Loðnu leyndarmálin - annar kafli „Gerðu það, Remus!“ Bað Sirius og stappaði niður hægri fætinum.
„Bara einu sinni enn, það tekur bara fimm mínútur,“ hélt Sirius áfram og reyndi að freista Remus.
„Klósettin lykta ógeðslega,“ sagði Remus og dæsti „ég er heldur ekki í stuði,“ Remus langaði að vera bara einn og skrifa skáldsöguna sína. Skáldsagan fjallaði í rauninni um hann sjálfan, en auðvitað skrifaði hann um sjálfan sig frá öðru sjónarhorni.
„Þú ert aldrei í stuði,“ kvartaði Sirius. Remus leit upp frá ritvélinni, afar gagnlegri uppfinningu mugganna til að skrifa niður. Hann þoldi ekki að nota alltaf fjaðurpenna, þeir létu svo illa af stjórn.
„Fimm mínútur,“ samþykkti Remus „farðu og finndu strákana,“ Sirius, sem hafði setið hjá Remus og babblað við sjálfan sig á meðan Remus svaraði áhugalaus „einmitt … nákvæmlega … skil … auðvitað“. Hann skildi ekki af hverju Sirius vildi frekar hanga yfir honum en að bjóða fyrstársnemana „velkomna“ með James, Peter og Van, undarlega skiptinemanum. Með velkomna átti hann auðvitað við með gagnstæðri merkingu.
„Jeg er en tosk!“ Remus hló. Van hafði verið að kenna þeim norsk blótsyrði og algengar setningar. „Tosk er hálfviti, Sirius,“
„Skiptir engu, ég meinti ég er á leiðinni!“ Sirius var greinilega í góðu skapi.

Hálftíma síðar stóðu Remus, James, Peter, Sirius og Van fyrir framan grænar klósettbásadyr.
„Eigum við að hleypa honum út?“ Spurði Van. James hristi svart hárið svo það datt niður ennið.
„Er allt í lagi þarna inni?“ Spurði hann illkvittnislega. Ekkert svar.
„James -,“
„Sssh!“ Þaggaði James niður í Remusi „ég held að hann ætli að segja eitthvað,“ allir strákarnir snarþögnuðu. James var pirraður. Hann gekk hröðum skrefum að dyrunum og dró fram sprotann sinn; ellefu sentímetrar, hjartarót úr dreka og sveigjanlegur. Hann beindi sprotanum að hurðinni.
„Alohomora,“ muldraði James og agnarsmár hvellur heyrðist. Hurðinn opnaðist upp á gátt en klósettklefinn var auður.
„Skiljiði ekki hvað þetta þýðir?“ Spurði James pirraður. Spennuþrungin þögn ríkti um stund. Strákarnir litu hvor á annan. Van virtist ennþá heimskari en venjulega þar sem munnurinn var hálfopin og blá augun lýstu svo barnslegri einlægni að það hefði enginn trúað því að hann væri orðinn fimmtársnemi, Sirius stóð grafkyrr, dökkar krullurnar lágu ofan á sitthvorri öxlinni og hann virtist hugsa stíft og Peter góndi út í loftið, nennti ekki einu sinni að fylgjast með framvindu mála. Remus var sá eini sem gerði sér grein fyrir alvarleika málsins.
„Ég hefði aldrei átt að draga ykkur í þetta.“ Sagði hann skelkaður.

