Ég ákvað á ungum aldri að ég ætlaði að fá mér húðflúr. Bara eitt svona með mikillri merkingu. Svo þegar ég varð átján ára þá ákvað ég að slá loksins til. Teiknaði það á mig næstu mánuðina og var alveg handviss um að þetta var það sem ég vildi.
Það var geggjað ég er enn mjög ánægð með það og er mjög sátt við að hafa það alla ævi.

Fyrsta húðflúrið var svo æðislegt að þetta gat ekki klikkað. Ég hugsaði hinsvegar ekki nóg um það, pældi ekki nógu lengi. Þetta eru s.s. tvö stjörnumerki sameinuð. Þau tákna guðdætur mínar tvær. Hugmyndin fannst mér góð en staðsettningin (fyrir ofan olnbogann, aftaná handleggnum) og útkoman (með rauðu og svörtu bleki) er virkilega að pirra mig.

Nýlega var ég að flytja frá Íslandi og er að spá í að fá mér það þriðja. Er með rosalega heimþrá og sakna fjölskyldunnar, vinanna og þá sérstaklega dóttur minnar, sem er 9ára gömul border collie tík. Mig langar að fá mér í smáu, einföldu letri fyrsta stafinn í nafninu hennar, P, á úlnliðinn. Aaaaanyways ég vil fá skoðun á þessu, er það algjört hallæri að fá sér svona gæludýra tattoo, í algjörri hreinskilni hvað finnst ykkur?

Vil helst ekki fara á bömmer eins og með síðasta húðflúrið, þið ykkar sem hafið lent í lélegri reynslu vitið hvað ég meina:o/

Þetta er mynd af seinna húðflúrinu mínu:
http://farm5.static.flickr.com/4037/4426041783_a15fd3b62a_m.jpg