Ég sá þessa frétt á forsíðu mbl.is og ákvað að deila henni með ykkur.

Metsöluhöfundurinn J. K. Rowling hefur skýrt frá því að hún hafi brostið í grát er hún sat við skriftir og var við það að ljúka sjöundu og síðustu bókinni í bókaröðinni um Harry Potter. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali við breska fjölmiðlamanninn Jonathan Ross.

Það er ekki skrítið, líf hennar hefur að miklu leyti verið helgað Harry Potter síðustu 10 árin. Þessi ævintýraheimur sem hún hefur skapað mun aldrei hverfa en eins og Steven King sagði þá er enginn endir réttur því ævintýrið á ekki að enda. Töfrarnir eiga ekki að hverfa.; “No ending can be right, because it shouldn't be over at all. The magic is not supposed to go away.”

Síðasta bókin nefnist Deathly Hallows sem gæti útlagst sem Banvæn vé á íslensku. „Ég hágrét er ég kláraði einn kaflann nærri endanum,” sagði Rowling í samtalinu við Ross.

Ég veit ekki hvort Banvæn Vé sé opinber titill á DH, mér finnst hann ekkert spes en reyndar gæti ég ekki þýtt titilinn á íslensku.

Hún sagðist hafa klárað bókina ein á hótelherbergi þar sem hún þurfti að hressa sig við með hálfri flösku af kampavíni af mini-barnum áður en hún hélt heim útgrátin með augnmálninguna niður á kinnar.

:'(, hvað gerist eiginlega í DH? Ég veit ekki hvort ég á eftir að þora að lesa hana.


Upprunalega fréttin af Mbl.is: http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1278811