Þar sem það hefur nú verið nánast engin hreyfing á þessu áhugamáli í langann tíma og ég er að verða brjálaður að læra undir samræmduprófin datt mér í huga að vekja athygli á því hvað margir af 2 flokks leikjunum núna í vetur hafa verið góðir.
Keppnin um titilinn hefur nú verið milli SA og SR í svolítinn tíma þar sem Birninum hefur ekki gengið neitt alltof vel í 2 flokki í vetur. Til dæmis um spennandi leiki má nefna leik SR og SA sem var á Akureyri rétt eftir áramót (ef ég man rétt) en sá leikur var víst rosalega spennandi og endaði hann með 1-1 jafntefli (þar sem ekki er overtime í 2 flokki eins og í meistaraflokki) Þar sem markmenn liðanna beggja Ævar Björnsson og Ómar Skúlason voru víst í lykilhlutverki.
Í gærkvöldi gátu SA tryggt stöðu sína enn betur á toppinum og hefðu þá bara þurft sigur í kvöld til að hampa titlinum.
En það gekk ekki að óskum þó svo að Akureyringar hefðu birjað leikinn betur þá var leikurinn æsispennandi allann tímann og var refsiboxið vel nýtt í þessum leik og fékk einn leikmaður SR game eða brottvísun úr leiknum.
Í síðasta leikhlutanum komust SR yfir í fyrsta sinn í leiknum en þeir skoruðu 2 mörk úr powerplay og þá var staðan orðin 7-6 og nokkrar mínútur eftir af leiknum.
síðustu mínútuna voru SA menn í mikilli baráttu fyrir framan mark SR og þegar ein sekúnda var eftir af leiknum náðu þeir að koma pekkinum inn í markið og endaði þessi leikur því 7-7.
ÞEssi sömu lið eiga leik klukkan 20:45 í kvöld og ég kvet alla til að koma og styðja annað hvort liðið eða bara til að horfa á.