Það er eitthvað vesen með Mboxið hjá mér. Ég var að upgradea yfir í windows 7 og ég instalaði driverunum fyrir mboxið og opnaði pro tools og allt sound virkar þar og allt í góðu með það, en þegar ég fer í
Control Panel > Hardware and Sound > Sound
þá á að koma upp Mbox þar til að velja um að vera default audio device til þess að ég geti spilað allt í gegnum mboxið t.d. iTunes og allt það. En það kemur bara ekki upp í glugganum. Ég skil ekkert hvað er að og hversvegna þetta kemur ekki upp þannig að ef þið gætuð reddað mér úr þessum bobba væri það geggjað !?