Nú fer að líða að lokum á meistaflokks tímabilinu og ákvað ég að búa til grein um það sem búið er af tímabilinu og fjalla smá um liðin.

Mikil blóðtaka var hjá SR liðinu í upphafi tímabils þar sem heil sóknarlína fór til Mörrum að spila. Þetta voru þeir Pétur, Egill og Tómas. En Egill var stigahæstur SR-inga eftir seinasta tímabil. En það bættist við einn leikmaður hjá SR og það var hann Daníel Freyr sem kom fór úr Birninum í SR.

SA-menn mistu einn sóknarmann til Svíþjóðar en það var Andri. En Jón Gísli byrjaði meiddur á tímabilinu, en byrjaði síðan að spila með SA rétt fyrir áramót. Josh fór síðan í nokkra vikna frí á miðju tímabilinu og missti þar af nokkrum leikjum.

Bjarnarmenn misstu þrjá leikmenn á tímabilu en það voru þeir Ingi , Daníel Freyr og Conor allir markmenn. Síðan bættust við tveir leikmenn hjá Birninum en það eru þeir Annar Bergur Árni og Þórhallur.


Eftir erfit æfingatímabil hófst tímabilið. Tímabilið byrjaði vel hjá SR og SA þar sem þau skiptust á að vinna hvort annað og áttu þessi lið einn mest spennandi leik tímabilsins þar sem leikurinn endaði í framlengingu þar sem SA vann.

Tímabilið byrjaði frekar ílla hjá Birninum en á fyrstu fimm leikjunum sínum unnu þeir bara einn. Eftir þann leik fóru Bjarnarmennirnir að tapa aftur, en svo allt í einu fóru þeir að vinna alla! Og svo allt í einu áttu þeir möguleika á að komast í úrslitakeppnina. En eftir að hafa unnið 4 leiki í röð var sigurgnaga þeirra á enda, SA menn komu suður og unnu þá í framlengingu.


Liðin voru öll mjög jöfn og voru margir leikir æsi spennandi og unnust margir þeirra ekki fyrir en undir lokin á leikjunum.


En aðeins að liðunum. Eins og ég sagði hér að ofan þá misstu SR-ingar 3 lykilleikmenn. En eftir voru nokkrir sterkir leikmenn sem mundu þurfa vinna mikið fyrir SR t.d. Daniel Kolar, Gauti, Arnþór, Steinar og Ævar. Þetta voru aðalmennirnir meiri hlutann af tíambilinu en síðan kom Egill inn í liðið eftir ára mót, en hann hefur ekki náð sér á strik hingað til. Það hefur verið mikið álag á þessum leikmönnum sem ég taldi hérna upp og er greinilegt að þeir eru að verða þreyttir því SR-ingar hafa tapað seinustu 5 leikjunum sínum.


SA menn misstu aðeins einn leikmann og það var hann Andri. SA liðið var því lítið sem ekkert breytt nema hvað Orri Blöndal var kominn í sóknina. Breyting var að þjáfara SA en Josh Gribben tók við af Söru. Lykilleikmenn SA á þessu tímabili hafa verið Stefán, Sigurður, Orri og Ingvar og svo Jón og Josh, en þeir voru frá lengi og eru þess vegna ekki með stigahæstu leikmönnum SA. Josh hefur getað keyrt á allt liðið meiri hltuan á tíambilinu og hafa margir bætt sig allt verulega t.d. Jóhann Leifsson.


En þá að liði Bjarnarins. Þeir misstu tvo markmenn í upphafi tímabils, en þegar umþað bil 2 mánuðir voru búinir af tímabilinu var sá þriðji markmaðurinn hættur hjá þeim en það var Conor, en maður kemur í manns stað og hafa Snorri og Styrmir staðið vaktin á milli stanganna. Tímbilið byrjaði leiðinelga hjá Birninum og voru menn farnir að halda að þeir ættu ekki möguleika. Lykilleikmenn Bjarnarins eru Gunnar, Brynjar, Róbert, Úlfar og Birgir. Ég tel að Björninn séu með jafnasta liðið og hefur Sergei kyrt á 4 línum nánast alla leiki sem ég hef séð með þeim.


Svo núna fer að renna að lokum á tímabilinu og eru aðeins 4 leikir eftir þegar þetta er skrifað. En á morgunn munu Lið SA og SR mætata fyrir norðann. Öll lið geta dottið úr öll lið geta komist áfram eins og stendur. Ef SA vinnu á morgunn tryggja þeir sig í úrsltiakeppnina, vinni SR jafn þeir SA af stigum. Svo það er mikil spenna eftir af tímabilinu og er þetta í fyrsata sinn í sögu Íslandsmótsins í íshokkí að lokaumferðina skipta svoa miklu máli.

Staðan í deildinni er svona núna:

L S Markahlutfall
SA 13 22 13
SR 13 19 -7
Björninn 14 19 -6




Markahæstuleikmenn(eins og hún er þegar þetta er skrifað):

Gauti (SR) með 13 mörk
Orri(SA) með 12 mörk
Daniel Kolar(SR) með 14 mörk
Birgir Jakob(BJÖ) með 10 mörk
Steinar Páll(SR) með 9 mörk

Stigahæstuleikmenn(eins og hún er þegar þetta er skrifað):

Gauti(SR) með 32 stig
Daniel Kolar(SR) með 26 stig
Gunnar(BJÖ) með 26 stig
Stefán(SA) með 19
Birgir(BJÖ) með 17 stig


Þeir leikir sem eru eftir eru:

SA -SR 06-feb kl. 17.15
SA - Björninn 16-feb kl. 19.00
SR - SA 20-feb kl. 18.30
Björninn - SR 23-feb kl. 19.15


Svo hefst úrslitakeppnin í byrjun mars og get ég ekki beðið eftir að fá að sjá hana.

En ég spyr að lokum, hverjir komast áfram? Hverjir vinna?

Ég held að það séu SA og Björninn sem fara í úrslit, en ég get ómögulega sagt hverjir vinna.