Neyðarfundur Ræningjanna
- Viðstaddir eru, Þófi, Horn, Ormshali og Vígtönn

Páraði Sirius í offorsi.
„Getiði núna við skegg Merlíns ropað því út úr ykkur hvað í ósköpunum er í gangi,“ Peter kinkaði kolli til samþykkis. Þeir sátu við eikina armalöngu, sem hafði eiginlega verið athvarf „Ræningjanna“ síðan þeir fyrst komu saman. Verkefni Ræningjanna voru kannski ekki endilega mörg, en þó var eitt sem fáir sextán og sautján ára strákar gætu hafa höndlað betur: litla loðna leyndarmálið, eins og James sagði hlæjandi þegar strákarnir höfðu gripið Remus glóðvolgan. Svo voru færri smáleg eins og að pína Severus Snape, bróka yngri nemendurnar og sprengja upp klósett. Klukkan var tíu, fyrsti skóladagurinn liðinn á enda. Það hafði verið Qudditchæfing hjá James og Siriusi. Remus hafði svo tekið að sér kenna aukatíma í vörnum gegn myrku öflunum fyrir þá sem hefðu áhuga. Hann gerði það þar sem kennarinn þeirra, Penuel Pelletoot var að minnsta kosti hundraðogfimmtíu ára gamall og hafði því löngu útrunnin orðaforða sem fæstir gátu fyrir nokkrun mun skilið. Reyndar hélt Prófessor Pelletoot því fram að hann væri ekki nema nítíuogsjö en hrukkurnar ristu jafn djúpt og Grand-gljúfrið. En vegna aldurs og skort á skiljanleika þurfti einhver að kenna aukatíma annars mundi hátt hlutfall bekkjarinns falla. Og þar kom Remus inn. Vegna þess að hann var Varúlfur hafði hann í gegnum tíðina varið miklum tíma í að skoða allskonar kennslubækur myrkuaflanna því Varúlfar voru alemennt talnir hættulegir og ómannlegir og tengdust því myrku öflunum. Það var ástæða þess að þeir hittust ekki fyrr en klukkan var orðin tíu og einungis tveir tímar í að þeir áttu að vera komnir undir sæng og sofnaðir.
„Skiljiði ekki ennþá?!“ James virtist ekki eiga orð yfir heimsku vina sinna.
„James notaði varnargaldra á klósettbásinn svo hann gæti ekki sloppið með göldrum,“ sagði Remus til útskýringar „Oo eini galdurinn sem er undanskilin frá varnargalrinum er?“
„Kvikskipti,“ botnaði Sirius hátíðlega, enda var Sirius bráðgreindur. Algjörlega án allrar fyrirhafnar og áhuga, líkt og James. Remus hinsvegar hafði áhugann og metnaðinn í að standa sig. Þessvegna var hann oftar en ekki talin greindari en hinir tveir.
„Takk, Sirius, loksins,“ sagði James feginn.
„Þannig er hann kvikskiptingur? Hvernig tengist það nokkru?“ Spyr Peter Pettigrew og setur í brýnnar. Sirius slengir höndinni á ennið á sér og Remus glottir út í annað, Peter var kannski ekki beint beittasti hnífurinn í skúfunni.
„Á síðustu öld voru einungis sjö skráðir Kvikskiptingar, ekki satt? Og ég stórlega efast um að hann sé einn þeirra,“ sagði Sirius óþolinmóður, þar sem hann hafði núna gert sér grein fyrir öllu fór það greinilega ákfalega í taugnarnar á honum að Peter var ennþá að koma af fjöllum. Remus tók skyndilega um höfuð sitt, hann fékk skyndilega svima, kannski var það vegna þess að honum fannst hann vera byrgði eða að eftir nákvæmlega tvo sólarhringa mundi hann umbreytast í ógeðslegt fyrirbæri.
„Hvað tengist það samt saman?“ Spurði Peter alveg jafn grunlaus.
„Peter, skilurðu ekki? Severus Snape er kvikskiptingur og hvernig varð hann kvikskiptingur? Eina hráefnið sem er næstum ógjörningur að fá er Varúlfahár og við höfum mjög beinann aðgang að því … en bara við, eða svo héldum við. Þessvegna veit Snape greinilega af Moony,“
„Einmitt, þakka þér, Sirius“ Samsinnti James ákafur.
„Jáá, þannig,“ Peter hafði greinilega loksins skilið. Strákarnir héldu áfram hróksamræðum á meðan Remus sá svart, honum fannst hann vera að detta en snögglega hætti það. Hvað var í gangi? Af hverju vissi Snape leyndarmálið? Og hvernig komst hann að því?

