Hæ, ég heiti Reynir og er 29 ára. Mig langar til þess að fara að spila eða syngja með einhverjum. Ég er búinn vera að syngja í svona 10 ár, af og til í svona coverbransa, ballhljómsveitum og pöbbaspileríi. Ég hef oftast verið að spila á gítar með söngnum og hef þá haldið mig við svona rytmagítarleik.

Ég hef ekkert verið að gera í þessu síðustu tvö ár, síðan ég flutti til Reykjavíkur og nú er svo komið að mig langar til að fara að spila eða syngja einhverja tónlist. Mér er nokkuð sama hvort að ég spila á gítar eða syng, eða jafnvel bæði í einu og mér er eiginlega sama hvers lags tónlist, mig langar bara að fara að gera eitthvað.

Ég hlusta langmest á blues, classic rock, hard rock og metal og kannski út í svona prog-rock, sem dæmi um hljómsveitir sem ég hlusta á eru: Led Zeppelin, Deep Purple, Uriah Heep, Rolling Stones, The Beatles,  Allman Brothers Band, Eric Clapton, BB King, Bubba Morthens, Black Sabbath, Tenacious D, Stevie Ray Vaughan, Steve Vai, Joe Satriani, Children of Bodom, As I lay Dying, Rush, Röyksopp, Pink Floyd, Rage Against the Machine, Ozzy, Pantera, Muse, Metallica, Alter Bridge, Slash, KK, Lay Low, Johnny Cash, Skálmöld, Iron Maiden, John Lennon og bara þónukkuð margt fleira. Þetta er svona þverskurður af því sem er af og til á iPodinum mínum.

Ef að einhver þarna úti heldur að hann gæti haft not fyrir mig í hljómsveit, eða jafnvel bara svona trúbbaspil, má sá hinn sami hafa samband hér á huga, eða á hinnraudi@gmail.com

Kveðja, Reynir
I got rabies shots for biting the head off a bat but that's OK - the bat had to get Ozzy shots.