Jæja, ætlaði svona að reyna að koma annaðslagið með smá hagnýt logic-tips (Sem ég nota sjálfur, tekið eftir mynni hjá mér)

Reyni kanski að senda inn greinar annaðslagið. Þetta mun þá vera eftir persónulegri reynslu og þekkingu, en fer ekki í það að beinþíða greinar. Sumt sem ég segi eru aðrir kanski ósammála eða er eitthvað að ljúga að ykkur (að sjálfsögðu óviljandi og óafvitandi) þannig ekki hika við að leiðrétta mig, ef ykkur finnst þörf á því

1. I/O Labels og Bussar

Ég reyni oftast að byggja umhverfi allra projectanna minna eins upp. T.d. Tengi ég gítar alltaf við input 1 á kortinu hjá mér og bassa alltaf í input 2 (til að vera ekki alltaf að gaina-þetta aftur og aftur) og er kanski með einhvern ákveðinn söngvara gainaðann á input 3, og næsta söngvara gainaðann á input 4 (ef ég er að taka upp nokkur lög með bandi með 2 söngvörum.

Þetta er svona það sem ég geri mest, ef ég tek upp trommur nota ég að sjálfsögðu öll inputtin í það.

Svo Bussa ég yfirleitt allar rásirnar mínar. Allar trommur bussa ég saman á Einn bus, Þegar ég er með sterio-gítar bussa ég þá saman á eina rás, bassi á eina, og svo hver söngvari á einn bus og svo kanski alla söng-bussana saman á einn bus.

Góðar ástæður til að venja sig á að bussa allt er að þá geturu hækkað eða lækkað allar trommurásirnar í einu. Segjum líka að þú sért bara með eina söngrás, getur samt verið gott að bussa hana. Ef þú ert með mikið af automation í gangi og vilt svo lækka allann sönginn um segjum -2db þá þarftu ekki að breyta automation-datanu heldur geturu einfaldlega bara lækkað bussinn.

Hægt er að nota Bussa í logic á tvennann hátt (auk þess að multi-channel instruments nota bussa), Annarsvegar gegnum Send, eða hinsvegar Sem output/input.
Logic býr sjálfkrafa til þá bussa sem þú ákveður að nota. Þannig að ef að þú ert með Gítarrásir 1 og 2 og velur output á þeim báðum sem bus að nafni “Gtr 1” þá bætir logic við nýrri Bus rás, og assignar inputtið á henni sem “Gtr 1”, svo geturu skýrt rásina “þe. channel stripið í mixernum” það sem þér hentar


Svo ég komi mér nú aftur að I/O Labels, þá er fínasti fítus í logic til að skíra alla þessa busa, sem mér finst mjög þægilegt. Til að nalgast þá stillingu er farið í mixerinn (ýtið á X til að opna áfasta mixerinn eða Command+2 til að opna lausa mixerinn)

Þar veljiði Options flipann og neðst í annari grúppunni er I/O Labels.

Þar sjáiði lista yfir öll input og output sem tölvan býður upp á a þeirri stundu, og alla 64 bussana.

Það eru 5 dálkar í boði.

fyrsti dálkurinn er “Channel” í honum er nafn rásann sem að logic gefur því
annar þálkurinn er “Provided by driver” en sum hljóðkort segja forritinu hvað rásirnar heita.
Þriðji dálkurinn er User, og næstu tveir eru svo “Long” og “Short”

Long og Short er einmitt það sem þetta snýst allt um hjá okkur. Long er “Fullt heiti” sem þú gefur rásinni, t.d. “Guitar 1” og Short er það sem mun birtast í “Sends”, “Input” og “output” flipanum í mixernum, ef að fulla nafnið er oft langt til að vera birt þar.

Nöfn bussa hjá mér eru

Input 1-8 heita ekkert sérstakt
Output 1-2 heitir “Main Out”
Output 3-4 heitir “Sec Out”
Bus 1 er “Drums”
Bus 2 er “Snare Reberb”
Bus 3 er “Bass”
Bus 4 er “Toms” (stundum bussa ég alla tommana samann á einn fader“
Bus 5 er ónotaður
Bus 6 -9 eru ”Guitar 1-4“
Bus 10-14 eru ”Vox 1-5“
Bus 15 er ”Synth“
Bus 16-19 eru ónotaðir
Bus 20 er svo ”Vox Bus“ en þangað sendi ég stundum allar söngrásirnar
Bus 21 er svo ”Track Bus“ en þangað sendi ég stundum allar aðrar rásir en söngrárir (aðeins misjafnt eftir því hvað ég er að gera)
Bus 22 er ”Phones“ en ef ég vill að það heyrist eitthvað annað í headphonum heldur en mónitorum sendi ég það á ”Phones“ og er svo með Sec Out 3-4 sem output á Phones bus.

Bus 30-34 eru svo ”Reverb 1-5“ og
Bus 35-39 er ”Delay 1-5"

Þetta er svona það sem ég er búinn að labela. Nota þá hinsvegar oftast ekki alla, og stundum vantar kanski bus fyrir umhverfishljóð eða annað slíkt og þá nota ég oftast bus 16-19


Vona að þetta hafi verið ágæt lesning og einhver hafi lesið eitthvað hagnýtt.

Skrifa kanski eitthvað meira sniðugt seinna
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF