Trivia komin í gang! Núna þegar eru 15 dagar í að Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1 verði heimsfrumsýnd, þá held ég að það sé kominn tími til að koma smávegis lífi á þetta áhugamál. Ég mun sjálfur koma með grein hvernig mér fannst myndin eftir að ég er búinn að sjá hana (og eflaust aðrir líka) en svona til að hita fólk upp smávegis fyrir myndina þá hef ég ákveðið að halda triviu-keppni á áhugamálinu.

Ég kom með 7 triviur úr öllum bókunum fyrir einu og hálfu ári og voru þær betur teknar en ég átti von á. Mig hefur alltaf langað til að koma með triviu úr myndunum, en ég hef aldrei fundið ástæðu eða vilja til að gera það, þangað til núna.

Ég er kominn með 20 spurningar sem eru í triviakubbnum á áhugamálinu. Og svo að sem flestir geti tekið þátt, þá eru þetta blanda af spurningum úr myndunum, spurningar sem tengjast eitthvað myndunum (t.d. eitthvað um leikstjóra myndanna), og nokkrar um breytingar á myndunum samanborið við bækurnar.

Verðlaun fyrir efstu sætin:
1: 100 stig
2: 80 stig
3: 60 stig
4: 40 stig
5: 20 stig

Eins og er, er ég að ræða smávegis við kvikmyndir.is um hvort það verði forsýning á myndinni og hvort það sé möguleiki á að það sé hægt að gefa miða fyrir þá sem verða í efstu sætum. Það er óvíst eins og er.
En ef það verður ekkert upp úr þessu eða að það verður ekki hægt að gera forsýningu, mun ég sjálfur splæsa á þann sem er eingöngu í efsta sæti.

Ef þið hafið áhuga, skoðið þá triviuakubbinn á /hp

-sabbath