Harry Potter og Dauðadjásnið (SPOILER) Núna þegar ég hef lokið við 7. og síðustu bókina af Harry Potter hef ég ekkert að gera þannig að mig langar að segja áltið mitt á nokkrum persónum, dauðsföllunum o.s.frv.

Ég vil byrja á því að segja að þetta er áreiðanlega uppáhaldsbókin mín með Harry Potter og að mér finnst nafnið fínt þó að Deathly Hallows þýðir samkvæmt mínum orðarforða “Dauðlegur Hrekkur”. Mér fannst bókin vera öðruvísi en hinar bækurnar og mun áhugaverðari, áreiðanlega út af því að þau voru nær ekkert í Hogwarts. Ég til dæmist hélt alltaf að Harry, Hermione og Ron mundu fara aftur í skólann og nota allan þann tíma sem þau gátu til að vita um verustað hina helkrossana (sem ég hélt líka að voru einum færri en voru í rauninni). Það gerðist hinsvegar ekki heldur notuðu þau allan tímann í að vita hvar helkrossarnir voru eða hvernig átti að eyða þeim. Ég átti alls ekki von á því að Voldemort hafði næstum tekið undir sig næstum allt galdrasamfélag Breta, átti ekki von á að þeir sem dóu dóu(Nema Snape og Fred því ég komst af því fyrir slysni) og alls ekki átti ég vona á þessum endi(Nítján arum seinna) sem var þar að auki ekki mjög innahaldsríkur endir.

Þegar Ron fór að kvarta undan því að þau voru ekki að ná neinum framförum yfir því hvar og hvernig átti að eyða helkrossunum (því hann hafði haft nistið á sér allan daginn) og tilfluttist til Bill og Fleur sá ég soldið sem minnti mig á Hringadróttinssöguna. Ron Weasley og Frodo Baggins voru báðir að bera mikla þyngd sem breytti þeim, og gerði þá að endanum sjálfselska (Ron nennti ekki lengur að hjálpa Harry og Frodo eignaði sér hringinn).
Bókin hafði hinsvegar nokkra galla að mínu mati og þá aðalega R.A.B. Miða við hvað sumt af því sem gerðist í bókinni sem átti maður ekki von á var ég soldið vonsvikinn hvað þetta virtist vera augljóst. Mig var farið að gruna að það var annar en Regulus sem tók nistið.
Síðan fannst mér dauðsföllin soldið mikil. Ég grunaði aldrei að Colin Creevy mundi deyja og hefði ég ekki óvart séð 2 nöfn á spoiler rétt svo hefði mér aldrei grunað að Fred mundi deyja. Það var bara svo ólíklegt. Hann dó rétt í því að hann var undrast á því að Percy sagði brandara við drápara. En ég var sérstaklega ósáttur að bæði Tonks og Lupin hefðu dáið. Fannst mjög leiðinlegt að allir Ræningjarnir dóu í bókunum. Hedwig dó líka. Það var hræðilegt.
Þar að auki var Ginny lítið í bókunum. Hefði viljað séð hana með Harry, Ron og Hermione vera að leita að helkrossunum (Það aukti líkurnar hjá mér þegar Harry missti það út úr sér að það er hann sem þarf að drepa Voldemort við Ginny). Þegar ég var að lesa 7. kafla sá ég atriðið þegar hún kyssti Harry algjörlega fyrir mér (Harry horfar rólega á hana með “When you close your eyes” með Night Ranger og endirinn segir sig sjálfur) Þar að auki er Ginny uppáhaldskarakterinn minn og varð ekkert annað en svekktur við að hún lítið í lokabókinni. Ein af ástæðunum að mér finnst Unlikely Alliance vera góður spuni. Samt skemmtileg hvað hún, Lúna og Neville gerði mikið til að halda DA uppi.
Og hvað var málið með Huffelpuff. Allar hinar heimavistinar eða stofnendunir komu frekar mikið við sögu í bókinni en Huffelpuff var aðeins minnst einu sinni þegar McGonnagal bað Pomfrey að ná í nemdurnar frá hennar heimavist.
Síðast en ekki síst var það Hermione á einum kafla. Hún sagðist hafa látið foreldra sína fara til Ástralíu og þar að auku látið þau gleyma því að þau eiga dóttur. Hreint og beint brjálæði þó auðvitað hugurinn á bak við þetta var góður.

