Ég er búinn að vera með göt síðan í nóvember og ætlaði að setja tapera í eftir átta vikur. Til mikillar ólukku þá fékk ég högg á annað eyrað þannig að það kom örlítið sár hjá gatinu svo ég ákvað að bíða með að setja þá í í lengri tíma. Ég var búinn að setja 2mm taper í fyrir viku og setti 4mm í núna áðan. Það var ekkert svo vont að setja hann inn og ég fór frekar hægt en þegar hann var svona sirka hálfnaður þá byrjaði að blæða. Ég veit ekki alveg hvort þetta sé eðlilegt svo ef það er einhver hérna sem gæti bent mér á eitthvað efni um þetta eða svarað mér um hvað ég á að gera og hvað vandamálið gæti verið þá væri það vel þegið.