Sá í kvöld leik í kvennaíshokkí, þar sem Björninn vann SR mjög sannfærandi 4 1. Björninn virtist hafa yfirhöndina mest allan tímann og sótti mikið meira en SR, og voru oft mikil læti við mark SR en markvörður Bjarnarins hafði það frekar náðugt. Sérstaklega voru yfirburðir Bjarnarins áberandi í upphafi leiks, en þegar leið á leikinn, komu SR konurnar meira inn í leikinn, þó að þær ógnuðu ekki andstæðingum sínum verulega í þessum leik.
En þetta var nokkuð fjörugur leikur, þótt ekki væri hann mjög harður, og sáust ágætir taktar inn á milli hjá konunum. Ég gæti allavega alveg hugsað mér að horfa á fleiri leiki hjá þeim.
Bestu kveðjur.
habe