Komiði sæl,

Ég er með eitt stykki Peavey Classic 50 til sölu. Þetta er combo-magnari með 2 x 12" keilum.

Allar upplýsingar um þessa magnara eru að finna http://www.peavey.com/products/browse.cfm/action/detail/item/116331/number/00583170/cat/67/begin/1/Classic%AE+50%2F212-Tweed.cfm

Magnarinn er rétt rúmlega 1 árs og er með gamla lúkkinu, sem er miklu flottara að mínu mati.
(http://www.rickalexander.com/BigSteel/PeaveyClassic212.jpg)

Harmony-Central.com gefur magnaranum 9.0 í einkunn.
http://reviews.harmony-central.com/reviews/Guitar+Amp/product/Peavey/Classic+50-212/10/1

Gripurinn er í topp-standi og er ég tiltölulega nýbúinn að skipta um lampa og setja JJ lampa í hann, og satt að segja soundar hann guðdómlega og bjögunin verður miklu fallegri. Þetta eru minni lampar en lamparnir sem fylgdu með og því hitnar hann betur á lægri stillingum en áður, ásamt því að það er meira hægt að láta hann “djúsa” ef svo má að orði komast.

Með magnaranum fylgir Hardcase, Hardcase Ampmate 120 svo nákvæmni sé gætt, en magnarinn hefur alltaf verið í Hardcase-inu þegar ég fer eitthvað með hann og er því eins og áður kom fram mjög vel með-farinn.

Magnarinn kostar nýr 104.500 kr. í Tónabúðini, Hardcase-ið 23.200 og nýju lamparnir voru eitthvað í kring um 10.000 kr.

Nú er tækifærið á að ná sér í frábært inntak á góðu verði, sem er vel með farið í þokkabót.

Endilega sendið tilboð með hugapósti.

Kv.