Hvers vegna sá Harry ekki vákana fyrr en í fimmtu bókinni? Hvers vegna sá Harry ekki vákana strax í fyrstu bókinni?

Þetta er spurning sem margir notendur huga hafa verið að velta fyrir sér. JK Rowling svarði þessari spurningu sjálf í viðtali á bókaveislu Edinborgar sem haldin var í ágúst síðastliðnum. Viðtalið í heild sinni má finna <a href="http://www.jkrowling.com/textonly/news_view.cfm?id=80"> hér</a>. Þar má einnig finna svör við ýmsum fleiri spurningum sem brenna á aðdáendum bókanna. En snúum okkur að svari frú Rowling við þessari spuningu.

Spyrill: Í fimmtu bókinni getur Harry séð vákana, getur þú séð þá?

Rowling: Já ég get séð þá. Þetta er spurning sem ég hef beðið eftir því þá get ég sagt ykkur aðeins meira um vákana sem hafa verið tilefni margra bréfa til mín. Fólk sendir bréf til mín og segir að Harry hafi séð fólk deyja áður en hann sá vákana í byrjun fimmtu bókarinnar og að þetta hafi verið mistök hjá mér. Ég væri sú fyrsta til að viðurkenna að ég hefði gert mistök við gerð bókanna en þetta voru bara ekki mistök. Svona hafði ég hugsað mér þetta: Harry sá ekki foreldra sína deyja því þá var hann einungis ársgamall og lá í vöggunni sinni. Hann gat heldur ekki skilið það að foreldrar hans voru horfnir og kæmu aldrei aftur. Þegar þú kemst að leyndardómum vákana skilurðu að þú getur bara skilið þetta þegar þú kemst að því hvað dauðinn er. Aðrir senda mér bréf og segja mér að Harry hafi séð Quirrell deyja en það er einfaldlega ekki rétt, Harry rotaðist áður en Quirrell dó. Hann vissi ekki um lát Quirrels fyrr en Dumbledore sagði honum það á sjúkraálmunni. En svo komum við að Cedric sem Harry sá deyja og það verð ég að útskýra aðeins betur. Harry var nýbúinn að sjá Cedric deyja þegar hann kom aftur til vagnanna sem drógu nemendur Hogwartsskóla að lestarstöðinni í Hogsmeade, hann sá ekki hvað dró vagnana þó að ég hafi vitað það. Ég ákvað að ég myndi ekki setja svona hlut í lok bókar, það virtist bara ekki viðeigandi. Allir sem hafa lent í því að missa ástvin vita að það tekur tíma að skilja að þú hittir þann sem þú misstir aldrei aftur mér fannst að það væri betra að Harry sæi þá eftir sumarið þegar hann gat gert sér grein fyrir dauðanum.

Maður verður hræddur þegar maður talar um váka, sömuleiðis verðurðu hræddari þegar þú lest fönixregluna en eldbikarinn.