Ég er byrjaður að fá þetta ógeðslega suð í gormunum sem toga á móti brúnni á ákveðnum nótum á gítarnum mínum.
Ég las um þetta og rekst alltaf á það að stífla tremoloið eða fylla gormana.

Stífla það ekki en mun það að fylla gormana ekki drepa tóninn?
Vandamálið sjálft drepur reyndar tóninn svo það væri ekkert hræðilegt.

Allavega, ég er  viss um að margir hafi lent í þessu og gert eitthvað í því og það væri gaman að heyra frá þeim.