„Kannski á hann huliðskikkju og er búin að vera elta okkur?“ Stakk Peter Pettigrew upp á nokkrum dögum eftir að strákarnir höfðu setið hjá Eikinni armalöngu. Þeim hafði ekkert miðað áfram í málinu en þorðu ekki að pinta Snape, hann gæti kjaftað.
„Já einmitt. Þú veist alveg að huliðskikkjan mín er ein sinnar tegundar sem virkar innan veggja skólans – hún er ekta,“ svaraði James hrokafullur. Það var ótrúlegt að James var svona vinsæll, og Sirius reyndar líka ef út í það er farið. Þeir voru báðir hrokafullir og gátu oft verið illgjarnir. Þeir voru samt báðir myndarlegir, þó Sirius meira áberandi og ákaflega skemmtilegir, ef þú varst svo heppin að vera vinir þeirra gastu verið viss um að vera boðið á alla viðburði. Öllum líkaði vel við þá, nema auðvitað þeim sem þeir pintu. Remus og Peter sátu augljóslega í skugganum af James og Siriusi, þeim virtist samt standa á sama.
„Það er ekkert víst að þetta sé rétt … kannski eru þetta bara tilviljanir,“ muldraði Remus. Remus var fölur, enda einungis tvær nætur síðan hann umbreyttist og nokkra daga eftir á hafði hann öllu jafna litla sem enga matarlist og minnti helst á löngu liðið lík.
„Þú veist jafn vel og ég að þetta eru ekki tilviljanir,“ sagði James með kaldri röddu. Þeir nálguðust dýflissurnar óðfluga. Töfradrykkjatími var ein af þeim fáu námsgreinum sem Remus hafði hæfileika frá náttúrarinnar hendi en ekki upp úr kennslubókum, hann gæti meira að segja vel hugsað sér að verða apótekari þegar hann kláraði námið við Hogwarts. Það skemmdi ekki fyrir að kennarinn þeirra, Prófessor Juveue Von Hazel höfðaði vel til nemendanna, gerði námið skemmtilegra og skyggti á erfiði þess.
„Parið ykkur tvö og tvö saman!“ Sagði lágvaxin norn með mikið grátt hár sem gekk inn í dýflissuna skyndilega. Hárið stóð út í allar áttir og hún var íklædd rósóttri skikkju sem minnti helst á náttkjól. Uppi varð fótur og fit. James færði sig nær Lily sem brosti og fiktaði í hárinu á sér. Peter spurði Sirius og Sirius kunni ekki við að neita. Remus leit í kringum sig í örvinglun og kom auga á Hestiu, sem starði illilega á Alice, Alice brosti afsakandi og settist með Van. Remus náði augnsambandi og lyfti augnabrúnunum og brosti. Hún brosti ekki en gekk þó að honum. Hann sá hana betur, hann ætlaði varla að trúa því að þetta væri sama manneskjan og hann hafði þekkt árið áður, ef stingandi, blá augun hefðu ekki horft á hann tortryggin að vana hefði hann ekki þekkt hana. Svart hárið var meira að segja ennþá svartara og hafði aðeins síkkað, náði núna næstum að öxlum og þegar hann horfði á hana í heild fékk hann áfall. Hestia hafði alltaf verið mjög lágvaxin og ótrúlega smágerð og brothætt en eins og fyrir galdra hafði hún þroskast (hélt þó lágri hæð sinni), hún hafði fengið brjóst og vel það. Hún hafði orðið að ungri konu, allt á einu sumri.

„Uh, hæ,“ Remus rækti sig vandræðalega eftir nokkur vandræðaleg augnablik í þögn. Honum hafði alltaf fundist Hestia frekar ógnvekjandi. Hún kom úr fullkomlega hreinræktaðri galdrafjölskyldu sem hafði mikil völd innan galdraheimsins. Hún var skörp en ekki beint greind. Hún var kjaftfor og köld viðmóts, alveg fullkomin andstæða bestu vinkvenna hennar, Lily og Alice.
„Sæll,“ muldraði hún og sast á bekkina. Það voru ekki kennsluborð líkt og í flestum öðrum kennslustofunum heldur langir bekkir og langt borð að því virtist úr svörtum málmi. Eflaust til að spara óþarfa vesen ef töfadrykkirnir skyldu misheppnast.
„Í dag munum við brugga Naglavaxtardrykkinn,“ tilkynnti nornin í náttkjólnum.
„Og þeir sem hafa gleymt mér yfir sumarleyfir er ég Juveue Von Hazel, kölluð Hazel eða Hazie,“ sagði Prófessor Hazel glettin. Nokkrir flissuðu. Remus gat ekki annað en verið grænn af öfund út í Hufflepuff nemenduna fyrir að Prófessor Hazel væri yfir þeirra heimavist. Þetta var annað árið í röð sem Gryffindornemar sátu uppi með McGonnagall Prófessor, og hún virtist ekkert á förum. Árið áður hafði aðstoðarskólastjórinn, Prófessor Silvio Goldbrown verið yfir Gryffindor en hætti því honum þótti hann hafa nóg á sinni könnu.
„Þið veltið kannski fyrir ykkur af hverju jafn tilgangslaus drykkur og Naglavaxtardrykkurinn sé til,“ hélt Prófessor Hazel áfram með lágri röddu. Hún þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að fá hljóð „því get ég ekki svarað,“ Flestir nemendurnir brostu út í annað. „En í námskránni sem Prófessor McGonnagall ákvað að vera svo væn að búa til fyrir mig innhélt bæði Naglavaxtadrykkinn, Fýludrykkinn og drykk sem kallast Puff Pfaff Phfilliuss,“ rödd Prófessor Hazel gaf það augljóslega í ljós að hún hefði alls ekki kosið hjálp McGonnagall. Hendi London Preston-Williams rauk upp. Prófessor Hazel kinkaði kolli og gaf þar með London leyfi til að tala.
„Hvað er Puff-Paff-Púff drykkurinn?“ Spurði hún tortryggin. Prófessor Hazel hló.
„Hef ekki grænan, það verður gaman að komast að því hinsvegar,“ Prófessor Hazel sneri sér að grænni töflunni og tók upp stuttan, breiðan sprota og sveiflaði honum eilítið og stafir hófu að pára sig sjálfir á töfluna.

