa fyrir ykkur helstu aðferðum scarification og eftirmeðhöndlunum.

Cutting
Er algengasta aðferðin og notast er við skurðhníf.
Þá er myndin einfaldlega stensluð á líkamann og skorið er eftir henni sirka 2mm inní húðina með skurðhníf.
Hægt er að skilja myndina eftir einungis með útlínum og svo er líka hægt að gjörsamlega húðflétta þig. Þá er notast við tangir líka.
Gripið er um húðina og skorið undir hana með skurðhnífnum.

Mynd:
http://bmezine.com/scar/A91228/high/j4db-found-my-piece-of.jpg


Chemical scarification
Þetta er ekki mikið notuð aðferð og er mælt með að sleppa henni bara alfarið, hún er erfið, þú þarft að hafa skilning í efnafræði og getur haft alvarlegar afleiðingar.

Þegar það er notað þessa aðferð er ekki hægt að teikna myndina á.
Það þarf að notast við matar filmu, vaselin eða sterkt tape til að forma myndina, því er einungis hægt að gera einföld form með þessari aðferð.
Það eru til mörg efni sem hægt er að nota til að gera örið sjálft, margir halda að það sé hægt að nota acid eða sýru, en það er alls ekki mælt með því.

Afhverju ?
1.Því að sýran þarf að vera í vökvaformi, og því er mjög erfitt að hafa stjórn á henni á húðinni(getur lekið út úr forminu).

2.Þessi efni vinna alveg rosalega hratt og ef þau eru höfð á húðinni of lengi geta þau étið sig alltof djúpt og gert mikinn skaða.

3.Það þarf sérstakt efni til að stoppa virknina, það er ekki hægt að hella vatni yfir því það mun aðeins breiða sýrunni og brenna enn stærri part af líkamanum.

Það sem er best að nota er oxidizers, þótt það þurfi líka að blanda það við vatn, þá þarf það ekki að vera algjörlega í vökvaformi, þannig þú hefur mikið meiri stjórn á efninu, þau er mikið lengur að vinna heldur en sýrur og þurfa því að vera lengur á húðinni til að ná örinu og það er hægt að hreinsa efnið af með miklu magni af vatni án þess að skaða aðra parta af líkamanum.

Mynd:
http://www.alternativelook.net/images/chemicalscarring.jpg

Branding
Margir segja að branding og scarification sé ekki sami hluturinn en í rauninni er branding bara ein aðferð til að ná fram öri.
Það eru nokkrar aðferðir til að gera það en ég ætla að lýsa helstu tveimur.

Strike Branding
Þá er málmbútur hitaður upp og lagður á húðina, málmbúturinn er oftast bara lítill kubbur og er því myndin brennd í pörtum, mjög svipuð aðferð og er notuð til að brennimerkja dýr.

Mynd:
http://www.fakir.org/images/brandingstrip.jpg

Laser Branding
Er einskonar “brennipenni”. Myndin er þá stensluð á líkamann og þú fylgir pennanum einfaldlega bara eftir línunum. Með þessari aðferð er hægt að gera mjög nákvæmar myndir.

Mynd:
http://news.bmezine.com/wp-content/uploads/2008/09/pubring/people/A10101/htc-lbr1.jpg

Eftirmeðhöndlanir
Margir halda að það sé engin eftirmeðhöndlun, en það er einfaldlega ekki rétt. Það þarf að hugsa rosalega vel um sárið eftir á því jú þetta er opið sár og hægt er að fá mjög slæmar sýkingar í það.

Það þarf að þrífa sárið 3-4 dag í 4-6 vikur, best er að gera það í sturtu með bakteríudrepandi sápu.
Sárið sjálft er í 6-8 vikur að gróa, þótt að loka útkoma örsins geti verið í 1-2 mánuð að myndast.

Það eru margar gerðir af örum og eru mismunandi aðferðir eftir því hvernig þú vilt að örið lýti út.

Láta í friði
Ef þú vilt að örið sé algjörlega flatt, þá áttu að láta það algjörlega vera, semsagt ekki kroppa eða pirra sárið á einn né annan hátt. Það er líka gott að halda því röku, bera á það krem þótt það sé alveg undir þér komið. Þetta er í rauninni sama aðferð og er notuð við tattoo.
En það leiðinlega við þessa aðferð er það að sárið gæti gróið “of vel” semsagt örið gæti orðið lítið áberandi.
Mælt er með þessari aðferð fyrir branding.

Mynd:
http://www.deviantart.com/download/112013329/Healed_Peace_Scarification_by_sillyg00sey.jpg

Vaselín og matarfilma
Þá berður vaselin jafnt yfir sárið og vefur síðan matarfilmu yfir það, þú þarft að skipta um á sárinu 4 sinnum á dag og þrífa sárið vel á milli. Svona heldur sárinu í 8-10 daga.
Það sem þessi aðferð gerir er það að þú neitar sárinu um súrefni og því verður örið upphleypt.

Mynd:
http://images.hugi.is/hudflur/156113.jpg

Kroppa
Þetta er ein algengasta aðferðin, kroppa hrúðrið af einsog enginn sé morgunndagurinn. En örið gæti orðið ójafnt, því þú gætir rifið upp meira skinn og sárið verður því misdjúpt sem veldur því að örið verður ekki jafnt.
Hægt er líka að nota tannbursta til að gera þetta, þá burstaru honum langsum yfir sárið. Það eru meiri líkur að örið verði jafn ef þú notast við tannburstann.

Mynd:
http://news.bmezine.com/wp-content/uploads/2008/09/pubring/people/A10101/htc-lbr2.jpg


Svo eru nátturlega til fleiri aðferðir til að gera scarification en þetta eru svona þær helstu.

Vona að þetta hafi hjálpað einhverjum :)
facebook.com/queeneliiin