Þá er langþráði korka flokkurinn “Hljómsveitir” kominn inn. Hann er gerður til að fólk geti meðal annars:

-Kynna sína hljómsveit (með Myspace-link til dæmis)
-Óskað eftir meðlimum í sitt band eða óskað eftir bandi til að spila með.
-Tónleikakynningar meiga fara þangað
-Allskonar spurningar um allt sem tenigst því að vera í hljómsveit. eins og spurningar um hvað maður gerir live í einhverjum aðstæðum ofl.
-Æfingarhúsnæðis auglísingar. Þá er hægt að óska eftir meðleigjendum eða bara húsnæði. Líka auglýsa sitt húsnæði ef það er til leigu.
-Jafnvel tækni-tips um það hvernig hljómsveit getur fengið að taka upp einhverstaðar eða eitthvað álíka
…og fleira í þeim dúr.

Hann er hinsvegar ekki til þess að auglýsa erlendar hljómsveitr. til þess eru ákveðin tónlistaráhugamál. En manni er frjálst að auglýsa sitt efni.

Ef eihver sendir inn þráð sem á ekki heima í flokknum mun honum verða læst og síðan eytt. Það sama gildir auðvitað um alla hina flokkana en eg er bara að leggja áherslu á þetta.
Fleiri uppbætur á áhugamálinu eru í vinnslu, endilega komið með hugmyndir að nýjum kubbum ofl.

Minni líka á nokkra hluti sem er gott að hafa í auglísingunum þegar auglýst er eftir meðspilurum!

-Staðsetning.
-Aldur.
-tónlistarstefna (helst reyna að vera nákvæmur. Það meikar ekkert sensa að seigja bara “við spilum rokk tónlist”, Reynið að skilgreina tónlistarstefnur og á hvað er stefnt).
-Hvort að æfingarhúsnði sé til staðar.
-Hvað þú ert búinn að spila lengi eða hversu lengi bandið hefur starfað saman.
-Hvernig er hægt að hafa samband við aðilann (síma, e-mail eða eitthvað álíka)
-Og auðvitað á hvaða hljóðfæri þú spilar á eða hljómsveitin er að leyta að.

Vona að hann verði vel nýttur!

Takk fyri
Nýju undirskriftirnar sökka.