Naglavaxtardrykkurinn:
Innihald:
Seiðpottsfylli af hreinu vatni.
A.m.k. 12 naglaafklippur.
Þrír þumlungar af þara.
3/11 pund af táradufti.
Dass af húðflögum.
Átta margfætlufætur.
Og síðast en ekki síst; Mj. mikilvægt: tvö augnhár einhyrning.

Aðferð:
1. Byrja skal á því að fylla pottin af vatni (nóg er að fremja vatnsgaldurinn).
2. Skera svo þarann í fimmtán bita.
3. Hella þaranum út í.
4. Kynda undir pottinum.
5. Klippa neglurnar út í (gott er að hafa tvær mismunandi gerðir af nöglum). ATH. Vatnið á þá að taka á sig gul-grænan lit.
6. Dusta á húðflögur af innanverðum hægri lófa (ef vökvinn tekur ekki UMSVIFALAUST á sig kekkjótta áferð hlaupið út!)
7. Margfætlufótunum og táraduftinu er bætt út í mj. hratt.
8. Eftir að hafa hrært 12 og hálfan hring til vinstri, 7 hringi til vinstri og 3 og ½ hring til hægri á að saxa einhyrningaugnhárin eins smátt og auðið er og passa að allt fari út í.
9. Töfradrykk lokið! Vel af sér vikið!


„Það er satt,“ muldraði Hestia „þetta er tilgangslaust,“ Remus tók upp pottinn sinn og muldraði eitthvað svo undir pottinum birtust rauðir logar.
„Aqua,“ sagði Hestia skýrt eftir að hafa tekið fram sprotann sinn (rósaviður, 10 ½ sentímetri, með kjarna úr einhyrningshári og sveigjanlegur) og potturinn fylltist af hreinu vatni. Hestia og Remus glottu til hvors annars.

Tíminn hafði verið góður, Remus og Hestia höfðu áunnið Gryffindor heil fimm stig fyrir góða frammistöðu, enda höfðu þau unnið ákaflega vel saman. Remus komst að því að eina fagið sem Hestia var góð í var fyrir undarlega tilviljun, töfradrykkir. Sirius og Peter hafði gengið hræðilega, svo illa að Peter hafði neyðst til að fara í sjúkraálmuna til að fá ígræddar augnabrúnir þar sem hans eigin höfðu sviðnað burt. Núna var Remus, James, Peter og Sirius á leiðinni upp tröppurnar í svefnálmuna til að skila bókunum áður en þeir færu í mat.
„Ég kem á eftir, fariði bara á undan,“ sagði Remus þar sem hann pikkaði á ritvélina.
„Flýttu þér, ég heyrði James segja að eldhúsálfarnir höfðu hvíslað því að honum að það væri karmellubúðingur í eftirrétt,“ sagði Sirius sem var einn eftir ásamt Remusi og Frank Longbottom sem var greinilega að læra þar sem hann sat og páraði á papírus. „Og athugaðu í fremsta hólfið á töskunni þinni,“ eftir þessi orð var Sirius rokinn. Remus setti í brýnnar. Hann var samt forvitinn svo hann stóð upp og tók töskuna sína af rúminu sínu og tók upp bréfsnifsi upp úr fremsta hólfinu.
Hittu mig við Ugluhúsið klukkutíma eftir kvöldmat.
-S.

Var páraði með klesstu hrafnasparki Siriusar. Remus leit út um gluggann. Ugluturninn blasti við honum. Hann var hrifinn af Siriusi. Hann virkilega var það. En hann var bara ekki lengur viss hvort það var nóg.


Takk fyrir að lesa og endilega segið ykkar álit . . .
Öll gagnrýni vel þegin :).