Sælir. Ég er mikill áhugamaður um Harry Potter en það er eitt ákveðið atriði sem að ég einfaldlega botna ekkert í í þessari sögu. Það kemur fram í 3. bókinni, fanganum frá Azkaban. Ég tek fram að ég hef ekki lesið bækurnar og finnst það líkleg skýring á að ég botni hvorki upp né niður í þessum time-turner hjá henni Hermione?

Þ.e.a.s. eftir að ákveðinn atburður er búinn að eiga sér stað, hvernig þau geta farið til baka í tíman og breytt því sem átti sér stað? Hvernig meikar það sence?

Sem dæmi: Harry Potter og Sirius Black eru með allar vitsugurnar á sér, þar til eitthver kemur (sem Harry heldur að sé pabbi hans) og notar Patronusinn á vitsugurnar og nemur þær á brott. Síðan kemur í ljós að þetta var Harry sjálfur. Hvernig á það að meika sens að hann hafi ekki vitað af því?

Það er eins og það sé bara búið að ákveða fyrirfram að þau muni síðar fara aftur í tíman til að breyta þessu, sem að meikar engan sens þó þetta sé nú galdraheimur.? Getur eitthver skýrt þetta út fyrir mér eða á þetta bara að vera svona hrikalega confusing dæmi? haha :)