Hljóðfærin Hér eru hljóðfærin sem eru í herberginu í augnablikinu
1: Line6 Bass Pod sem ég er með í láni hjá félaga mínum (og hann sagði að ég þyrfti ekkert að vera að flýta mér að skila honum þar sem hann notar hann aldrei)
2: Yamaha PSR-60 Hljómborð sem tengdapabbi á, fer að skila því og kærastan kemur með Casio CTK-900 í staðin
3: Yamaha Bass B100-115se, sem afi keypti af einhverri ekkju á 5000 kall. Var víst í eigu Finns Eydal, orðinn gamall og lúinn.
4: Fender Higway 1 P-Bass sem ég keypti þegar ég vissi of lítið um bassa, undan þrýstingi að Fender væri það eina sem væri eitthvað gott. Persónulega fýla ég núna hvorki að spila á hann sé sándið, svo hann liggur bara heima, nema þegar ég nenni ekki að taka hinn upp úr töskunni ef ég var á æfingu
5: Aðal gaurinn minn, Peavey Axcelerator 5 með 18v Preamp og 2 banda EQ, keypti hann notaðann í Apríl 2005.

Svo á ég Behringer Thunderbird 15w magnara sem ég lánaði frænda mínum
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF