Ást spilar stóran þátt í seríunni, hefur það verið staðfest oftar en einu sinni bæði í sögunum sjálfum og af J.K. Rowling. Ég las fyrir stuttu grein í Scribulus, ritgerðasafni leka seiðpottsins (www.the-leaky-couldron.org) sem skrifuð var af Hagridloveshappyhour (notendanafn, augljóslega). Sú ritgerð fjallaði um efni sem svaraði mörgum af spurningum sem ég hef verið að velta fyrir mér. Þær spurningar eru meðal annars:

Var Snape hrifinn af Lily?
Hvert er endanlegt takmark Snape?
Af hverju treystir Dumbledore honum?
Af hverju gaf Voldemort Lily tækifæri á að lifa?
Af hverju er alltaf verið að tala um að Harry og Lily séu með eins augu?

Þessi grein gefur mögulega skýringu á öllum þessum spurningum, að sjálfsögðu eru þetta eingöngu vangaveltur, en hún gengur upp, ég byggi hana á ritgerðinni Dark, Obsessive Love: Snape's Real Vendetta Revealed (http://www.the-leaky-cauldron.org/#scribbulus:essay:156) en klippi úr, bæti við og aðlaga að mínum kenningum.

“When you have seen as much of life as I have, you will not underestimate the power of obsessive love…” Horacio Slughorn

Ef Snape var ástfanginn af Lily getur það hafa haft áhugaverða keðjuverkun í för með sér, keðjuverkun sem gæti ákvarðað hvar endanleg hollusta Snape fellur. Snape og Lily geta vel hafa verið vinir eða jafnvel meira en það. Ef hann elskaði Lily, þá mun hefndar hvöt hans gegn James vera enn sterkari og djúpstæðari en eingöngu vegna stríðni og eineltis sem hann þurfti að þola af höndum hans og hinna sjóræningjanna. Hann mundi hata hann fyrir að taka Lily frá sér og vera tilbúinn að gera hvað sem er til þess að vinna hana aftur, jafnvel drepa James og Harry. Það er jú eitt af megineinkennum Slytherin að gera hvað sem er til þess að ná sínu fram.
Áður en hann lét Voldemort í té upplýsingarnar um spáóminn gæti hann hafa búið svo um hnútana að hann stæði að lokum uppi með Lily. Það að Voldemort drap síðan Lily gæti mögulega hafa tryggt stuðning Snape við Fönixregluna þegar uppi verður staðið.

Var Snape hrifinn/ástfanginn af Lily?

Við vitum það útfrá því sem Slughorn sagði að bæði Lily og Snape voru framúrskarandi í töfradrykkjum, þannig að, hreint blóð eða ekki hlýtur Snape að hafa líkað við hana og virt hana fyrir hæfileika sína. Fyrir utan hæfileika sína í töfradrykkjum var hún einnig mjög falleg, jafnvel Snape hlýtur að hafa tekið eftir því. Sirius sagði að Lily og James hafi ekki byrjað að vera saman fyrr en á sjöunda árinu, það gefur okkur tveggja ára bil á milli minningarinnar sem Harry sá í þankalauginni og þess þegar Lily og James fóru að vera saman. Á þessum tíma geta Snape og Lily hafa byggt upp vináttu og jafnvel eitthvað meira. J.K. hefur þegar gefið það upp að James hafi ekki verið sá eini sem var á eftir Lily. Einnig er það mjög algeng kenning í netheimum að drengurinn sem Petunia heyrði segja Lily frá vitsugunum hafi verið Snape.
Á ótal stöðum í bókunum er talað um augun í Lily og það að Harry sé með alveg eins augu. Þetta getur verið mikilvægt í umræðunni um það hvort Snape hafi verið hrifinn af Lily. Eins og við höfum séð tekst Snape yfirleitt mjög vel að stjórna tilfinningum sínum, jafnvel í samskiptum við Sirius, einn af sjóræningjunum sem lögðu hann í einelti. Hinsvegar hefur hann oftar en einu sinni misst stjórn á tilfinningum sínum fyrir framan Harry. Til að mynda þegar hann kallaði hann heigul. Verið getur að augu Harry minni hann á Lily og það sem þau áttu eða hefðu getað átt saman.

