Nýr og spennandi kubbur á leiðinni! Núna er ég að fara að prógramma nýjann kubb hérna á áhugamálið sem verður svipaður minningargreinakubbnum á til dæmis /metal og /gullöldini. Vitaskuld verða ekki minnigargreinar í honum heldur einskonar prófíll fyrir legendary gítara. Og ég ætla að biðja ykkur hérna um að senda mér annaðhvort ábendingar á einhver þekkt hljóðfæri eða skrifa ykkar eigin og senda mér. Þetta mun virka þannig að það verður:

Nafn Hljóðfæris (tegund og ef að hljóðfærið hefur nickname (eins og frankenstrat eða blackie) þá auðvitað það)

Mynd (góð mynd en ekki of stór. Ég skal sjá um að hósta allar myndir inná mínu eigin myndasvæði)

Umfjöllun (Greinagóð umfjöllum með góða stafsetningu. engar súper kröfur en hafa textann skiljanlegann. Textinn á að vera svona sirka 200 orð? ekki mikið meira en 250 allavega og helst ekki mikið minna en 150)

So, allir að taka fyrir uppáhalds hljóðfæratýpuna sína og skrifa um :D Ég er bæði að leitast eftir því að fólk skrifi um fræga gítara eins og td, þennan hvíta hans jimi hendrix eða V-inn hans, Lucille (BB king), Frankenstratinn (Van halen), Jackson Nr 1 (dave Mustaine), Stevie Ray Vaughan Stratinn og jafnvel bara signature gítarar sem að gítarguðirnir eiga. Líka einhver trommusett eins og flotta settið hans keith Moon, og þessi risastóru sett sem shred trommararnir nota til að spila sinfóníur á. Bassan hans Bootsy collins ofl. Bara keep it coming. Ég held að þetta geri áhugamálið mun merkilegra og skemtilegra til að skoða :D

Sniðugar síður:
http://www.edroman.com/
http://en.wikipedia.org/wiki/Main_Page
http://www.montyjay.com/metgearmain.html
http://www.celebrityrockstarguitars.com/

Ef þið eruð með aðrar humgyndir í sambandi við áhugamálið, eða bara einhverjar neikvæðar eða jákvæðar athugasemdir, endilega látið mig vita og ég reyni að leysa úr því á einhvern hátt.
Nýju undirskriftirnar sökka.