Mér fannst stórkostlegt að Rowling sýndi að Dumbledore væri ekki fullkominn. Sögurnar af því þegar hann var ungur fóru í mig og það er alls ekki margt sem fer í mig. Ég vissi alltaf að Dumbledore mundi ekki snúa aftir því mér fannst þessar vísbendingar sem Rowling sett í bókina (http://www.hugi.is/hp/providers.php?page=view&contentId=5092973 ) allt of auðljósar. Hún kom með eina vísbendingu um að Harry var hrifinn af Ginny og það var að hann fann lykt af henni í ástarseyðinu. Þegar ég las síðasta kaflann í Half Bloog Prince fann ég það bara að hann var dauður. Þar að auki var málverk af Dumbledore komið á vegginn.

En var Dumbledore jafnöflugur og hann var eða var það aðalega út af yllissprotanum (veit ekki hvernig þetta er sagt á ensku)?

Það voru alltaf vangaveltur hjá mér hvort Snape var góður eða vondur. Þetta gerði svo sannarlega útslagið. Minningarnar var mjög góð og það vakti furðu mína að Dumbledore átti erfitt með að treysta honum þar sem Dumbledore er þekktur fyrir að treysta fólki. Snape er áreiðanlega sá sem dó tilgangslausasta dauðanum og áreiðanlega mjög kvalafullum. Það verður mjög skemmtilegt að sjá í myndinni ,ef það verður sýnt atriðið þegar hann horfir í augun hans Harrys, hvort Lily mun hafa öðruvísi augnlit en Daniel Radcliffe.

Tókuð þið eftir því hvað Rowling kom með margar persónur sem höfðu bara komið fram í einni eða tveimur bókum. Gellert Grindelward, Viktor Krum, Deadlus, Charity Burbage(var bara minnst á fagið sem hún kenndi í 3. bókinni), Gregorovitch Ollivander, Griphook, Ríta Skeeter, Umbridge, Muriel og áreiðanlega fleiri sem ég man ekki komu fram í þessari bók.


Bókin lauk með ekki mjög mörgum spurningum (Nema hvað kom fyrir þá sem voru ekki nefndir) og að mínu mati endaði baráttan milli Harrys og Voldemorts eins vel og hægt væri. Það hefði verið alltof happy endir ef Harry hefði bara unnið Voldemort og alltof sad endir hefði Harry dáið að mínu mati. Og eitt varðandi lokabardagann; ég tók eftir því eftir að ég var búinn að lesa bókina að frontið á bókinni er þegar Harry er að grípa yllissprotann og Voldemort er að falla. Voru þeir ekki að berjast inn í skólanum, ekki undir berum himni?
Meikaði ekki sense fyrir mig.

Þetta er það sem ég hef að segja um Harry Potter og ég vona að þetta verður sett sem grein því þetta er fyrsta greinin sem ég geri. Þetta er áreiðanlega eina bókin sem ég hef haft gríðarlegann áhuga á (Las 1. bókina aftur fyrir stuttu á 2 skóladögum, les þessa á innan við sólarhring og las 1-6 þarsíðasta sumar á innan við mánuð, það var lítið að gera hjá mér í vinnuni) og ætla mér í jólafríinu að byrja að lesa þér á ensku. Mér skilst að þær séu miklu betri á frumtungumálinu. Takk fyrir mig

2 spurning að lokum: Enginn eyddi meira en einum Helkross. Harry: Dagbókin, Dumbledore: Hringurinn, Ron: Hálsfestið , Hermione: Bikarinn, Voldemort: Harry og síðan síðast drap Neville Nagini með Gryffindorsverðinu. Hvar fékk hann það?
Og hver var skvibbinn sem gat loksins galdrað?