Triviukeppnin er búin. Ég vil þakka öllum fyrir að hafa lagt tíma til að taka þátt í keppninni þótt það kepptu aðeins 6 í henni. Var frekar fúll með það, en hvað getur maður gert í því(Reyndar sendi ég PM til allra sem hafa keppt í triviunni en virtist hafa gengið).

Svörin úr síðustu triviu:
1: Þegar gómarar(Snatchers) náðu tríóinu hvað sagði Harry hvað hann hét?
Þar sem fyrra nafnið sem hann segir er Vernon hélt ég að flestir mundu svara Dursley, en af einhverjum ástæðum ákvað hann að segja annað skírnarnafn sem ættarnafn, eða Dudley. Semsagt Vernon Dudley.
2: Hvaða galdur ráðlagði Arthur Ron að gera til að stoppa rigningu?
Hann ráðlagði Ron þennan galdur þegar Ron(Dulbúinn sem Reg Cattermole) var að reyna að stoppa rigningu á skrifstofu Yaxley. Galdurinn er meteolojinx recanto.
3: Hvað var Ariana gömul þegar hún drap Kendra, móður sína?
Svarið var lauslega sagt af Aberforth þegar hann var að segja þeim frá hvað gerðist við systur sína. Hún var 14 ára.
4: Hvað gerði Mulciber við Mary McDonald?
Hann beitti svartagaldur að henni.
5: Hver voru síðustu orð Dumbledore við Lupin og Kingsley?
Enska:
Dumbledore
Harry is the best hope we have. Trust him
Íslenska, man ekki fullkomlega hvernig þetta var. Held að þetta sé svona:
Dumbledore
Harry er okkar eina von. Treystið honum
6: Hver var með Umbridge og Hermione(Dulbúin sem Mafalda Hopkirk) í Mugga-yfirheyrslunum?
Yaxley, drápari sem vitni af dauða Dumbledore.
7: Hver var skólastjóri í Hogwarts í 7. bókinni?
Enginn annar en Severus Snape.
8: Hvar voru Harry og Hermione þegar silfurhindin(Silver Doe) birtist?
Í Deanskógi (Forest of Dean).
9: Hvaða þrjár persónur er vitað um sem dóu í 7. bókinni sem voru 20 ára eða yngri?
Vincent Crabbe, Fred Wealsey og Colin Creevy þar sem Harry Potter tæknilega dó ekki.
10: Nefnið 4 sem koma fram(eða minnst á) í 7. bókinni og koma fram(eða minnst á) í aðeins einni annarri bók en ekki 6. (Horaca Slughorn er til dæmis ekki einn af þeim). Undantekningar eru dráparar, bókahöfundar og málverk.
Þetta var ekki mjög örugg spurning, enda gaf ég 1 stig fyrir hvert rétt svar. Ég veit bara um sex sem passa við þessa lýsingu en það eru: Dirk Cresswell, Gellert Grindelwald, Gregorovitch, Griphook, Andromeda Tonks, Ted Tonks.
Það væri flott ef þið vitið um fleiri, látið mig vita(Þessi þráður er ekki læstur)


Stigataflan úr sjöundu triviunni:
arazta 12 stig
ahamm 10 stig
HuldaRun 10 stig
asteroids 9 stig
Xeper 8 stig
Gilftendo 2 stig

Enginn náði fullt hús stiga(13) en það var náð síðast í 3. triviunni.



Lokastigataflan:
arazta 54 stig
asteroids 47 stig
xeper 43 stig
HuldaRun 39 stig
ahamm 36 stig
DrHaha 35 stig
Gilftendo 31 stig
OfurGuffi 18 stig
Snitch 18 stig
nammigris8 16 stig
Morgothal 14 stig
Eyjan 12 stig
Andrivig 10 stig
Greenbucket5 9 stig
Pigsnout 9 stig
Starlight 9 stig
BillyTheWerewolf 8 stig
THT3000 8 stig
myndavel 7 stig
nonni06 7 stig
ruslafata 7 stig
hnetustappa 6 stig
Katta 6 stig
padfoot23 6 stig
apoppins 5 stig
RemusLupin 3 stig

Ég vil óska arazta til hamingju með að vinna keppnina, og líka asteroids og xeper fyrir 2. og 3. þriðja sæti. Skemmtilegt hvað er mikill munur milli 7. og 8. sæti.



Meðalstig:
Meðalstig hvern keppanda miða við hvað hann tók þátt í mörgum trivium. (Fjöldi trivia)

Andrivig 10 stig(1)
arazta 9 stig(6)
Greenbucket5 9 stig(1)
OfurGuffi 9 stig(2)
Pigsnout 9 stig(1)
Snitch 9 stig(2)
Starlight 9 stig(1)
DrHaha 8,75 stig(4)
BillyTheWerewolf 8 stig(1)
HuldaRun 7,8 stig(5)
ahamm 7,2 stig(5)
Morgothal 7 stig(2)
myndavel 7 stig(1)
nonni06 7 stig(1)
ruslafata 7 stig(1)
asteroids 6,71 stig(7)
xeper 6,14 stig (7)
Eyjan 6 stig(2)
hnetustappa 6 stig(1)
Katta 6 stig(1)
padfoot23 6 stig(1)
nammigris8 5,33 stig(3)
Gilftendo 4,43 stig(7)
RemusLupin 3 stig(1)
THT3000 2,66 stig(3)
apoppins 1,66 stig(3)

Var reyndar frekar hissa þegar ég var að skoða þennan lista, hvað margir kepptu bara einu sinni. Af þeim sem fengu 9 stig eða fleira, sem eru 7 samtals voru 3 sem kepptu oftar en einu sinni. Og aðeins 3 kepptu í öllum triviunum
Þar að auki keppti aðeins einn Ofurhugi, RemusLupin(En reyndar eru margir ofurhugarnir hættir eða fara lítið á huga núna).
En allavega var Andrivig með hæstu meðalstigin hann fékk fullt hús stiga í fyrstu triviunni en keppti ekki meira.


Þetta hefur verið gaman og vil ég aftur þakka fólki fyrir að hafa tekið þátt í henni. Þetta reyndar tók miklu meiri tíma en ég bjóst við. Hélt fyrst(þegar ný trivia kom á vikufresti, sem gerðist tvisvar) að þetta myndi ljúka kringum desember/janúar.
Ef ég geri triviu aftur(sem verður ekki í bráð) mun ég líklegast bara gera eina með fleiri stigum og fjölbreyttari.
Endilega skilið eftir comment.

sabbath