Helstu einkenni Snape

Eins og við vitum er Snape alls enginn aukvisi, það var endanlega undirstrikað í Blendingsprinsinum. Ljóst er að hann er einn hæfileikaríkasti og langt um kaldasti og útreiknaðasti karakterinn í sjöleiknum. Árum saman hefur hann lifað tvöföldu (ef ekki meira en það) lífi á milli tveggja öflugustu galdramanna samtímans. Samkvæmt Bellatrix er hann einn af nánustu fylgismönnum Voldemort og við vitum öll hversu óbilandi traust Dumbledore bar til hans. Snape hefur tvo eiginleika sem gera hann að hinum fullkomna gagn-njósnara og gríðarlega mikilvægan báðum liðum.
Sá fyrri er ólesanleiki sem meðal annars einkennist af hæfileikum hans í hugvörnum. Honum tekst nánast alltaf að fela viðbrögð sín, tilfinningar ólesanlegar og hugsanirnar huldar öllum. Það er þá helst talað um að hann verði aðeins fölari, eða þegar kippurinn kom þegar hann gerði órjúfanlega samningin við Narcissu. Þetta eru þau viðbrögð sem hann sínir og algjörlega ómögulegt er að skilja þau eða túlka að einhverju gagni.

Hinn eiginleiki hans er sang-froid, kalt blóð. Snape heldur öllum stundum stjórn á tilfinningum sínum og tekur rökrænt á aðstæðum (einu skiptin sem það hefur brugðist er fyrir framan grænu augun hans Harry). Yfirveguð, hárbeitt ögrun hans, þegar hann lét Sirius missa stjórn á sér í eldhúsinu í Hroðagerði er lýsandi dæmi fyrir þennan eiginleika: “They were squaring up to each other, Sirius looking livid, Snape calculating, his eyes darting from Sirius’s wand tip to his face.” Sem lauslega þýðist; Þeir stóðu andspænis hvor öðrum, Sirius rjúkandi reiður, Snape virtist vega og meta stöðuna, augu hans léku á milli andlits Siriusar og sprota hans.

Snape virðist stöðugt vera að hugsa, stöðugt að vega og meta, þar af leiðandi er mjög líklegt að hann hafi séð fyrir hver yrðu möguleg fórnarlömb Voldemort, áður en hann sagði honum frá spádóminum. Einnig hefur hann fljótt séð hvernig hann gæti nýtt sér þessar aðstæður sér í hag, sem virðist alltaf vera hans helsti hvati. Þegar allt kemur til alls sýnir Snape aðeins sjálfum sér hollustu.

Ég tel það því líklegt að ef að Snape elskaði Lily, þá væri hann ekki einungis fullur af hefndarhvöt í garð James fyrir að taka hana, heldur mundi hann ekki hika við að gera hvað sem er til þess að fjarlæga allar hindranir á milli sín og Lily, jafnvel ungbarnið, Harry. Hann gæti því séð til þess að lífi Lily yrði þyrmt af Voldemort gegn upplýsingunum um spádóminn.

Tengingin við spádóminn

Snape heyrði fyrri hluta spádómsins þegar hann var að sækja um starf í Hogwarts samkvæmt skipunum Voldemorts, þetta vitum við útfrá samtali Snape við Bellatrix:
“. . . you know, I presume, that it was on the Dark Lord’s orders that I took up the post?” hann hefur getað séð hvað spádómurinn mundi hafa í för með sér og hverja það gæti haft áhrif á (sjá rök ofar), hann hefur þá farið að móta áætlun sem kæmi honum sjálfum vel á fleiri en einn hátt.

Sem gagn-njósnari fyrir Dumbledore gaf hann honum aðvörun um að Potter hjónin væru skotmörk (nema að Dumbledore hafi haft annan njósnara meðal dráparanna sem er ólíklegt). Þannig var hann búinn að auka mikilvægi sitt á báðum vígstöðvum. Hann ætti að hafa vitað að Ormshali væri einnig drápari og að ef hann gæti þá myndi hann selja “vini” sína til Voldemort, það gekk eftir, jafnvel betur en Snape hafði getað búist við þegar Ormshali var látinn verða leyndarmáls hafinn í tilraun til þess að villa um fyrir Voldemort.

