Heyy félagar.

Þannig er mál með vexti að ég stússast oft í taktvinnslu og remixum og fleira. Og þegar ég geri slíkt vil ég vera 100% viss um að t.d. bassalínan eða eitthvað sem leik inn af hljómborðinu sé ekki falskt (miðað við sampl eða upprunalegt lag).

Hvað getur hjálpað mér að greina nákvæmlega hvern einasta tón í sampli/upprunalegu lagi? Melodyne? Reyndi það, það er leiðinlegt. Nota vanalega krómatískan fiðlu-túner en það hlýtur að vera betri leið.

Pís,
Darri