Já, ég vill vinsamlegast biðja ykkur um að vera svolítið róleg á kannana-innsendingum. Það eru rúmlega 40 ósamþykktar kannanir eins og er. Og eru dæmi um að fólk sendi inn hátt upp í 10 kannanir á dag og oft nokkrum sinnum um sama hlutinn dag eftir dag.

Þess vegna vil ég biðja ykkur um að vanda ykkur við gerð kannana og ekki vera með til dæmis endalaus spurningarmerki í nafninu á könnun. Passa líka upp á það að senda ekki inn alltof margar á dag og ekki oft um sama hlutinn, það verður þá bara til þess að við MutaNt þurfum að fara að setja upp reglur varðandi kannanir, sem gætu verið á þann veg að ef sami notandinn “floodar” kannana-innsendingar þá munu kannanir eftir þann notanda einfaldlega verða allar eyddar með tölu.

Þessi regla hefur verið sett upp og notuð á öðrum áhugamálum, og eftir því sem ég best veit virkað vonum framar !

Eitt enn sem væri ekki vitlaust fyrir fólk að hafa hugfast þegar búa til skal til könnun: Passa upp á stafsetningarvillur, því þær eru alveg óþarfar í svona stuttum texta. Og reyna eftir bestu getu að stafsetja að minnsta kosti nöfn á leikmönnum rétt, þ.e.a.s. ef tilheyrandi könnun fjallar um leikmenn.

En svo ég sé ekki bara með leiðindi þá vill ég einnig koma einu til skila…
Ég er alls ekki óánægður með virkni ykkar við kannanir, (alltaf gott mál þegar fólk sýnir áhuga við að senda inn efni), heldur er bara fara fram á að smá vandvirkni eigi sér stað við gerð þeirra :)

Takk fyrir, Aage