Þessi grein er unnin af nýfenginni reynslu af “stjórnherbergjasmíði”. Við hljómsveitin vorum að búa til “Control Room” í stúdíóinu okkar og ætla ég að segja hvernig við gerðum það, frá grunni til fullklárunar(er það orð?).

Jæja hugmyndin kveiknaði tel ég út frá því þegar við tókum upp plötuna okkar við heldur frumlegar en jafnframt áhugaverðar aðstæður í kjallaranum okkar sem við notuðum sem æfingahúsnæði einnig. Við drógum snákinn í kjallarann, út aftur, inn um glugga, gegnum stofuganginn og inn í svefnherbergi söngvarans, plöntuðum tölvu á skrifborðið hans, settum rúmið hans upp á rönd og beinlínis rústuðum herberginu hans með stúdíógræjum. Við vildum ekki ganga í gegnum það aftur þannig að við ákváðum að eins og ég sagði áðan að búa til control room(herbergi sem er notað fyrir tölvu, og allar stúdíógræjurnar).

Við byrjuðum að mæla út fyrir herberginu sem átti að geyma pláss fyrir skrifborð, rack og þrjá stóla. Svo bara þetta venjulega mæla lofthæðina og þetta basic dæmi og hófumst svo handa við að smíða grindina, sem eru spítur sem eru látnar mynda “útlínur” fyrir herberginu áður en plöturnar eru nelgdar á hana. Við notuðum tréspítur sem eru c.a. 4x10 cm, endurtek; Cirka. Gerðum pláss fyrir glugga 35x90 c.a. og útlínur fyrir venjulega hurð.

Eftir það þá tókum við teppi með gúmmíefni á bakhlið en stuttum háraröndum á framhlið og skárum það niður og heftuðum við allar spíturnar fyrir einangrun. Svo tókum við gipsplötur og skrúfuðum á öðru megin við vegginn(ástæðan fyrir gipsplötum er sú að þær eru ódýrar og einangra betur en spónarplötur). Skrúfuðum skrúfurnar með jöfnu millibili fyrir jafna pressu og létum einnig skrúfur í miðja plötuna fyrir betra viðhald(grindin var með millispítur fyrir miðjuskrúfurnar).

Eftir að gipsplöturnar voru komnar á öðru megin létum við steinull inn í vegginn. Skárum þétt upp við svo að ekkert var skilið eftir autt. Svo skúfuðum við plöturnar á hinum megin. Svo var látið kítti í allar rifur til að hindra hljóð í gegn.

Eftir að veggurinn stóð þéttur ætluðum við að hækka gólfið inn i herberginu um 10 cm. Ástæðan fyrir því er sú að lágtíðnihljóð á borð við bassatrommu og bassamagnara berst með gólfinu og myndar titring sem leiðir þar af leiðandi inní herbergið. Hækkunin kemur í veg fyrir það. það er gert með því að skrúfa trékubba í gólfið og svo bara plötur ofan á(ekki gips).

Svo létum við trélista efst á vegginn og heftuðum teppi á hann sem hengur laust á. Létum teppin vera rauð utan á í Live herberginu og græn inn í control roominu. Svo létum við hágæða eggjabakka í loftið(og þegar ég segi hágæða þá meina ég ekki eggjabakka sem maður fær út í búð) og létum eggjabakka með 5 cm dýpt í loftið og 2,5 cm kúlulaga bylgjubakka í samskeiti lofts og veggs og samskeiti 90° vegghorns. Hurðin er einhver þýsk *skurnywhateverbla* hurð sem á víst að hljóðeinangra vel. Svo var bara látið góðu perksnesku teppin á gólfið.

Inn í control roominu var látið skrifborð upp við vegginn og í góðri stöðu til að maður gæti séð út um gluggann. Borað gat í vegginn fyrir snákinn að koma í gegn og pláss fyrir rack hægra megin við skrifborðið. Látið platta upp á vegginn sitt hvoru megin við gluggann og monitorana uppá þá. Perksnesku teppin gera það að verkum að rúllustólar eru ekkert það allra skemmtilegasta í heimi þannig að plastdúkur er fyrir ofan teppin ;).

That's about it, ég sendi myndir þegar við erum búnir að taka til, en hérna er ein sem ég tók þegar veggurinn var að klárast.
http://212.30.203.209/Hlj%F3%F0-Mp3/Royal%20Fanclub/Picture(37).jpg

takk fyrir mig.