Jæja núna er Oxygen8 v2 gaurinn minn nánast búinn að gefa upp andann. USB tengið er farið til helvítis eftir að hundur bróður míns togaði í snúruna með þeim afleiðningum að hljómborðið datt í gólfið.
Það virkar svo sem alveg ef það er uppi á borði en ef þú byrjar að hreyfa það eitthvað þá dettur það úr sambandi um leið.
Ég er þá að leita mér að nýjum midi controller og mundi akkúrat eftir því að hafa prófað M-audio Axiom í applebúðinni fyrir stuttu og leist helvíti vel á hann. Ætlaði upphaflega að stefna á 25 nótna gaurinn en tók svo eftir því að í tónabúðinni er ekki nema 8 þúsund króna munur á honum og 49 nótna gaurnum sem hefur fader-a og læti svo maður getur nú alveg eins eytt aðeins meiri pening og fengið sér midi controller sem hefur eitthvað milli lappana.
Mig langaði samt að spurja hvort það ætti einhver eitt stykki og gæti mælt með honum? Eða er einhver sniðugari midi controller á svipuðu verði sem ég ætti frekar að skoða?
Mun aðalega nota hann með Reason og Ableton live og eftir því sem ég best veit virkar hann nokkuð vel með báðum. Langaði líka að spurja hvort einhver hérna sé að nota hann með windows vista? Sót bölvaði nefnilega M-audio þegar kom að því að installa Oxygen gaurnum mínum á Vista því driver-arnir voru gjörsamlega mein gallaðir (þeir gáfu reyndar út nýja oxygen drivera fyrir stuttu sem virka mun betur) og langaði að vita hvort ég þyrfti nokkuð að ganga í gengum sama helvítið með Axiom?