Nýaldar/Instrumental/Surfrock bandið ~El Camino~ óskar eftir hörku góðum/duglegum trymbli hér í RVK þar sem núverandi trymbill kemst hvorki lönd né strönd frá Vestmannaeyjum. Trommarinn sem við leitum af verður að vera þrusugóður, með úthald og tecknískur þar sem hann þarf að fylla upp í frekar stórt skarð eftir fyrri trommara. Einnig þarf viðkomandi að nenna að æfa minnst 2svar í viku.
Við eigum eftir að spila mikið á hinum og þessum stöðum á komandi ári. Við eigum alveg massa hrúgu af góðum lögum og reyndar alveg efni í 2 plötur þess vegna. Draumurinn er svo að ná að gefa út alíslenska Surf plötu. Veit ekki til þess að svoleiðis plata hafi nokkurn tímann komið út hér á landi.

Hér eru nokkur tóndæmi af settinu okkar. flest af þessum lögum eru reyndar heimaupptökur þar sem ég bý til trommurnar í tölvunni en gefur samt raungóða mynd af lögunum.

http://soundcloud.com/el-camino-iceland/sets/promo-set-home-recordings

Og hér má sjá okkur í action á Dillon

http://www.youtube.com/watch?v=OM7xKBHq3eQ

Sendið umsóknir í pósti annað hvort hér á huga eða á elcaminosurfband@gmail.com

Kv Gunni Waage
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~