Þar af leiðir að hann gat vitað að James og Harry Potter yrðu drepnir, en með því að vara Dumbledore við kom hann sér inn í Fönix regluna. Þannig tókst Snape á einstaklega þægilegan hátt að gefa bæði Voldemort og Dumbledore lykil upplýsingar á sama tíma og hann gat svalað hefndarlöngun sinni gagnvart James og færst þannig nær Lily. Það getur útskýrt af hverju Voldemort bauð Lily að lifa, J.K. hefur staðfest það í viðtali að Voldemort hefði látið Lily lifa hefði hún stigið frá Harry, af hverju? Það er ekki hans stíll að þyrma fólki, hvað þá fólki eins og Lily sem hann leit á sem blóðníðinga.

Traust Dumbledore

Það hefur komið fram að Dumbledore vissi um hatrið á milli Snape og James, hann sagði meðal annar Harry: “Þeir fyrirlitu hvorn annan. Ekki ólíkt þér og Draco.” Dumbledore vissi því að dauði James mundi ekki valda Snape miklum áhyggjum, þannig að ekki er eftirsjá vegna dauða James sem er ástæðan fyrir því að Dumbledore tekur drápara og setur beint inn í regluna. Snape hlýtur að hafa sýnt fram á eitthvað annað sem olli því að Dumbledore treysti honum, það gæti hafa verið tilfinningar hans, ást, til Lily.

Verið getur að Snape hafi verið í Godricks dal nóttina sem árásin var gerð, bíðandi eftir því að fá tækifæri til þess að birtast til þess að hughreysta Lily. Þegar áætlun hans snerist gegn honum og Lily dó, hlýtur sorgin, ef hann elskaði hana, að hafa verið djúp og sársaukafull. Þessi djúpa sorg og eftirsjá gæti verið sú sönnun sem Dumbledore hefur þurft til þess að sannfærast um að hann vildi skipta um lið. Þessu til stuðnings segir Dumbledore:
”Þú hefur ekki hugmynd um hversu mikla eftirsjá Snape upplifði þegar hann komst að því hvernig Voldemort hafði túlkað spádóminn.”

Að lokum


Óháð áframhaldandi þátttöku Snape sem drápari og því hvar hollusta hans liggur þá tel ég að morðið á Lily sé eitthvað sem Snape mun aldrei fyrirgefa Voldemort. Með því að drepa hana gæti Voldemort hafa tryggt það að þegar kemur að loka bardaganum muni Snape hjálpa Harry, ekki vegna hollustu sinnar við Dumbledore eða regluna, heldur vegna hollustu sinnar við sjálfan sig. Löngunarinnar til þess að hefna Lily. Þessi hefndarþörf hans gegn Voldemort tel ég vera hina traustu ástæðu sem Dumbledore hafði fyrir trausti sínu á honum.

Val Snape mun því geta orðið lykil þáttur í útkomu bókanna því hann er lykilmaður í Fönix reglunni og hjá drápurunum. Hann hefur gert sig ómissandi hjá báðum aðilum og úrslit stríðsins geta því verið á herðum hans. Líf Voldemort byrjaði vegna heltekinnar ástar Merope Gaunt á Tom Riddle (eldri); það væri viðeigandi að það væri heltekin ást Snape á Lily sem mundi valda dauða hans. Það er hinsvegar ansi skuggaleg tilhugsun að framtíð galdraheimsins velti á vali hæfileikaríks, en algjörlega siðlaus og afar sjálfhverfs manns, en ef þessi kenning er rétt er Snape svo sannarlega hinn fullkomni Slytherin, því eins og flokkunar hatturinn söng þá eru þar útsmogið fólk sem gerir hvað sem er til þess að ná sínu fram á endanum. Þetta sýnir einnig mikilvægi tveggja lykil þátta sem skilja að Harry og Voldemort en eru einnig hið gegnum gangandi þema bókanna, ást og val.
Voldemort is my past, present and future.