Til að reyna að vekja þennan kork með því að sýna hversu einfalt það er að gefa stutta gagnrýni, þá gjörið svo vel:

ATH: Einkunnagjöf er öll miðuð við verð. Litli bróðir minn á svona gítar og hann fékk hann á umþað bil 12 þús ef ég man rétt. Þannig díll fær í sumum tilfellum betri einkum þar sem að þá er maður að fá góðan hlut miðað við hvað maður borgaði mikið.

Epiphone Les paul Special II
- Verð: Um 30 þúsund held ég. En hann fæst á um 20 þúsund á netinu (vsk ekki tekinn með)

Mynd:

http://epiphone.com/images/N_1930a.jpg

Specs:
http://epiphone.com/images/21_04.jpg

Allir þessir fítusar eru sniðnir að byrjanda. Ekkert að þeim og það er fátt annað sem að bryjanda vantar. Fyrir peninginn er þetta ágætt ef maður er ekki að borga of mikið. Tunerarnir eru helst vandamálið þar se mað gítarinn helst ekki vel í stillingu. En það er samt spurning hvort að það sé í raun vandamál þar sem að það bara betra fyrir byrjendur að læra að stilla gítarinn sinn og þekkja það þegar hann er vanstilltur.
6-7.5 (fer eftir hversu mikið maður borgar)

Spilun:

Með góða uppsetningu er þessi gítar mjög fínn til heimaspilunar. Ég hef prófað nokkra svona gaura auk þess að hafa einn á heimilinu og hef aldrei lent á mjög lélegri smíði (fret sem standa útúr ofl). Pickupparnir eru auðvitað í lægsta gæðaflokki epiphone pickuppa, og hljómurinn er eftir því en byrjendur eru ekki beint að leitast eftir því að fá besta sound í heimi svo að hljómurinn er kannski ekki það sem að skiptir mestu máli.
8 (miðað við snögga uppsetningu, get ekki dæmt gítarinn miðað við “factory settings”)

Útlit og ending:

Les paul lögun, léttur gítar, finishi-ið virðist endast nokkuð vel, en á gítar bróður míns sem hefur verið notaður daglega seinustu 3-4 árin ( og keyptur notaður) eru fáar sem engar stórar rispur. Gítarinn hefur aldrei bilað þessi ár og Les paul útlitið er klassíkst svo að maður verður ekki beint leiður á því.
8

Overall einkunn:
7.5

Niðurstaða: Góður miðað við að hann sé keyptur á lágu verði. Fyrir kreppu var hann alltaf í rín á 20 þúsund krónur sem var mjög gott verð fyrir gítar beint úr búðinni en ég er ekki frá því að hann sé ða einhvern 40 kall núna sem er eiginlega bara útí hött. Mæli með honum fyrir alla byrjendur því þetta er mjög góður gítar til þess að læra á.
Nýju undirskriftirnar sökka.